Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is DORMA LUX heilsárssæng Dásamleg dúnsæng frá Quilts of Denmark. Stærð: 140×200 cm. 600 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. Má þvo á 60°c en það er hitastig sem rykmaurar þola ekki – því er gott að nota sæng sem þolir þennan þvottahita ef um rykofnæmi er að ræða. Fullt verð: 25.900 kr. Aðeins 20.720 kr. 20% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR DORMA HOME sængurföt Sængurfötin frá Dorma Home eru ofin úr 300 gsm bómullarþræði sem gefur frábæra endingu, viðkomu og mýkt. Þau eru með OEKO-TEX® vottun um að þau séu framleidd án allra skaðlegra efna. Sængurfötin koma í nokkrum mismunandi mynstrum/litum og fást í 3 stærðum. SMÁRATORG HOLTAGARÐAR AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR Heima er best >> Jólin 2020 << Gerðu góð kaup i verslunum okkar eða á dorma.is og við sendum allar vörur frítt Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Fullt verð 140 x 200 cm: 9.990 kr. Aðeins: 7.992 kr. Fullt verð 140 x 220 cm: 11.990 kr. Aðeins:9.592 kr. Fullt verð 200 x 200 cm: 16.990 kr. Aðeins: 13.592 kr. 20% AFSLÁTTUR HÁTÍÐAR DORMA HOME sængurföt Þetta er í annað sinn sem þau Mikael og Berglind stýra Krakkaskaupinu og stóðu þau frammi fyrir verðugri áskorun í þetta skiptið, að pakka árinu 2020 í gleðibúning fyrir yngstu kynslóð landsins. Við heyrðum í þeim Mikka og Beggu í miðjum tökum á lokalagi Skaupsins sem þau bæði f lytja og semja textann við og var ekki annað að heyra en að gleðin væri í fyrirrúmi. „Þetta eru síðustu tökudagarnir og það er allt að smella,“ segir Berg lind. „Við sömdum textann í lokalaginu en svo var það Darri Tryggvason sem gerði stefið fyrir okkur.“ Jarðskjálftinn kom á færibandi Handritaskrif Skaupsins hafa staðið yfir frá því í haust. „Maður þarf svo- lítið að grafa til að finna eitthvað annað en COVID til að gera grín að í ár,“ segir Mikki og bendir á að eitt og annað hafi þó gerst á árinu. „Við vorum til dæmis að skrifa sitt í hvoru lagi, Berglind í sumar- bústað og ég sat uppi í Perlu, þegar kemur á færibandi jarðskjálfti. Við vorum að tala saman á Skype þegar allt fór að titra,“ segja þau og þakka almættinu fyrir þennan fína efnivið í brandara. „Viðbrögð þingmanna hjálpuðu nú aðeins til þar. En auð- vitað er gott að enginn slasaðist.“ Helmingur efnisins er sketsar frá þeim tveimur en hinn helmingur- inn aðsent efni frá krökkunum í landinu. „Krakkarnir eru oft að taka fyrir efni sem við mundum ekki eftir og er oft á alvarlegri nótum, fjalla um pólitík og svo framvegis, sem við erum einmitt ekki að taka fyrir. Þau eru mikið að tala um COVID og Trump,“ segir Mikki en þau eru sammála um að markmiðið sé að öll fjölskyldan geti skemmt sér yfir þættinum. „Þetta er því ekki bara piss og kúkur, heldur aðeins meira með því,“ segir Berglind og hlær. Ár COVID og Trumps Mikael Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stýra Krakka- skaupi sem sýnt verður á RÚV þann 30. desember næstkomandi. Þau Mikael og Berglind stýra Krakkaskaupinu í annað sinn en auk sketsa frá þeim tveimur er heilmikið af innsendu efni frá æsku landsins sem þau segja hafa haft sérstakan áhuga á COVID og Trump. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Mikael Kaaber segir vinagjafajóla- rúntinn mikilvægan þátt jólanna. Berglind væri alveg til í náttföt í jólagjöf enda stefnir allt í kósíjól.Skatan ekki spes en ómissandi Mikael er fastheldinn á hefðir þegar kemur að jólahátíðinni. Hvernig verða jólin og áramótin? Ég eyði yfirleitt jólum og áramót- um með fjölskyldunni og nánustu ættingjum. Við erum ekkert svo mörg og pössum inn í þessa umtöl- uðu „jólakúlu“ þannig að þetta verður bara nokkuð hefðbundið. Hvaða jólahefð má ekki rjúfa? Fyrst er það að fá sér skötu á Þor- láksmessu. Skata er vissulega ekkert spes á bragðið en jólin koma ekki án þess að setja þennan viðbjóð upp í sig. Vinajólagjafarúnturinn sem ég tek eftir að ég er kominn heim úr bænum á Þorláksmessu. Svo er það að horfa á alla Hvar er Völundur með Ólafi bróður fyrir aðfangadag og að fá rúllupylsu um daginn á aðfangadag. Hvað er á jólagjafaóskalistanum? Úff, þetta er ein erfiðasta spurn- ingin sem ég fæ. Mér finnst ég eiga allt. En, ég á ekki góða sæng. Þannig að ég bað bara um það. Hvað er skemmtilegast við gaml- árskvöld? Mér finnst æðislegt að horfa á skaupið og taka þátt í umræðum eftir það. En, f lugeldarnir eru uppá- halds. Ég fer og sprengi smá þegar klukkan slær tólf með fjölskyldunni en held svo f lugeldasýningu fyrir vinina um eittleytið. Náttföt og bíómyndamaraþon Berglind segir allt stefna í kósíheit í faðmi fjölskyldunnar þessi jólin. Hvernig verða jólin og áramótin? Heyrðu, þar sem tímarnir eru nú svolítið öðruvísi núna þá stefnir þetta allt í bara voða mikil kósí- heit. Þetta verður bara náttföt og bíómyndamaraþon í faðmi fjöl- skyldunnar, en svo eru það líka bara bestu jólin. Hvað er í matinn á aðfangadag? Ætli það verði ekki bara klassíski hryggurinn. Hamborgarhryggur- inn klikkar allavega aldrei þannig að ég held að hann verði aftur í ár. Hvað er á jólagjafaóskalistanum? Þegar stórt er spurt! Mamma hættir ekki að spyrja mig að sömu spurningu og ég er ekki enn þá komin með svar. Ég veit eiginlega aldrei hvað mig langar í en ég er alltaf sátt við hvað sem er. Reyndar þegar ég pæli í því þá væri ég ekkert á móti nýjum náttfötum, alltaf gott að eiga ný náttföt um jólin. Hvort er sælla að gefa eða þiggja? Mér finnst alltaf sælla að gefa og örugglega eru langflestir sammála mér í því. Það er svo gaman að finna fallegar gjafir fyrir fólkið í kringum sig og ég hef alltaf verið mikið fyrir að gefa persónulegar gjafir. bjork@frettabladid.is FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.