Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 4
4 0 FERSK, FYNDIN OG FORVITNILEG Fyrstu þrjár ljóðabækur Einars Más Guðmunds- sonar eru nú gefnar út að nýju, þrjár saman í einni, í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin síðan skáldið þusti fram á sjónarsviðið. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga fram að jólum | www.forlagid.is DÓMSMÁL Fyrrverandi skipverji á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur stefnt útgerðinni Hraðfrysti- húsinu Gunnvöru fyrir ólögmæta uppsögn. Hafði hann starfað á skipinu í tæp níu ár til ársins 2016 en býr nú í Noregi. Jónas Þór Jónasson, lögmaður mannsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir hann hafa glímt við skammvinn andleg veikindi og slitið hásin í bumbu- bolta. Þá hafi hann verið látinn fara. Krafan í málinu sé rúmar 5 milljónir króna vegna launa á upp- sagnarfresti. „Hann er hörkudug- legur, er á sjó í Noregi núna og í góðum málum,“ segir Jónas. Jóhannes Bjarni Björnsson, lög- maður útgerðarinnar, vildi ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Báðir lögmenn staðfestu að sættir hefðu verið reyndar en ekki tekist. Í haust blossaði upp hópsmit af COVID-19 á togaranum og er það mál nú til rannsóknar hjá lög- reglunni á Vestfjörðum. Í sjóprófi í lok nóvember vitnuðu skipverj- arnir um þrýsting til að vinna þrátt fyrir veikindi og ótta við að missa vinnuna. „Það kom fram í sjóprófunum, og menn vita það, að ef þeir verða veikir missa þeir vinnuna,“ segir Jónas. „Þeir geta ekki haft sjálf- stæða skoðun á einu eða neinu, enda með fjölskyldur til að sjá fyrir. Það er allt undir. Því miður er þræls óttinn ríkjandi.“ – khg Fyrrverandi skipverji á Júlíusi Geirmundssyni í mál við útgerðina Togarinn ísfirski hefur verið mikið í fréttum í haust. MYND/GUÐM. SIG. ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur segir að hagstætt gjald til Hitaveitu Mosfellsbæjar, HM, sé endurgjald fyrir nýtingu á jarðhitaauðlindum í bæjarfélaginu. Líkt og greint var frá í gær sagði Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Orkuveitunni, það sláandi að tals- verður verðmunur væri á gjaldskrá HM og Veitna þó að um sama vatn væri að ræða. Í tilkynningu frá OR segir að tveir samningar hafi verið gerðir árið 1998, annars vegar um kaup HM á heitu vatni á 40 prósentum smá- söluverðs og hins vegar um kaup á vatnsréttindum Mosfellsbæjar. „Mosfellingar njóta þannig áfram þeirra náttúrugæða sem þeir létu af hendi og á sama tíma var styrkum stoðum skotið undir vatnsöf lun Hitaveitu Reykjavíkur fyrir höfuð- borgarsvæðið til langrar framtíðar,“ segir í tilkynningunni. – ab Endurgjald fyrir nýtingu SAMGÖNGUR Rafvæðing samgangna í Reykjavík dugar skammt ef íbúar vilja standa sína plikt gagnvart Par- ísarsáttmálanum og ná markmiði Reykjavíkurborgar um kolefnis- lausar samgöngur árið 2040. Til þess þarf að auki að draga úr einkabílaeign, þétta byggð, minnka ferðaþörf með fjarvinnu og stórauka hlut almenningssamgangna, gang- andi og hjólandi í umferðinni. Þetta er ein meginniðurstaða nýrrar rann- sóknar þar sem skoðað er hvaða leið sé best að fara til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sam- göngum í Reykjavík fram til ársins 2050. Höfundar hennar skoðuðu sex mismunandi sviðsmyndir út frá áhrifum á beina og óbeina losun frá samgöngum. Með beinni losun er hér átt við útblástur frá farartækjum en óbeina losunin verður einna helst til við framleiðslu bifreiða. Þrátt fyrir að áðurnefndar aðgerðir rími vel við yfirlýsta stefnu borgarmeirihlutans bendir rannsóknin til að núverandi aðgerðir Reykjavíkurborgar dugi ekki til þess að ná núverandi mark- miðum fyrir árið 2040, jafnvel þó einungis væri horft til beinnar los- unar. Óbein losun hefur ekki áhrif á skuldbindingar íslenskra stjórn- valda gagnvart Parísarsáttmálanum. Höfundar segja það þó ekki eiga að leiða til þess að horft sé fram hjá þeirri losun þar sem áhrif losunar- innar séu ekki bundin landamærum. Jukka Heinonen, prófessor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, er einn þeirra sjö vísindamanna sem unnu að rann- sókninni. Hann segir að sé einungis horft til beinnar losunar frá sam- göngum birtist sú tálsýn að raf- væðing bílaflotans leiði ein og sér til góðrar niðurstöðu fyrir Íslendinga. „En þegar þú horfir til heildarlos- unar á heimsvísu þá blasir önnur mynd við.“ Hann segir misræmið vera sérstaklega skarpt í ljósi þess að framleiðsla rafbíla sé auðlindaf- rekari en framleiðsla annarra bíla. Þá þyrfti mikinn fjölda rafbíla til að endurnýja flotann ef ekki yrði líka dregið úr einkabílaeign í Reykjavík þar sem hún sé nú hlutfallslega mest í Evrópu. „Ef rafvæðingu fylgir enginn sam- dráttur í einkabílaeign eða breyt- ingar á ferðavenjum þá munum við einungis sjá tiltölulega vægan sam- drátt í heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda á heimsvísu.“ Sú niðurstaða myndi ekki duga til að efna mark- mið Parísarsáttmálans. Jukka segir að ein meginniður- staða rannsóknarinnar sé að stjórn- völd þurfi ekki síður að horfa til óbeinnar losunar gróðurhúsaloft- tegunda í loftslagsaðgerðum sínum. „Ef við viljum breyta núverandi þróun í loftslagsmálum með skjót- um hætti þá dugar ekki að falla fyrir tálsýn og færa losunina bara eitt- hvert annað.“ eidur@frettabladid.is Rafbílar eru auðlindafrekari en hinn venjulegi bensínbíll Ný rannsókn segir að til að Reykjavíkurborg nái markmiðum um Parísarsáttmálann þurfi að draga úr einkabílaeign, þétta byggð, minnka ferðaþörf með fjarvinnu og auka hlut almenningssamgangna. Ein niðurstaða rannsóknarinnar er að stjórnvöld þurfi að horfa til óbeinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Einkabílaeign í Reykjavík er hlutfallslega sú mesta í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Jukka Heinonen, prófessor við HÍ DÓMSMÁL Tveir þýskir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir fyrir að nauðga nítján ára íslenskri stúlku á eyjunni Krít í júní á síðasta ári. Mennirnir fengu fjögurra og fjögurra og hálfs árs fangelsisdóma fyrir brotið. The Sun greinir frá dómnum á vef sínum. Stúlkan var á skólaferðalagi  og var að labba heim þegar mennirnir tveir drógu hana inn í húsasund þar sem þeir nauðguðu henni til skiptis og skildu hana síðan eftir. „Takk fyrir mig,“ sagði annar maðurinn. Stúlkunni tókst að koma sér upp á hótelið, þrátt fyrir töluverða áverka, þar sem hún tilkynnti of beldið. Réttarhöld voru haldin vegna máls- ins í Grikklandi og ferðaðist stúlkan þangað ásamt móður sinni til að bera vitni. Mennirnir tveir neituðu báðir sök og kváðust aldrei hafa hitt stúlkuna. – kdi Dæmdir fyrir nauðgun á Krít 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.