Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 2
Afreksfólk útnefnt
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frjálsíþróttakona úr FH og Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður úr Víkingi voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins hjá
íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í þriðja skipti í röð sem Bergrún Ósk er kjörin íþróttakona ársins hjá félaginu en í fyrsta skipti sem Hilmar Snær
er útnefndur íþróttamaður ársins. Hilmar Snær er jafnframt fyrsti vetraríþróttamaðurinn til að fá þá útnefningu hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
COVID-19 Opnunartími sundlauga
verður lengdur víða yfir hátíðirnar
til að koma til móts við mikla
aðsókn og til að koma í veg fyrir
hópamyndun í sundi.
Samkvæmt reglugerð er aðeins
50 prósent af hámarksfjölda gesta
leyfilegur í laugunum. Í ljósi hópa
myndunar í heitum pottum síðustu
daga hafa laugar tekið á móti færri
gestum.
Til dæmis tekur tekur Sundhöll
Reykjavíkur nú á móti 100 gestum
í einu í stað 120 sem leyfilegt er. Þá
tekur Sundlaugin á Akureyri á móti
25 prósentum af leyfi legum fjölda.
Ára móta brennum á höf uð
borgar svæðinu hefur verið af lýst,
einnig til að koma í veg fyrir hópa
myndun. Ákvörðun þess efnis
var tekin á fundi sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu á föstudag.
Brennum í Ölfus hefur einnig verið
slegnar á frest – ab
Opnunartímar í
sundi lengdir en
brennum aflýst
SEYÐISFJÖRÐUR „Hér rignir og
rignir og rignir og rignir og manni
finnst eins og allt sé að fara af stað
fyrir ofan byggðina. Það er allt
orðið gegnsósa og það spáir áfram
haldandi rigningu þannig að okkur
stendur ekki alveg á sama,“ segir
Þórunn Hrund Óladóttir, skóla
stjóri Seyðisfjarðarskóla, um aur
flóðin sem féllu á bæinn í gær.
Almannavarnir rýmdu íbúða
og atvinnuhúsnæði tímabundið í
fjórum götum neðan við svokall
aða Botna þaðan sem flóðin komu.
Fjöldahjálparstöð Rauða krossins
var opnuð í félagsheimilinu Herðu
breið á Seyðisfirði þar sem Rauði
krossinn veitti aðhlynningu þeim
er þangað leituðu og var elduð súpa
fyrir þá sem fengu ekki inni annars
staðar, því f lestir leituðu skjóls hjá
ættingjum.
Engin slys munu hafa orðið á
fólki, samk væmt tilkynningu
almannavarna, en vitað er að skriða
náði að tveimur húsum að minnsta
kosti og flæddi inn í nokkur önnur.
Óvíst er með skemmdir en það ætti
að skýrast betur í dag.
„Ég fór og reyndi að ná myndum
af þessu fyrr í dag og ég hef aldrei
séð svona. Þetta eru nokkuð stórar
spýjur og alveg heilmikið,“ segir
Ómar Bogason sem fór út í fínum og
góðum galla en snéri heim skítugur
nánast upp fyrir haus. „Ég held að
við getum þakkað fyrir að það hafi
ekki orðið nein slys í svona.“
Enn er óvissustig vegna skriðu
hættu á svæðinu enda gerir veður
spá ráð fyrir áframhaldandi rign
ingu, jafnvel út vikuna.
„Það er búið að rýma bræðsluna
og við munum ekki byrja að vinna
í frystihúsinu samkvæmt tilmælum
lögreglunnar þannig að það fer
enginn inn á svæðið,“ segir hann
og bætir við að hann hafi aldrei séð
aðra eins rigningu í desember. „Sem
betur fer er verið að rýma. Botnar
geta verið lausir í sér og það er mikið
vatn á ferðinni. Það er erfitt að lýsa
þessu en maður sá á götunum að
það var mikið vatn á ferðinni,“ segir
Ómar sem var búinn að vinna að
því að færa sitt fólk á örugga staði.
Samkvæmt almannavörnum er
óvíst hvenær íbúar geta snúið til
síns heima en staðan verður metin
í dag. benediktboas@frettabladid.is
Manni finnst eins og
allt sé að fara af stað
Engin slys urðu á fólki þegar aurflóð féll úr Botnum við Seyðisfjörð en al-
mannavarnir rýmdu fjórar götur og opnuðu fjöldahjálparstöð. Gífurleg rign-
ing hefur verið og eru íbúar uggandi yfir ástandinu enda spáir rigningu áfram.
Aurinn rann um svokallað svæði C í bænum. MYNDIR/ÓMAR BOGASON
Norræna liggur sem fastast við bryggjuna þrátt fyrir aurinn og leðjuna.
D Ó M S M Á L Sk ipt a me ðfer ð á
þrotabúi EK1923, áður heildsölu
Eggerts Kristjánssonar, lauk í gær
eftir fjögurra ára skiptameðferð.
Skiptin voru ekki átakalaus en það
gekk á með stöðugum kærumálum
skiptastjórans Sveins Andra Sveins
sonar og Skúla Gunnars Sigfússon
ar, fyrrum forsvarsmanns félagsins,
á hendur hvor öðrum.
Sveinn Andri höfðaði fjölda rift
unarmála við skiptameðferðina
og Skúli kvartaði ítrekað undan
störfum hans.
Í tilkynningu um lok skiptanna
segir Sveinn Andri að 6,8 milljónir
hafi verið á reikningum félagsins
þegar það var tekið til gjaldþrota
skipta. Sjö dómsmálum síðar hafi
eignir búsins staðið í 635 milljónum
króna.
„Mikið hefur gengið á við skipti
þessa bús og mörgu tjaldað til. En
það sem skiptir máli þegar upp er
staðið, með góðu samstarfi skipta
stjóra og lögmanna kröfuhafa,
er að gjaldþrotaskiptameðferð
EK1923 ehf. er sú árangursríkasta
í sögu íslensks gjaldþrotaréttar,“
segir í tilkynningu skiptastjórans
sem var augljóslega ánægður með
málalyktir.
Búskröfur og forgangskröfur hafi
fengist greiddar og skiptum lokið
með því að almennar kröfur voru
greiddar að fullu. Rúmur helmingur
eftirstæðra krafna fengust greiddar.
Héraðssaksóknari höfðaði mál
gegn forsvarsmönnum félagsins.
Sakamálið á rætur að rekja til þess
að Sveinn Andri kærði Skúla og
viðskiptafélaga hans til embættis
ins vegna fjármálagerninga á árinu
2016. Eftir rannsókn Héraðssak
sóknara voru Skúli og tveir við
skiptafélagar hans ákærðir fyrir
skilasvik. Aðalmeðferð málsins fór
fram í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær og var Sveinn Andri meðal
þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi.
Gerði hann þar grein fyrir því
hvernig sakarefni málsins blöstu
við honum sem skiptastjóra. – aá
Skiptum lokið
eftir fjögur ár
Sveinn Andri gaf skýrslu í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag.
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð