Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 27
Okkur er oft stillt
upp frammi fyrir
gífurlega hárri tölu en engu
samhengi.
Gunnar Dofri Ólafsson, þýðandi
bókarinnar Raunvitund
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Í samráðsgátt stjórnvalda hafa nú verið birt drög að frumvarpi til nýrra laga um markaðssvik
sem ætlað er að leysa af hólmi
núgildandi ákvæði laga um verð-
bréfaviðskipti um meðferð inn-
herjaupplýsinga, viðskipti innherja
og markaðsmisnotkun. Með lög-
unum verður innleidd í íslenskan
rétt, með tilvísunaraðferð, reglu-
gerð Evrópusambandsins og ráðs-
ins (ESB) nr. 596/2014 um markaðs-
svik (MAR). Við gildistöku laganna
munu sömu reglur gilda hér á landi
og í ríkjum Evrópusambandsins
hvað varðar meðferð innherjaupp-
lýsinga og markaðsmisnotkun.
Um er að ræða afar jákvætt skref
fyrir íslenskan fjármálamarkað og
markaðsaðila alla.
Eitt þeirra nýmæla sem frum-
varpið mælir fyrir um eru sérstök
ákvæði um svokallaðar markaðs-
þreifingar (e. market soundings).
Með markaðsþreifingum er átt við
samskipti milli seljanda fjármála-
gerninga (eða ráðgjafa hans) og
eins eða f leiri mögulegra fjárfesta,
áður en viðskipti eru gerð opin-
ber, til að kanna áhuga fjárfesta á
hugsanlegum viðskiptum og verð-
lagningu þeirra, umfangi og upp-
byggingu. Slíkar þreifingar, sem
geta bæði átt sér stað í aðdraganda
frumútboðs fjármálagerninga eða
vegna fjármálagerninga sem þegar
hafa verið teknir til viðskipta á
skipulegum markaði, kunna eðli
máls samkvæmt að kalla á miðlun
innherjaupplýsinga. Miðlun slíkra
upplýsinga er alla jafna óheimil.
Markaðsþreifingar hafa hins vegar
verið álitnar nauðsynlegt tæki til
að tryggja skilvirkni f jármála-
markaða.
Þótt engin sérstök ákvæði séu
í núgildandi lögum hefur þess
vegna verið litið svo á að þegar
innherjaupplýsingum er miðlað
við markaðsþreifingar geti miðl-
unin talist hafa átt sér stað í „eðli-
legu sambandi við starf, stöðu eða
skyldur þess sem upplýsingarnar
veitir“ og feli þar af leiðandi ekki
í sér inn herja svik. Ákveðin óvissa
kann því að vera til staðar undir
þessum kringumstæðum sam-
kvæmt núgildandi lögum. Ákvæði
MAR mæla aftur á móti fyrir
um ítarlegar reglur um hvernig
markaðsaðilar skuli bera sig að
við markaðsþreifingar. Sé regl-
unum fylgt teljast markaðsaðilar
falla innan fyrirfram skilgreinds
verndarsvæðis (e. safe harbor) og
geta treyst því að miðlun þeirra á
innherjaupplýsingum sé lögmæt.
Reg lu r M A R u m ma rk aðs-
þreifingar gilda að meginstefnu
til um útgefendur skráðra f jár-
m á l ager n i ng a , f r a m s elja nd a
skráðra fjármálagerninga þegar
fyrirhuguð viðskipti uppfylla til-
tekin skilyrði og aðila sem kemur
fram fyrir hönd eða fyrir reikning
þessara aðila. Til að falla innan
verndarsvæðis reglnanna þurfa
framangreindir aðilar að fullnægja
nánar tilgreindum efnisskilyrðum
þegar þeir miðla upplýsingum við
markaðsþreifingar. Í stuttu máli er
markaðsaðila skylt, áður en hann
framkvæmir markaðsþreifingar, að
meta hvort markaðsþreifingin feli
í sér miðlun innherjaupplýsinga
og skjalfesta þá niðurstöðu sína.
Telji viðkomandi markaðsaðili
að um innherjaupplýsingar sé að
ræða þarf hann að af la sérstaks
samþykkis þess aðila sem miðla á
upplýsingunum til hvort hann vilji
móttaka innherjaupplýsingar og
upplýsa móttakandann um marg-
víslegar kvaðir því samfara.
Efnisskilyrðin eru svo nánar
útfærð í viðbótar- og innleiðingar-
reglugerðum MAR. Þar er tilgreint
með nákvæmum hætti hvernig
markaðsþreifingar og miðlun upp-
lýsinga skuli eiga sér stað, hvaða
upplýsinga skuli af lað frá mót-
takanda, hvernig upplýsingum
skuli miðlað og hvaða upplýsingar
markaðsaðili skuli skrásetja og
varðveita. Til viðbótar hafa verið
útfærðir tilteknir tæknistaðlar um
þau kerfi og sniðmát sem markaðs-
aðilar skulu notast við þegar þeir
miðla upplýsingum á grundvelli
markaðsþreifinga.
