Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 34
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur. Aðalskipulagsmál Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana: 1. Suðurhlið Langjökuls – Íshellir – Tillaga aðalskipulagsbreytingar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamanna- svæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellir geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins. 2. Stekkatún 1, L222637 og 5, L224218 – Breytt landnotkun – Tillaga aðalskipulagsbreytingar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar að Stekkatúni 1 og 5. Í tillögunni felst að hluta frístundasvæði F73 er breytt í landbúnaðarland. 3. Skálpanesvegur – Námur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö ný efnistökusvæði við Skálpanesveg. 4. Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi – Lýsing aðalskipulagsbreytingar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem er fyrir í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg. Deiliskipulagsmál Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar: 5. Holt, L192736 – Unnarholt land – Deiliskipulag Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. desember að kynna tillögu deiliskipulags vegna nýs deiliskipulags að Holti L192736 í Hrunamannahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining fjögurra byggingarreita, þriggja fyrir íbúðarhús og eins fyrir útihús. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana: 6. Hallandi L166310-166315, Engjar 1-11 – Frístundasvæði – Deiliskipulag Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. desember að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til frí- stundasvæðis F2 innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að afmarka legu lóða og bygg- ingareiti, skilgreina byggingamagn innan svæðisins og stuðla að uppbyggingu þess. 7. Brautarholt L166450 og L179531 – Fjölgun lóða og breyting lóðamarka – Deiliskipulagsbreyting Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. nóvember að auglýsa tillögu deiliskipulags- breytingar að Brautarholti. Í breytingunni felst m.a. að mörk og stærðir lóða breytast innan svæðisins. 8. Brúarhvammur L167071 – Hótelbygging og smáhýsi – Deiliskipulag Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. desember að auglýsa deiliskipulag sem tekur til lands Brúarhvamms L167071. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verður að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitinga- stað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. 9. Hellnaholt, Fossnes – Nýjar lóðir – Deiliskipulag Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. nóvember að auglýsa tillögu deiliskipulags fyrir Hellnaholt, Fossnesi. Deiliskipulagið tekur m.a. til byggingaheimilda fyrir íbúðarhús, hesthús, átta frístundalóða og einnar landbúnaðarlóðar. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrif- stofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/, https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/ Skipulagstillögur og lýsingar eru í kynningu frá 16.12.2020 til og með 8.1.2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 8.1.2021. Deiliskipulagstillögur eru auglýstar með athugasemdafresti frá 16.12.2020 til og með 29.1.2021. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 29.1.2021. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is Vigfús Þór Hróbjartsson Skipulagsfulltrúi UTU Nánari upplýsingar í síma 511 6600 og ratio@ratio.is Kranar Eigum lausa til leigu eða kaups nýlega byggingakrana í nokkrum stærðum. Gott ásigkomuleg og tilbúnir í notkun. LED leiðiskrossar • Gengur fyrir raf- hlöðum eða tengist rafmagni. • Rafhlaða endist um það bil í einn mánuð. Upplýsingar í s. 699 6869 og rafeindir.is Sími 550 5055 | smaar@frettabladid.is Smiðjuvegur 12, rauð gata - S. 566 6630 - gluggagerdin@gluggagerdin.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is Erum við að leita að þér? 8 SMÁAUGLÝSINGAR 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.