Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 36
Við Beethoven eigum báðir merkisafmæli, ég 80 ára og hann 250!“ segir Egill Rúnar Friðleifsson tón­listarkennari glaðlega. Hann segir áratuginn milli sjötugs og áttræðs hafa verið sér gjöfulan, enda standi heilsan með honum. Hann vill miðla góðu ráði til þeirra sem horfa fram á starfslok en eru í fullu fjöri. „Þegar ég hætti að vinna settist ég niður og hugsaði: Hvað hefur mig alltaf langað að gera en aldrei komið í verk eða haft tök á? – og ég skrifaði lista. Síðan eru liðin tíu ár. Eitt það fyrsta og besta sem ég gerði var að ganga Jakobsveginn til Santiago de Compostela, ekki bara einu sinni heldur tvisvar með tveggja ára millibili og um ólíkar leiðir. Það var stórkostlegt ævintýri. Stórt X við það á listanum. Ég hafði aldrei farið í Metro­ politanóperuna í New York og aldrei séð Berlínarsinfóníuna á heimavelli, hvoru tveggja er afgreitt og margt f leira.“ Ekta Gaflari Egill er Hafnfirðingur í húð og hár og kveðst nú búa í Skipalóni með konunni, Sigríði Hildi Björnsdóttur. Enginn garð­ ur, ekkert viðhald, engar áhyggjur. „Ég er búinn að eiga heima á sjö stöðum í Suð­ urbænum, aldrei f lutt vestur fyrir Læk og er svo heppinn að kirkjugarðurinn er í rétta bæjarhlutanum!“ segir hann léttur en er þó langt í frá að leggja upp laupana. Kveðst byrja daginn klukkan sex á morgnana. „Ég hangi á snerlinum í Suðurbæjarlaug hálf sjö, fer í útiklefa, kalda pottinn, heita og kalda sturtu og er svo hress allan daginn!“ Hann kveðst elska tónlist og alltaf spila á hljóðfæri, auk þess að fara oft á tónleika – nema núna. „Ég hef sótt tónleika Sinfóníunnar reglulega frá átján ára aldri.“ Öll tjöldin voru eins Fyrsta minning Egils er frá Þingvöllum 17. júní 1944, þegar hann var þriggja og hálfs árs. Eftir að hafa sofið í tjaldi með foreldrum sínum fór hann einn á stjá en rataði ekki til baka. Öll tjöldin voru eins, hvít. „Ég man enn þessa ónotatilfinn­ ingu. En þar sem ég var þarna vælandi stóð allt í einu hjá mér unglingsstúlka, sem með fallegri framkomu vann traust mitt á stundinni og hönd í hönd hættum við ekki fyrr en við fundum mömmu og pabba. Þá hljóp ég beint í fangið á mömmu en stúlkan hvarf í fjöldann. Ef hún er á lífi og rekst á þessar línur þá bið ég hana að hafa samband, mig langar svo að þakka henni, þó að seint sé.“ Ævistarf Egils var að kenna börnum tónlist og hann stjórnaði barnakór í næstum hálfa öld. Stofnaði kór Öldu­ túnsskóla í Hafnarfirði 22. nóvember 1965, sem er nú elsti grunnskólakór landsins. „Ég vissi það ekki þá en 22. nóvember er einmitt dagur heilagrar Sesselju, verndardýrlings tónlistar,“ segir Egill og bætir því við að fyrsta lagið sem kórinn æfði hafi verið Frá ljósanna hásal og það lag hafi fylgt kórnum. Í strangri gæslu Ekki kveðst hann geta gert sér mikinn dagamun í dag, enda í áhættuhópi vegna COVID og í strangri gæslu af fóstur­ dóttur sinni sem er hjúkrunarkona og tengdadóttur sem er læknir, báðar vinna á COVID­deildum. Hann á þó von á að börnin, sem eru sex talsins, reki inn nefið, hvert í sínu lagi. gun@frettabladid.is Stórt X við Jakobsveginn Egill Friðleifsson kórstjóri er áttræður í dag. Þegar hann fór á eftirlaun fyrir áratug gerði hann lista yfir hvað hann langaði að gera og hefur notið hvers dags. Egill grúskar í tónlist heima og spilar. Sækir líka tónleika þegar þeir eru í boði, meðal annars hjá Sinfó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1916 Framsóknarflokkurinn er stofnaður. 1963 Kópavogskirkja er vígð af Sigurbirni Einarssyni biskupi. 1991 Kasakstan fær sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 1992 Þjóðarráð Tékklands samþykkir nýja stjórnarskrá Tékklands. 2006 Fjölmenn mótmæli eiga sér stað á Nørrebro í Kaupmanna- höfn eftir að lögregla hyggst ryðja félagsmiðstöðina Ungdoms- huset. 2008 Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter ríður yfir Eyrarsund. 2009 Stjörnufræðingar uppgötva GJ 1214 b, fyrstu fjarreikistjörn- una þar sem vatn gæti fundist. Merkisatburðir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Kjartan Jóhannsson fv. sendiherra, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 13. nóvember síðastliðinn. Útförin mun fara fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 19. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Í ljósi aðstæðna verður fjöldi í kirkjunni takmarkaður en nálgast má streymi frá útförinni á slóðinni promynd.is/kjartan. Irma Karlsdóttir María Kjartansdóttir Þorkell Guðmundsson Kári Þorkelsson Atli Þorkelsson Colby Rapson Sunna Þorkelsdóttir Ingigerður M. Jóhannsdóttir Reynir Guðnason Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Níelsa Magnúsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 8. desember í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 18. desember kl. 13. Vegna aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir en hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Jón Lárus Bergsveinsson Bergþóra Jónsdóttir Þórir Gíslason Vilborg Jónsdóttir Daði Hilmar Ragnarsson Bergsveinn Jónsson Þórleif Sigurðardóttir barnabörn, langömmubörn og fjölskyldur. Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, lengst af til heimilis að Suðurbyggð 3, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri sunnudaginn 13. desember sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Pétursdóttir Press Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, stjúpfaðir, sonur, barnabarn og bróðir, Elvar Örn Hjaltalín Einarsson lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 13.30. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Ingibjörg Jóhannsdóttir Emelía Hrönn Hjaltalín Elvarsdóttir Margrét Fjóla Stefánsdóttir Þórlaug Einarsdóttir Sigurður Magnússon Aníta Jónsdóttir Einar Þ. Hjaltalín Árnason Sandra, Borgþór, Gabríel og Starkaður Elsku besti faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Bjarni Kristjánsson fyrrverandi bóndi Þorláksstöðum í Kjós, lést 13. desember á Landspítalanum. Kristján Bjarnason Jón Bjarnason Runólfur Bjarnason Þórunn Björk Jónsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Ágúst Bjarnason Christina Miller Inga Rún og Runólfur Kristófer Logi og Kolbrún Lind systkini og fjölskyldur. Kópavogskirkja í morgunroðanum. 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.