Ákveðnar skyldur hvíla einnig
á þeim aðilum sem móttaka upp-
lýsingar á grundvelli markaðsþreif-
inga. Evrópska verðbréfamarkaðs-
eftirlitið, ESMA, hefur gefið út
leiðbeiningareglur fyrir þá aðila.
Samkvæmt leiðbeiningunum skulu
móttakendur upplýsinga útfæra
innri verkferla þar sem meðal
annars er skilgreint hverjir það eru
innan viðkomandi lögaðila sem
skulu taka á móti upplýsingunum
og til hvaða aðgerða þeir aðilar
eiga að grípa þegar upplýsingar
eru mótteknar. Meðal fyrstu verk-
efna þeirra er að meta með sjálf-
stæðum hætti hvort þeir hafi mót-
tekið innherjaupplýsingar. Skiptir
engu í því sambandi hvort sá sem
miðlaði upplýsingunum hafi talið
að viðkomandi upplýsingar væru
ekki innherjaupplýsingar. Þá þarf
móttakandi upplýsinga að skil-
greina hvort innherjaupplýsingar
sem hann hefur móttekið nái jafn-
framt til annarra fjármálagerninga
eða útgefenda en viðkomandi við-
skipti ná beinlínis til. Niðurstöður
þessar þarf móttakandi svo að skrá
og varðveita með ákveðnum hætti.
Af framangreindu leiðir að inn-
leiðing ákvæða MAR um markaðs-
þreifingar í íslenskan rétt mun hafa
talsverð áhrif á markaðsaðila hér-
lendis, meðal annars útgefendur
skráðra fjármálagerninga, stóra
fjárfesta og ráðgjafa á markaði.
Markaðsaðilar þessir munu þurfa
að tileinka sér nýtt formfastara
verklag þegar þeir eiga samskipti
á grundvelli markaðsþreifinga.
Þáttur í því breytta verklagi ætti
að vera innleiðing verkferla um
hvernig staðið skuli að miðlun upp-
lýsinga við framkvæmd markaðs-
þreifinga annars vegar og móttöku
upplýsinga vegna þeirra hins vegar.
Mikilvægt er að slíkir verkferlar
séu þannig uppsettir og innleiddir
að þeir tryggi að reglum MAR sé
fylgt þannig að viðkomandi mark-
aðsaðilar geti treyst því að verklag
þeirra falli innan verndarsvæðis
reglnanna og miðlun þeirra á inn-
herjaupplýsingum sé lögmæt.
Markaðsþreifingar á fjármálamarkaði
Stefán Orri
Ólafsson
lögmaður og
meðeigandi á
LEX lögmanns-
stofu
Markaðsaðilar
munu þurfa að
tileinka sér nýtt formfastara
skipulag þegar þeir eiga
samskipti á grundvelli
markaðsþreifinga.
Hans Rosling, höf-undur bókarinnar Factfulness, eða R a u n v i t u n d á íslensku, er ekki að uppræta þekk-
ingarleysi heldur kerfisbundnar
ranghugmyndir sem byggja ekki
á skorti á upplýsingum heldur
röngum upplýsingum um heiminn.
Þetta segir Gunnar Dofri Ólafsson,
þýðandi bókarinnar, sem kom út
fyrir skemmstu hjá forlaginu Sölku.
Gunnari Dofra þykir áhugavert
að fólk sjái almennt ekki að heim-
urinn sé betri en flestir halda. „Það
féllu allir á prófi um stöðu mála í
heiminum sem Rosling lagði fyrir
fólk, sama hve vel menntað það var
eða hvaða stöðu það gegndi í sam-
félaginu.“
Rosling var sænskur læknir og
prófessor í hnattrænni lýðheilsu-
fræði. Fyrri hluta starfsævinnar
starfaði hann sem læknir í löndum
þar sem örbirgð var allsráðandi
og sá hana því með eigin augum.
Bókina skrifaði Rosling með hjálp
sonar síns og tengdadóttur, „eigin-
lega á dánarbeðinum í kapphlaupi
við krabbamein,“ upplýsir Gunnar
Dofri.
„Þegar ég las hana í svo til einum
rykk fann ég hvað hún hafði mikil
áhrif á mig. Raunvitund er ekki
þurr upptalning á staðreyndum
heldur tilraun Rosling til að hjálpa
okkur að sjá kerfisbundnar rang-
hugmyndir sem blinda okkur á þær
framfarir sem hafa orðið undan-
farin ár, áratugi og árhundruð,“
segir hann.
Hvað getum við gert til að öðlast
raunsærri sýn á heiminn, að mati
Hans Rosling?
„Iðkað raunvitund, sem er orða-
leikur á núvitund, og lifað þannig
í rauninni eins og okkur er rétti-
lega kennt að lifa í núinu. Tileinkað
okkur að vera gagnrýnin á þær upp-
lýsingar sem við fáum. Gott dæmi er
að finna í fimmta kafla bókarinnar.
