Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 11
Árið 2020 hefur litast af COVID-faraldrinum sem hefur hvar-vetna valdið þungum skakka-
föllum. Skólafólk hefur leyst úr
flókinni stöðu og víða nýtt tækifæri
til að flýta för inn í stafrænan heim
þrátt fyrir þröngan kost.
Í gærkvöld samþykkti borgar-
stjórn fjárhagsáætlun þar sem við
boðum stór skref í innleiðingu staf-
rænnar tækni. Á næstu þremur árum
verður 733 milljónum króna varið í
bættan tölvukost nemenda og starfs-
fólks grunnskóla, leikskóla og frí-
stundastarfs og kennslufræðilegan
stuðning. Með þessu verður öllum
nemendum á unglingastigi grunn-
skóla borgarinnar tryggð tölva til
eigin nota í skólanum og að auki
öllum nemendum með sérþarfir
í öllum árgöngum grunnskólans.
Síðast en ekki síst verður lögð mun
meiri áhersla á kennslufræðilega
ráðgjöf og stuðning til að aukinn
tækjakostur nýtist sem skyldi við
að breyta kennsluháttum í takt við
stafrænan veruleika. Með þessu
leggjum við grunn að því að frum-
kvöðlastarf fagfólks í skólum eins
og Langholtsskóla og Dalskóla sem
hlutu Íslensku menntaverðlaunin á
dögunum nýtist nemendum á jafn-
ræðisgrundvelli í öllum unglinga-
deildum grunnskólanna og síðar á
yngri stigum.
Við samþykktum annað stórmál í
gær með verulegri hækkun fram-
laga til íslenskukennslu barna með
annað móðurmál en íslensku. Þessi
börn standa oftast jafnöldrum
sínum talsvert að baki í íslensku-
kunnáttu og það bil þarf að brúa.
Þess vegna munum við hækka
framlög til íslenskukennslu þessara
nemenda um 144 milljónir króna,
eða rúmlega þriðjung, sem renna
munu bæði til aukinnar og mark-
vissari íslenskukennslu en líka til
að ef la kennslufræðilegan stuðn-
ing og bæta mat á námslegri stöðu
barnanna. Það mat verður forsenda
einstaklingsáætlana sem eru lykill-
inn að því að viðkomandi börn taki
framförum. Við leggjum sérstaka
áherslu á að tryggja nýjum nemend-
um af erlendum uppruna markvissa
íslenskukennslu og hafa það nám í
sérstökum forgangi fyrstu mánuði
þeirra í grunnskólanum.
Jöfn tækifæri barna eru grundvall-
armarkmið okkar í menntamálum
og með þessum aðgerðum stígum
við stórt skref í átt að settu marki.
Birting í
borginni
Skúli Helgason
formaður
Skóla- og frí-
stundaráðs og
borgarfulltrúi
Samfylkingar-
innar
Fyrir stuttu fór fram fyrsta umræða Alþingis um frum-varp til laga um Hálendisþjóð-
garð, sem hefur meðal annars þann
tilgang að skapa breiðan samstarfs-
vettvang fyrir þá sem bera tilfinn-
ingar til hjarta landsins.
Í núverandi fyrirkomulagi felst
vandi hálendisins fyrst og fremst
í því að sveitarfélög hafa einungis
umráð innan sinna eigin marka,
sem þýðir að yfirsýn hvers sveitar-
félags er takmörkuð og erfitt getur
verið að átta sig á því hver beri raun-
verulega ábyrgð á umsjón svæðisins
sem heildar. Viðhorf samfélagsins til
náttúrunnar hafa jafnframt þroskast
töluvert á síðustu árum, sem meðal
annars kallar á að stjórnvöld skapi
breiðari samstarfsgrundvöll fyrir
þetta þýðingarmikla svæði. Eftir að
hafa horft á þingumræðuna á vef
Alþingis, sem eru litlar átta klukku-
stundir, virðist einmitt vera nokkuð
ljóst að helsta áskorunin felist í því
hvernig fólk vinnur saman. Fram
komu áhyggjur af sambandi ríkis
og sveitarfélaga, náttúruverndar
og orkuvinnslu, ferðamennsku og
stjórnvalda en það liggur í augum
uppi að í núverandi fyrirkomulagi
hefur ekki tekist að skapa víðtæka
sátt um hvernig vinna skuli saman.
Þetta er afar óheppilegt, því líkt
og margir hafa bent á er hálendið
nú þegar í góðum höndum og því
skrítið að hugsa til þess að hlutirnir
séu samt ekki að ganga nógu vel.
Einfalda svarið er að jafnvel þótt
hálendið sé nú þegar í góðum hönd-
um, þá eru verkfærin okkar einfald-
lega ekki nógu góð. Stjórnkerfið er jú
bara verkfæri sem við höfum skapað
til að styðja við samfélagið og þarfn-
ast reglulegrar endurskoðunar til að
sníða af því vankanta og bregðast við
nýjum áskorunum.
Nú hefur almenningur frest til
1. febrúar 2021 til að kynna sér
frumvarp til laga um Hálendisþjóð-
garð og senda inn umsagnir. Ég vil
því hvetja alla sem bera tilfinningar
til hjarta landsins til að rýna í frum-
varpið eftir besta megni og leggja
fram sínar tillögur um hvernig betur
mætti fara. Þannig verður auðveld-
ara fyrir Alþingi að gera sér grein
fyrir hinum ýmsu sjónarmiðum
þjóðarinnar, sem hjálpar okkur að
hlúa betur að hálendinu í samein-
ingu. Margar hendur vinna létt verk.
Margar hendur vinna létt verk
Pétur
Halldórsson
stjórnarmeðlim-
ur í Landvernd
Það mat verður forsenda
einstaklingsáætlana sem eru
lykillinn að því að viðkom-
andi börn taki framförum.
Skáldsaga
um
ást
og
geðveiki
og
huggun
eftir
Elísabetu
Jökulsdóttur
„Það er svo gaman að sjá hana
stíga inn í form sem hún hefur
fullkomið vald á.“
ÞORGEIR TRYGGVASON / KILJAN
„Aprílsólarkuldi er tilfinningarík
og ljóðræn frásögn um föðurmissi,
ást, sorg og geðveiki. Næmni Elísa-
betar Jökulsdóttur sem sést hefur
í ljóðum hennar skilar sér vel
í skáldsagnaforminu.“
UMSÖGN DÓMNEFNDAR
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA Innbundin Rafbók
„Ljóðræn og manneskjuleg saga
sem býr yfir mögnuðum galdri.“
G U Ð R Ú N B A L D V I N S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0