Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 23
Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Viðræðum strandríkja um skiptingu makríl-kvóta í Norðaustur-At la nt sha f i hef u r verið haldið í gíslingu lagalegrar óvissu um útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu á undanförnum mánuðum, segja viðmælendur Markaðarins. Á síðasta fundi strandríkja um mak- rílveiðar fyrr í haust sendu Bretar í fyrsta sinn eigin fulltrúa, en hingað til hefur ESB samið fyrir hönd Breta um makrílveiðar líkt og annarra aðildarríkja. Bretar telja sig eiga sterkara tilkall til samningaborðs- ins en ESB, þar sem langstærstur hluti þess makrílaf la sem landað er í höfnum innan ESB er veiddur í lögsögu Bretlands. ESB telur sig þó eiga tilkall til áframhaldandi setu við samningaborð makrílveiða. Ástæðan er sú að Norður-Atlants- hafsmakríllinn hrygnir innan írsku lögsögunnar, auk þess sem veiðar eru stundaðar þar í smáum stíl. Núgildandi samningur ESB, Nor- egs og Færeyja um skiptingu á kvóta vegna veiða á makríl rennur út um komandi áramót, en þessir þrír aðilar sömdu sín á milli án aðkomu Íslands eða Grænlands. Á þeim tíma voru aðeins um fimm ár síðan mak- ríllinn hóf að ganga inn í lögsögu Íslands og Grænlands í verulegu magni. Samkvæmt því samkomulagi áttu þessir þrír aðilar að veiða um 84 prósent af leyfilegu heildarmagni, sem ákvarðað var af Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu (ICES). Vart þarf að taka fram að Íslendingar og Græn- lendingar undu því ekki að halda eftir aðeins 16 prósentum leyfilegs afla fyrir sig. Afleiðingin er sú að síð- astliðinn áratug hefur heildarveiði á makríl í NA-Atlantshafi verið vel yfir veiðiráðgjöf ICES. Áður hafði samningaf undur allra strandríkja í Edinborg í mars 2014 ekki skilað árangri. Nokkrum dögum síðar mælti samninganefnd ESB sér mót við Norðmenn og Færey- inga í London, þar sem gengið var frá áðurnefndum samningi. Uppruna- legur samningur ríkjanna þriggja var fyrir árin 2014 til 2018, en sam- starfið var svo framlengt síðastliðin tvö ár til eins árs í senn. Þess má geta að forsvarsmaður samninganefndar ESB árið 2014 var breskur. Þegar kom að framlengingu á samningnum fyrir árin 2019 og 2020 var Bretanum skipt út fyrir Ítala með starfsstöð í Brussel. Á síðasta samningafundi strand- ríkja yfirgnæfði útganga Bretlands úr ESB yfir öll önnur álitaefni tengd makrílveiðum. Einn viðmælandi Markaðarins lýsti fundinum sem störukeppni milli Breta og ESB. Samningamaður Breta var sagður hafa umboð til að halda samtali gangandi milli aðila, en ekkert mikið meira en það þar sem strangt til tekið hafði ESB enn þá umboð Breta, en þeir ganga ekki formlega úr ríkja- sambandinu fyrr en nú um áramótin. Norðmenn og Færeyingar virtust til- búnir að semja við annaðhvort Bret- land eða ESB og voru sagðir í hlut- lausum gír, enda alls ekki á hreinu hvernig viðskilnaður Bretlands við ESB yrði. Sjávarútvegsmál eru helsta bitbein ESB og Bretlands um þessar mundir, en hugsanlegt er að Bretland yfirgefi ríkjasambandið án samnings vegna þess að engin lausn er í sjónmáli í þeim efnum. Ætla má að makríll skipti þar miklu máli, enda er það verðmætasti fiskistofninn í breskri lögsögu og einn þeirra stofna innan hennar sem talinn er í heilbrigðu ástandi, ólíkt öðrum á borð við Norðursjávarþorskstofninn sem hefur verið ofveiddur um margra ára skeið. Einnig er það Bretum enn þá í fersku minni að þegar þeir undir- gengust sameiginlega sjávarútvegs- stefnu ESB á áttunda áratugnum var það meðal annars réttlætt með því að áfram væri hægt að sækja á miðin við Ísland, en allir vita hvernig það fór. Hagur allra er að ná samkomu- lagi um makrílveiðar. Meðal annars vegna þess að máli skiptir á hvaða tíma árs er veitt. Makríllinn er í sínu besta ástandi til manneldis þegar hann hefur nýtt sumarið til að nær- ast við Íslandsstrendur og tekið sundsprettinn aftur suður í átt að Hjaltlandseyjum. Íslenska útgerðin myndi eflaust vilja geta beðið þang- að til seint í ágúst eða byrjun sept- ember með að hefja makrílveiðar til að fá sem hæst afurðaverð og hafa möguleika á því að sækja fiskinn inn í lögsögu Breta eða Færeyinga. Samningaviðræðum strandríkja um makríl hefur  hins vegar verið líkt við kjarasamningaviðræður þar sem samkomulag er milli aðila um flest nema launaliðinn – í þessu tilfelli skiptingu kvótans. Þar sem engin alþjóðleg aðferðafræði er fyrir hendi til að skipta víðförlum upp- sjávarstofnum milli tveggja eða fleiri ríkja, skyldi enginn halda í sér and- anum eftir samningi fyrir vertíðina 2021, nema síður væri. Viðræður um makríl í gíslingu Brexit Bretar sendu fulltrúa sinn á fund strandríkja um makrílveiðar í NA-Atlantshafi fyrr í haust, en ESB hefur alla tíð samið fyrir hönd Breta. Stærstur hluti þess makríls sem veiddur er af fiskiskipum ESB er í lögsögu Breta. Íslendingar enn utan samningsins frá 2014. Makríll gerði vart við sig við Ísland fyrir um áratug síðan. MYND/JÓN JÓNSSON Afleiðingin er sú að síðastliðinn áratug hefur heildarveiði á makríl í NA-Atlantshafi verið vel yfir veiðiráðgjöf ICES. Á frettabladid.is nnur þú.. nýjar fréttir léttar fréttir íþróttafréttir viðskiptafréttir skoðanapistla Halldór og auðvitað blað dagins ásamt eldri blöðum 5M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.