Okkur er oft stillt upp frammi fyrir
gífurlega hárri tölu en engu sam-
hengi. Hvað finnst þér til dæmis
um að árið 2016 dóu 4,2 milljónir
barna áður en þau náðu eins árs
aldri? Ég skal segja þér hvað það er,
það er hræðilegt. Það er ömurlegt í
alla staði. Heimurinn er ekki góður
staður. En árið 1950 dóu 14,4 millj-
ón börn áður en þau urðu eins árs. Á
tímabilinu 1950 til 2016 dróst ung-
barnadauði ótrúlega mikið saman,
sérstaklega þegar horft er til þess
að miklu f leiri börn fæddust árið
2016 en 1950. Þannig að já, heimur
þar sem 4,2 milljónir barna deyja
áður en þau verða eins árs er ekki
góður heimur. En hann er betri en
hann var árið 1950. Og við þurfum
að halda áfram að bæta hann.“
Gunnar Dofri segir að Rosling
leggi til að fólk f lokki ekki lönd
sem ýmist rík eða fátæk heldur gróf-
flokki þau í fjögur þrep eftir tekjum,
þar sem þær tvöfaldast milli þrepa.
Enn fremur bendi höfundur bókar-
innar á að fólk í öllum löndum sé í
öllum þrepum. „Um fimm af þeim
ríf lega sjö milljörðum sem deila
plánetunni með okkur búa hvorki
við örbirgð né heldur ríkidæmi
eins og við á Vesturlöndum. Þessir
fimm milljarðar eru einhvers staðar
þarna á milli. Hans Rosling leggur
ofuráherslu á að það er himinn og
haf á milli þess að búa við örbirgð á
þrepi eitt eða við fátækt á þrepi tvö.
Í augum okkar Íslendinga virðast
allir sem hafa það ekki jafngott
og við hafa það slæmt, en fólk sem
hefur fundið á eigin skinni að fara
upp um þrep, sérstaklega af þrepi
eitt á þrep tvö myndi segja muninn
vera gríðarmikinn.“
Bókin fjallar um að heimur batn-
andi fer. Nú hefur COVID-19 snúið
öllu á hvolf og fátækt aukist í heims-
faraldrinum. Á bókin enn erindi við
lesendur?
„Tv ímæla lau st . A f leiðinga r
faraldursins eru einmitt til marks
um hvað hann er rosalegur. Milli
áranna 1997 og 2017 lækkaði hlut-
fall þeirra sem búa við örbirgð, sem
er skilgreind sem 1,9 Bandaríkjadal-
ir á dag, úr 29 prósentum mannkyns
í 9 prósent, á sama tíma og mann-
kyni fjölgaði úr sex milljörðum í sjö
og hálfan Þessi breyting samsvarar
því að rúmlega 130.000 manns hafi
brotist úr örbirgð á hverjum einasta
degi í 20 ár. Það að faraldurinn hafi,
vonandi tímabundið, snúið þess-
ari þróun við, segir okkur að við
verðum að halda áfram að styðja
alþjóðastofnanir sem aðstoða
fátæk lönd, halda áfram að tryggja
stúlkum menntun og halda áfram
að koma í veg fyrir að eitthvað
jafnsmávægilegt og niðurgangur
geti drepið fólk þegar við komum
böndum á faraldurinn.“
Raunvitund upprætir ranghugmyndir
Þýðanda bókarinnar Factfulness þykir áhugavert að fólk sjái almennt ekki að heimurinn sé betri en flestir halda. Hans Rosling,
höfundur bókarinnar, leggur til að fólk flokki ekki lönd sem ýmist rík eða fátæk heldur grófflokki þau í fjögur þrep eftir tekjum.
Gunnar Dofri Ólafsson þýðandi bókarinnar Factfulness. MYND/VALLI
Fréttaflutningur of neikvæður
Hans Rosling gagnrýndi frétta-
flutning í bók sinni Raunvitund.
„Fréttaflutningur er að mati
Hans Rosling oft miðaður að því
neikvæða og í hvert skipti sem
við fréttum eitthvað af umheim-
inum, sem er mjög stór og fjöl-
mennur staður, er það neikvætt,“
segir Gunnar Dofri. „Síbylja nei-
kvæðra frétta utan úr heimi fær
okkur til að halda að heimurinn
sé miklu verri og hættulegri
staður en hann raunverulega er.
Tökum flug sem dæmi. Á hverju
ári, í því sem var eðlilegt ástand
fyrir tæpu ári, tóku 40.000.000
flugvélar á loft í millilanda-
flugi og 40.000.000 flugvélar
í áætlanaflugi lentu heilu og
höldnu. Það er engin frétt. Einu
skiptin sem við heyrum af flug-
vélum er þegar eitthvað fer
úrskeiðis. Og því er kannski alveg
eðlilegt að við höfum þá mynd
af flugi að það sé hættulegt. Það
að fjalla um flugslys er auðvitað
ekki óeðlilegt, en að halda að
fréttaflutningur af flugslysum sé
lýsandi fyrir áætlanaflug er mjög
óeðlilegt.“
9M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN