Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 32

Fréttablaðið - 12.12.2020, Side 32
ÞAÐ HEFUR LÍKA SKAPAST SÚ HEFÐ HJÁ OKKUR HJÓNUM AÐ HAFA NÝ- BAKAÐ BAGUETTE, OSTA, ÓLÍFUR OG GRAFLAX Í BRÖNS Á AÐFANGADAGS- MORGUN EÐA -HÁDEGI. Ma r ía seg ist í d ag aða l leg a upplifa jólin í gegnum börnin sín. „Sem barni fannst mér heil eilífð líða á milli jóla og tilhlökkun- in því mikil. Þá var ekki jólaskreytt fyrr en í fyrsta lagi á aðventunni og jólatréð sett upp á Þorláksmessu. Á fullorðinsárum finnst mér nánast vera komin jól aftur þegar maður er nýbúinn að taka niður jólaskrautið. Tíminn líður líka svo hratt svo mér finnst alltaf vera jól. Núna upplifi ég jólin meira í gegnum börnin mín og gegnum þeirra tilhlökkun og spennu.“ Hvernig jólaskrauti skreytirðu með? „Ég er alltaf að láta mig dreyma um að kaupa mér jólaskraut sem er tímalaust og látlaust og þar sem allt er í stíl. Þegar ég ætla svo að ráðast í að skipta þessu út guggna ég alltaf þar sem skrautið er farið að hafa til- finningalegt gildi fyrir mig og alla fjölskylduna. Það er allt hvert úr sinni áttinni, rautt, gyllt, kremað og bara nefndu það, svo það er bara hist og her stemning í mínu skrauti,“ segir María sem var rétt að byrja að skreyta þegar ljósmyndara Frétta- blaðsins bar að garði og enn var stemningin frekar látlaus á miðri aðventu og lítið fór fyrir því sem hún hér lýsir. Hvaða hefð er ómissandi? „Það er að baka engiferkökurnar hennar tengdó, sykurpúðasalat með hamborgarhryggnum og svo jóla- maturinn sjálfur þar sem engu má breyta barnanna vegna.“ Hvað borðið þið á aðfangadag? „ Það er a l lt a f ha mborga r- hryggur og sykurgljáðar kartöf lur og sykurpúðasalat á aðfangadag. Það hefur líka skapast sú hefð hjá okkur hjónum að hafa nýbakað baguette, osta, ólífur og graf lax í bröns á aðfangadagsmorgun eða -hádegi.“ Arroz con Leche spænskur spari grjónagrautur María heldur úti vefsíðunni paz.is þar sem hún birtir reglulega girni- legar uppskriftir. Þar sem María á ættir að rekja til Spánar slæðast oft spænsk áhrif með og fengum við hana til að deila með lesendum spænskum spari grjónagraut sem á vel við á jólum. „Arroz con Leche er í miklu uppáhaldi hjá mér, en það er spænskur grjónagrautur í ætt við möndlugraut eða rísmjólk, nema mér finnst þessi svo mikið betri. Á Spáni er Arroz con leche ekkert sérstaklega tengt jólunum en það er meira notað sem eftirréttur og er grauturinn borðaður kaldur. Þar sem grauturinn er mjög sætur er hann eingöngu kryddaður með kanil en ekki kanilsykri. Ég mæli með að þið prófið að gera hann á aðventunni og ég lofa að krakk- arnir munu líka elska hann.“ Upplifir jólin í gegnum börnin sín Sælkerinn og fagurkerinn María Gomez lætur sig reglulega dreyma um að skipta út öllu jólaskrauti sínu og kaupa allt í stíl en guggnar alltaf enda skrautið farið að hafa tilfinningalegt gildi. Stílhreint og látlaust jólaborð að hætti Maríu Gomez. María ver töluverðum tíma í fallegu stílhreinu eldhúsinu. Spænski spari- grauturinn og heita súkku- laðið sómir sér vel í fallegu Mumin-stellinu. MYND/MARÍA GOMEZ Fjölskyldan festi nýverið kaup á húsi í Garðabænum sem þau gerðu upp að miklu leyti. Þessi fallegi arinn mun sannarlega verða nýttur um jólin. MYND/ MARÍA GOMEZ Fallegu jóla- skrauti raðað saman ofan á stofuskápinn. Arroz con leche er spænskur sparigrautur og tilvalinn á aðventu eða jólum. Arroz con leche Uppskrift fyrir fjóra n 150 g grjón (best að nota stór og feit grjón eins og notuð eru í risotto) n 300-400 g vatn n ½ tsk. salt n 1 dós niðursoðin mjólk (Condensed milk, fæst í Kína- deild verslana) n 7-8 dl nýmjólk n ½ tsk. vanilludropar n 2 ræmur af appelsínuberki (ekki raspa heldur skræla 2x10 cm ræmur og sem minnst af hvíta partinum undir) n 1 ræma sítrónubörkur (ekki raspa heldur skræla) n 1 stk. kanilstöng n Hreinn kanill (ekki kanilsykur) Byrjið á að sjóða grjónin með vatni og salti í sirka 15-20 mínútur eða þar til allt vatn er gufað upp. Bætið þá allri mjólkinni og van- illudropum út í og hrærið saman. Skrælið svo börkinn af appels- ínu og sítrónu í eins og sirka 10 sentímetra ræmur og setjið út í (börkurinn er hafður heill en ekki raspaður því hann er svo veiddur upp úr og honum hent). Setjið á sama tíma kanilstöng- ina með og látið byrja að sjóða við lágan til meðalhita. Hrærið í mjög reglulega á meðan suðan er að koma upp svo brenni ekki við botninn á pottinum og lækkið svo hitann þegar suðan er komin upp. Sjóðið í 40-50 mínútur eða þar til grjónin eru vel mjúk og passið að hræra reglulega í, á meðan. Að suðutíma liðnum eru börkur og kanilstöng veidd upp úr með gaffli og hent. Skammtið graut í fallegar desertskálar og látið kólna uppi á borði. Setjið þá tóman kanil í þunnu lagi og alls ekki of mikið yfir grautinn og kælið í ísskáp. Grautinn má líka borða eftir að hafa kólnað við stofuhita en þannig eða úr kæli er hann lang- bestur. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.