Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 26
Ma t o r k a , s e m s é r h æ f i r s i g í u m hver f i s -vænu fiskeldi á laxfiskum hér á landi, gek k
nýlega frá umsvifamikilli f jár-
mögnun til þess að renna stoðum
undir verulega aukningu á fram-
leiðslugetu.
„Árið í ár verður fyrsta árið sem
við framleiðum meira en 1.000
tonn,“ segir Árni Páll Einarsson,
framkvæmdastjóri Matorku, í sam-
tali við Markaðinn. Hann tók við
sem framkvæmdastjóri árið 2013,
þegar fyrirtækið var tveggja ára
gamalt og framleiddi einungis 50
tonn. Síðan þá hafa umsvifin meira
en tuttugufaldast.
Helsta afurð Matorku er alís-
lensk bleikja, en félagið hóf einnig
slátrun á sjóbirtingi í febrúar síð-
astliðnum, og er með leyfi til lax-
eldis. Vaxtaráform fyrirtækisins
eru mjög metnaðarfull en þar sem
hótel og veitingastaðir eru stór hluti
af viðskiptavinahópi Matorku, setti
kórónaveiran strik í reikninginn.
„Vöxturinn hefði verið mun
meiri ef ekki hefði verið fyrir þessa
veiru,“ segir Árni og bætir við að
framleiðslan í ár verði um 1.000
tonn og vaxi um 20 prósent á milli
ára. „Þetta er tala sem við ætlum að
margfalda. Á næsta ári stefnum við
á að fara upp í 2.000 - 2.500 tonn og
árið þar á eftir ætlum við að fullnýta
núverandi framleiðslueiningu.“
Matorka er með eldisstöðvar í
Grindavík, seiðaeldi að Fellsmúla
í Landsveit á Suðurlandi og jafn-
framt fiskvinnsluhús í Grindavík
sem sinnir f lökun, frystingu og
pökkun. Uppbygging á eldiseiningu
í Grindavík, sem tvöfaldar fram-
leiðslugetuna úr 1.500 tonnum upp
í 3.000 tonn á ári, kláraðist á árinu
sem er að líða.
„Þegar kemur að því að framleiða
laxfisk í sláturstærð þá var fisk-
eldisstöðin okkar í Grindavík fyrsta
stöðin til að vera byggð hér á landi
í áratugi. Þess vegna er hún mun
þróaðri en aðrar stöðvar. Við höfum
fjárfest um 20 milljónum dollara í
framleiðsluferlinu og erum fyrir
vikið með glænýja stöð þar sem við
nýtum nýjustu tækni og framfarir í
fiskeldi,“ segir Árni.
Þá hefur félagið einnig fengið
leyfi fyrir standandi lífmassa upp á
6 þúsund tonn, sem þýðir að á hverj-
um tímapunkti mega vera 6 þúsund
tonn af lifandi fiski í stöðinni.
Tekjur Matorku á síðasta ári
námu rétt tæplega 700 milljónum
króna og jukust um 28 prósent á
milli ára. Þær verða tæplega millj-
arður á þessu ári að sögn Árna. Þá
var EBITDA félagsins – rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir, f jár-
magnsliði og skatta – jákvæð um 76
milljónir króna.
Matorka gekk nýlega frá endur-
fjármögnun hjá Arion banka upp á
1.300 milljónir króna og vinnur að
hlutafjáraukningu upp á rúmlega
400 milljónir króna. Kvika banki
hefur veitt fyrirtækinu ráðgjöf í
fjármögnunarferlinu.
„Við erum ágætlega fjármagn-
aðir til að takast á við mikinn vöxt á
næstu árum,“ segir Árni og bætir við
að stefnan sé sett á skráningu hér
heima, eða erlendis, í framtíðinni.
Eignarhald í Matorku skiptist
nokkurn veginn jafnt milli inn-
lendra og erlendra fjárfesta. Stærsti
hluthafinn er svissneska eignar-
haldsfélagið Matorka Holding AG,
en eftir því sem Markaðurinn kemst
næst miðar fjármögnun Matorku
meðal annars að því að losa um
eignarhlut svissneska eignarhalds-
félagsins. Næststærsti hluthafinn
er hollenski sjóðurinn Aqua Spark,
sem sérhæfir sig í fjárfestingum í
sjálf bæru fiskeldi.
Þá eru þrír innlendir fjárfestar
á lista yfir tíu stærstu hluthafa
Matorku. Inning ehf., félag Bjarna
K ristjáns Þor varðarsonar, fer
með rúmlega 8 prósenta hlut. Eld-
hrímnir ehf., sem er í eigu hjónanna
Ingimundar Sveinssonar arkitekts
og Sigríðar Arnbjarnardóttur, auk
þriggja barna þeirra, á þriggja pró-
senta hlut og P 126 ehf., félag Einars
Sveinssonar fjárfestis, er með rúm-
lega tveggja prósenta hlut.
Af hverju landeldi en ekki sjó
kvíaeldi?
„Mörg umhverfisvandamál sam-
tímans eru tengd hafinu eins og
súrnun sjávar og mengun. Þetta
má rekja beint til mannfólksins og
með því að færa framleiðsluna upp
á land er verið að gera það sem hægt
er til þess að vernda lífríki hafsins í
kringum okkur,“ segir Árni Páll.
„Auk þess kemurðu í veg fyrir
þessa erfðamengun sem fólk er
hrætt við að sjókvíaeldi geti valdið,
til dæmis að lax úr eldiskvíum
strjúki og erfðablandist villtum
stofnum sem eiga nú þegar undir
högg að sækja. Svona hlutir gera
það að verkum að maður fer með
framleiðsluna upp á land og býður
kúnnanum upp á annan valkost
hvað varðar laxfiska.“
Þá er hreinleiki vörunnar eitt af
því sem höfðar til sístækkandi við-
skiptavinahóps Matorku. „Í land-
eldinu erum við blessunarlega laus
við notkun á hinum og þessum
efnum sem þarf að nota á laxalús
í sjó. Okkar kúnnar vilja að sjálf-
sögðu fá góða vöru á góðu verði en
heilsusjónarmiðin og umhverfis-
sjónarmiðin eru farin að vega
þyngra og þyngra.“
Aðspurður segir Árni að land-
eldi á laxfiskum muni þó aldrei
geta komið í stað sjókvíaeldis þrátt
fyrir umhverfissjónarmiðin. Fram-
leiðsla á landi er mun minni en í
sjókvíunum og fyrirséð er að lax-
fiskaframleiðsla heimsins þurfi að
margfaldast á næstu áratugum til
að halda í við eftirspurnina. Hluti af
þessari framleiðsluaukningu mun
koma úr landeldi.
Felst ekki meiri rekstrarkostnaður
í landeldinu?
„Það er viðloðandi við þennan
bransa að fólk heldur að rekstrar-
kostnaður á landi sé gríðarlega hár.
En vegna þess hvað það er orðið
gríðarlega dýrt að berjast við lax-
alús í sjó þá er okkar framleiðslu-
kostnaður í raun mjög sambærileg-
ur við sjókvíaeldi. Það kostar um 1-2
milljarða dollara ári að berjast við
laxalús á heimsvísu. Á landi erum
við alveg laus við þetta kostnaðar-
sama vandamál,“ segir Árni.
Matorka er ekki í Landssambandi
fiskeldisstöðva. Fara hagsmunir
landeldis og sjókvíaeldis saman?
„Hlutirnir hafa þróast þannig að
við erum ekki í þessum samtökum.
Á heildina litið held ég að landeldi
og sjókvíaeldi eigi þó sameiginlega
hagsmuni að mörgu leyti, sérstak-
lega þegar kemur að öflugu mark-
aðsstarfi fyrir íslenskan eldisfisk á
erlendri grundu. Einnig hvað varðar
ráðgefandi hlutverk varðandi reglu-
gerðir og lagasetningu.“
Er eitthvað sem kemur í veg fyrir
uppgang landeldis á Íslandi?
„Það tekur gríðarlega langan tíma
að fá leyfi til fiskeldis. Leyfismál í
fiskeldi á Íslandi eru orðin svo svifa-
sein að það vekur óhug þeirra sem
vilja fara út í þennan bransa. Við
erum til dæmis nýbúin að fá leyfi til
stækkunar og það tók heil fjögur ár.
Það er langur tími fyrir ung, eða ný,
fyrirtæki sem eru með fólk í vinnu
og eru ekki endilega fullfjármögn-
uð. Almennt má segja regluverkið
sé nokkuð sanngjarnt en tafir vegna
leyfisveitinga flækjast fyrir.“
Matorka í miklum vaxtarfasa
Fiskeldisfyrirtækið Matorka mun stórauka framleiðslu sína á næstu árum. Þúsund tonn á þessu ári og stefna á meira en tvöföldun á
því næsta. Luku nýlega við umfangsmikla fjármögnun. Heilsusjónarmið og umhverfissjónarmið eru farin að vega æ þyngra.
Árni Páll Einarsson tók við sem framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Matorku árið 2013, þegar fyrirtækið var tveggja ára gamalt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
✿ Velta Matorku (m.kr.)
2015 4,7
2016 18,5
2017 172,3
2018 545,1
2019 698,1
2020 (áætlað) 900
Það kostar um 1-2
milljarða dollara á
ári að berjast við laxalús á
heimsvísu. Á landi erum við
alveg laus við þetta kostn-
aðarsama vandamál.
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN