Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 18
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það er ekki spurning að það er erfiðara að stunda líkams-rækt utandyra um hávetur á Íslandi. Veðrið versnar, það verður kalt og umfram allt dimmt. Þá getur verið mjög erfitt að fá sig til að fara út að hlaupa eða hjóla, en á meðan líkamsræktarstöðvar eru lokaðar er það eini kosturinn. Hér eru ýmis góð ráð frá sérfræðingum fyrir hlaupa- og hjólreiðafólk sem vill viðhalda æfingum á dimm- asta tíma ársins, sem birtust í The Guardian. Réttu græjurnar Styttri dagar þýða að margir eiga ekki annarra kosta völ en að æfa fyrir sólarupprás eða eftir sólsetur. Þá þarf að huga að búnaði sem er alla jafna ekki nauðsynlegur. Í fyrsta lagi þarf að huga að því að klæða sig vel og vera í lagskipt- um en léttum hlífðarklæðnaði. Margir klikka á því að vera í lögum á fótum og höndum. Svo þarf líka að vera með endurskinsmerki til að gera sig sýnilega(n). Það þarf samt ekki að kaupa nýjan alklæðnað alsettan endurskinsmerkjum heldur er nóg að kaupa aukahluti eins og endur- skinsmerki fyrir úlnlið, ökkla eða mitti, sem auka sýnileika fólks mjög mikið. Á vef Samgöngustofu segir að hjólandi vegfarendur verði að vera vel sýnilegir og mikilvægt sé að vera með öflug ljós, hvítt að framan og rautt að aftan. Skylda er að vera með ljós þegar skyggja tekur og það á að vera endurskin á hjólum, bæði að framan og aftan, á fótstigum og í teinum og það á líka að vera bjalla. Þeir sem hlaupa utan vegar þurfa svo að vera með lampa á hausnum og fjallahjólreiðamenn þurfa að hafa ljós á stýrinu og hjálmi. Hugið að öryggi Margir hafa áhyggjur af öryggi sínu ef þeir ætla að fara að hlaupa um borgina í myrkri. Til að vera Bjóddu myrkrinu birginn Það er miklu erfiðara að fara út að hlaupa og hjóla núna á dimmasta tíma ársins en venjulega, en hér eru nokkur góð ráð sem ættu að hjálpa fólki að viðhalda æfingum í allra mesta myrkrinu. Það er hægt að velja um að fara í dvala yfir veturinn, eða bara bjóða honum birginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY öruggari er gott að halda sig á vel lýstum og fjölmennum svæðum, hlaupa ekki alltaf sömu leið og hlaupa án heyrnartóla. Ef fólk er hikandi við að vera eitt á ferð í myrkrinu getur verið gott að hafa með sér hund eða vin. Þegar heimsfaraldrinum lýkur loks verður líka hægt að finna hlaupa- og hjólreiðahópa til að æfa með. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé aukin hætta á meiðslum í myrkrinu, hvorki við hlaup né hjólreiðar. Fjallahjólreiðar gætu þó verið hættulegri þar sem vegurinn er oft óútreiknanlegur. Það er alltaf skynsamlegt að láta einhvern vita af sér og hafa símann með sér til öryggis, ef eitthvað kemur upp á. Það er líka vissara að vera tilbúin(n) fyrir sprungið dekk. Ný upplifun í boði Ef það er hægt er gott að æfa alltaf á sama tíma. Þá verður það vani og það þarf síður að reiða sig á vilja- styrkinn. Ef það á að æfa snemma að morgni er gott að vera búin(n) að taka fötin sín til kvöldið áður og jafnvel mæla sér mót við einhvern, þá er erfiðara að hætta við. En það er líka mikilvægt að vera ekki of óvæginn við sig, ef það er til dæmis stormur úti er gott að bíða bara betri tíma. Það gæti verið gott að hugsa um æfingar í myrkri sem nýja upp- lifun, en ekki nýja kvöð. Það er allt önnur upplifun að æfa í myrkrinu en dagsbirtu. Allir heimurinn hverfur og það eina sem hugurinn einblínir á er litli ljósbletturinn fyrir framan þig, sem getur virkað eins og hugleiðsla. Það er hægt að velja um að fara í dvala yfir veturinn, eða bara bjóða honum birginn. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.