Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Barnamála-
ráðherra
hefur nú
tækifæri til
að fara að
vilja lands-
manna og
sýna þeim
mannúð og
gæsku sem
allra mest
þurfa á
henni að
halda.
Verði sjálf-
stæður réttur
hvors for-
eldris aðeins
4 mánuðir
eins og virðist
stefna í en
afgangur
framseljan-
legur er það
til þess fallið
að stuðla að
bakslagi í
jafnréttis-
málum.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn
www.lyfsalinn.is
BÍLAAPÓTEK
VIÐ VESTURLANDSVEG
Eitt stykki „læk“
Í hliðarveruleika starfaði ráð
herra eitt sinn hjá Dósamóttöku
ehf. Í fjölmiðli sem heyrir
undir menntamálaráðherra
var ítarlega fjallað um meinta
mútustarfsemi fyrirtækisins í
Moldavíu. Ráðherrann lofar að
mál Dósamóttökunnar rati ekki
á sitt borð. Ráðherrann segir
ekkert um málið opinberlega og
kveðst hlutlaus þar sem málið
sé í rannsókn. Svo kemur færsla
á Andlitsbók um að umfjöllun
um Dósamóttökuna sé ekkert
nema nornaveiðar. Ráðherrann,
sem ræðir aldrei málið, setur
persónulegt „læk“ við færsluna.
Hvernig eigum við, í okkar
veruleika, að túlka það? Líklega
er besta leiðin, ef hann ætlar á
kosningaári að reyna að höfða til
meginþorra kjósenda sem telur
Dósamóttökuna vera þrælseka,
að næsta ferð verði til Moldavíu.
Frumkvæði
Stundum tekur of langan tíma
að bíða eftir opinberum fram
kvæmdum. Um langa hríð hafa
vegfarendur beðið langeygir
eftir vegabótum á landsbyggð
inni. Fundir hafa verið haldnir
og bréf skrifuð. Enda biðu þeir
ekki boðanna þegar ljóst var
að slitlag var á lausu á veginum
norður í land og hafa nú staðið
fyrir umfangsmiklum f lutn
ingum á þessu slitlagi í aðra
landshluta. Til f lutninganna
nota þeir eigin farartæki og taka
ekki krónu fyrir.
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Sá góði árangur sem Ísland státar af náðist ekki bara
með tímanum. Við eigum framsækin fæðingarorlofs-
lög, lög um jafnlaunavottun sem og lög um kynja-
kvóta í stjórnum. Við erum meðvituð um þýðingu
þess að dagvistun sé aðgengileg. Í þessu ljósi ættum
við að sjá frumvarp um fæðingarorlof sem lengir
fæðingarorlof foreldra og tryggir báðum foreldrum
sjálfstæðan rétt til orlofs, í þeim tilvikum þar sem
tveir foreldrar eru til staðar.
Öll Norðurlöndin hafa fært foreldrum 12 mánaða
fæðingarorlof og þessi breyting er þess vegna
tímabær. Ísland hefur rekið lestina. Það skiptir
sömuleiðis máli að tekjuhámark verði hækkað svo
foreldrar verði ekki fyrir miklu tekjufalli við töku
fæðingarorlofs. Vitaskuld er í þágu barna að foreldrar
þurfi ekki að láta hluta fæðingarorlofs niður falla.
Forsenda fæðingarorlofslaganna er að réttur til launa
í fæðingarorlofi sé einstaklingsbundinn og nálgunin
er að barn, sem á tvo foreldra, eigi rétt til samvista við
þá báða á fyrstu mánuðum lífsins. Jafn réttur tryggir
hagsmuni barns sem og foreldra.
Þá er grundvallaratriði fyrir jafnrétti á vinnu-
markaði að gert sé ráð fyrir að mæður jafnt sem feður
hverfi um tíma af vinnumarkaði vegna fæðingaror-
lofs. Nú eru 20 ár frá því að gildandi lög um fæðingar-
og foreldraorlof voru sett. Með þeirri lagasetningu
var feðrum í fyrsta sinn tryggður sjálfstæður réttur
til fæðingarorlofs. Lögin voru þýðingarmikil rétt-
arbót fyrir karlmenn og fólu í sér viðurkenningu á
hlutverki þeirra.
Þegar fæðingarorlofslögin voru sett var litið til
Íslands fyrir framsækna jafnréttislöggjöf. Verði sjálf-
stæður réttur hvors foreldris aðeins 4 mánuðir eins
og virðist stefna í en afgangur framseljanlegur er það
til þess fallið að stuðla að bakslagi í jafnréttismálum,
framkalla þau neikvæðu áhrif að karlar taki styttra
fæðingarorlof, veikja hlut kvenna á atvinnumarkaði
og skerða rétt barna til samvista við báða foreldra á
fyrstu mánuðum ævinnar.
Bakslag í jafnréttismálum?
Þorbjörg Sigríð
ur Gunnlaugs
dóttir
þingmaður Við-
reisnar
Í nýrri samantekt dómsmálaráðuneytisins um lagaumhverfi og meðferð íslenskra stjórn-valda á málum flóttabarna er lagt til að barnaverndar yfirvöldum verði falin móttaka og umsjón með þeim börnum sem koma hingað einsömul utan úr heimi í leit að vernd. Saman-
tektin ber með sér að hagsmunir þessara barna hafi
ekki alltaf verið í fyrirrúmi hér á landi.
Í haust sagði Háskóli Íslands sig frá samstarfi við
Útlendingastofnun um tanngreiningar á börnum
til að ákvarða aldur þeirra. Frumkvæðið kom frá
nemendum sem mótmælt höfðu þátttöku skólans í
þessum vafasömu vísindum. Nú mælir dómsmála-
ráðuneytið með því að aldursgreiningar verði færðar
frá Útlendingastofnun til barnaverndaryfirvalda.
Sérfræðingar í málefnum barna þrói aðferðir til slíkra
greininga sem styðjist við viðurkenndar læknisfræði-
legar rannsóknir og mat á þroska barna.
Á undanförum árum hefur mikið púður verið sett
í endurskoðun á íslenskri löggjöf um málefni útlend-
inga. Öll sú endurskoðun hefur ekki dugað til að
venjulegir Íslendingar sem vilja taka vel á móti stríðs-
hrjáðu fólki, taki kerfið í sátt og beri til þess traust.
Líkt og svo ótalmörg dæmi sanna, gerir ný heildar-
löggjöf um mikilvæga málaflokka aðeins takmarkað
gagn ef þær stofnanir sem starfa á grundvelli þeirra
virka ekki sem skyldi og fylgja ekki anda nýrra
laga. Ekki er til betra dæmi um þetta hér á landi en
Útlendingastofnun, enda lítur meginþorri manna svo
á að þar ríki meiri útlendingaandúð en annars staðar
í samfélaginu. Þegar mikilvægir málaflokkar um þjón-
ustu við viðkvæma einstaklinga sæta endurskoðun er
því full ástæða til að taka menningu þeirra stofnana
sem tryggja eiga þjónustuna einnig til skoðunar og
hvort hugarfarið er í samræmi við hlutverk þeirra.
Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað sett ofan í við
stofnanir sem brugðist hafa þeirri skyldu að sýna fólki
mannúð, skilning, sanngirni og þolinmæði. Í síðustu
viku fékk Tryggingastofnun á baukinn frá Umboðs-
manni fyrir að fara offari í innheimtuaðgerðum
gegn konu sem fengið hafði ofgreiddar bætur. Konan
missti að lokum heimili sitt eftir að TR hafði krafist
nauðungarsölu á því. Upp úr þeirri mannvonsku hafði
stofnunin 65 þúsund krónur.
Nú stendur fyrir dyrum heildarendurskoðun á allri
barnaverndarlöggjöfinni, sem dómsmálaráðuneytið
leggur einmitt til að taki fylgdarlaus og stríðshrjáð
börn í fangið. Tækifæri hefur nú opnast fyrir Ásmund
Einar Daðason, sem sjálfur kaus að kenna ráðuneyti
sitt við málefni barna, til að fara að vilja landsmanna
og sýna þeim mannúð og gæsku sem allra mest þurfa
á henni að halda. Hans nýja kerfi stendur og fellur
með því að börn sem hingað leita skjóls fái ekki bara
mannsæmandi þjónustu og umönnun, heldur réttláta
málsmeðferð sem lyktar með því að þau fái hér að vera
kjósi þau það sjálf.
Hin nýja löggjöf mun þó ekki tryggja þessar mála-
lyktir að fullu. Það verður fólkið sem starfar innan
barnaverndarkerfisins sem ákveður þegar öllu er á
botninn hvolft hvort það virkar eins og því er ætlað.
Prófsteinn
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN