Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 28
Stærsta gámaflutningaskip heims við höfn í Bretlandi
Gámum staf lað á þilfar Champs Elysee í Southampton. Skipið er í eigu hins franska CMA CGM og var af hent í október. Stærsta skipasmíðastöð
heims, China State Shipbuilding Corporation, sá um smíðina. Skip af þessari gerð eru stærstu gámaf lutningaskip sem smíðuð hafa verið, geta siglt
með 23 þúsund 20 feta gáma um borð, eru 220 þúsund tonn fulllestuð, um 400 metrar á lengd og knúin með jarðgasi (e. LNG). FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Skotsilfur
1 Nú er runninn upp sá tími árs sem veldur árlegum tauga-titringi hjá mörgum, ekki spurningin um það hvað eigi að gefa makanum í jólagjöf
heldur hvernig ríkisvaldið skattleggi
gjöfina. Lög um tekjuskatt eru þögul
um jólagjafir, svona að mestu. Þau
tiltaka að gjafir séu skattskyldar, þar
með taldar gjafir til nákominna ætt-
ingja, en undanskilja allranáðarsam-
legast tækifærisgjafir enda sé verð-
mæti þeirra ekki meira en almennt
gerist um slíkar gjafir.
Ekki er ljóst hvað þetta þýðir,
en þetta tekur til jólagjafa. Ekki
minnkar taugatitringur undir-
ritaðs við þá uppgötvun og ýmsar
spurningar vakna. Skyldi vera þörf
á víðtækri samanburðarrannsókn
til að finna út almenn verðmæti jóla-
gjafa, kannski á meðal nágranna?
Það er ekki einfalt samtal að spyrja
nágrannana að því hve dýrar gjafir
þeir gefa mökum sínum. Hvað með
börnin, er óhætt að gefa þeim eitt-
hvað umfram kerti og spil? Hvað
skyldu lögin nú segja um þessi sam-
skipti heimilisfólks?
2. Eftir ítarlega leit í lögum um tekju-
skatt finnast engar frekari leiðbein-
ingar um skattskyldu jólagjafa. Það
kom þó í ljós að í lögunum er kveðið
á um að ef öðru hjóna verður það
á að búa erlendis þá sé skattskylt
það „framfærslufé“ sem það kann
að útvega því sem hér býr. Orðalag
laganna virðist skýrt – ef árið væri
1820 eða fyrr. Það sem meira er, lögin
segja framfærslufé frá öðru hjóna
skattskylt þó ekki sé hægt að sanna
tilvist þess, jú, þá er skattyfirvöldum
heimilt að áætla hvað sé sanngjarnt
og hæfilegt í þessum ráðstöfunum á
milli maka.
Nú fór höfundur að ókyrrast veru-
lega. Ef skattyfirvöld geta áætlað
framfærslu maka og skattlagt hana
er þá ekki næsta víst að þau geti líka
áætlað skattskyldar jólagjafir hjá
þeim sem fá lítið eða ekkert í jóla-
gjöf frá makanum? Ef það er rétt
þá vandast málið enn frekar því þá
þarf að hitta á nákvæma fjárhæð.
Hún má hvorki vera hærri né lægri
en verðmæti tækifærisgjafar – eins
og almennt gerist.
Höfundur minntist þess þá að
hafa beðið konu sína um að kaupa
epli, sem enginn annar á heimilinu
borðar. Skyldi það leiða til skatt-
skyldrar framfærslu, eða á það bara
við ef makinn býr erlendis?
3. Það er skammur tími til jóla og
með taugarnar þandar tók undir-
ritaður til við að leita í framkvæmd.
Það skilaði litlu – og þó. Í deilu frá
2010 gerði maki kröfu um að fá
ívilnun í sköttum vegna framfærslu
eiginkonu. Með ítarlegum rökstuðn-
ingi, meðal annars með vísan til þess
að ívilnun væri ekki ætlað að eiga við
vegna framfærslu „skylduómaga“, þá
var kröfu mannsins hafnað.
Í deilu frá 1989 reyndi skattstjóri
hins vegar að áætla konu fram-
færslufé sem hafði gerst það djörf að
ganga í hjúskap með manni sem bjó
erlendis. Skatturinn taldi hana ekki
hafa gert nægilega skilmerkilega
grein fyrir framfærslu sinni og fram-
færslufé frá maka. Álagningin náði
reyndar ekki fram að ganga vegna
formgalla. Í tveimur öðrum deilum
frá 1987 fundust sambærileg mál um
framfærslufé.
4. Leitin hélt áfram. Fáar vísbending-
ar komu upp á yfirborðið þrátt fyrir
þrotlausa leit en einstaka fornleifar
komu í ljós. Árið 2000 tók sveitar-
félag upp á því að gefa nýfæddum
börnum 100 þúsund krónur. Það
var skattlagt. Árið 1994 fengu hjón
að gjöf landspildu í fertugsafmælis-
gjöf að verðmæti tæplega 80 þúsund
á mann – skattskyld samkvæmt
skattstjóra en álagning var felld úr
gildi sökum formgalla.
5. Niðurstaðan? Undirritaður treysti
sér ekki í að yfirheyra nágrannana
um hvað þeir gæfu mökum sínum
mikil verðmæti í jólagjöf. Það er aug-
ljóslega öruggast að gefa mökunum
ekki neitt – allavega lítið. Börnin,
þau geta fengið smádót í skóinn án
áhættu. Hins vegar eru leikjatölvur
og álíka verðmæti í gjafir ákveðið
hættuspil. Sennilega er öruggast að
bera allar gjafir undir ríkisskatt-
stjóra áður en þær eru gefnar. En það
krefst undirbúnings, erfitt stuttu
fyrir jól.
Svo þarf að taka til sérstakrar
skoðunar þetta með framfærslufé
– undirritaður eru svo heppinn að
geta talist til skylduómaga útivinn-
andi, harðduglegs maka og hefur
eflaust oft notið góðs af því án þess
að telja framfærslufé fram til tekna.
Skattlagning jólagjafa
Jón Elvar
Guðmundsson
lögmaður og
meðeigandi á
LOGOS
Það er augljóslega
öruggast að gefa
mökunum ekki neitt – alla-
vega lítið.
Áhugi á loftslagsmálum hefur aukist mikið síðustu ár. Kall-að er eftir grænni endurreisn
hagkerfis heimsins eftir faraldurinn
og stjórnvöld setja sér sífellt metnað-
arfyllri markmið í von um að skapa
sjálfbær samfélög til framtíðar.
Til að ná markmiðum um sam-
drátt í losun gróðurhúsaloftteg-
unda og kolefnishlutleysi þarf að
gjörbreyta framleiðsluháttum og
neysluvenjum. Á heimsvísu er meira
en 80% af frumorkuþörf enn mætt
með jarðefnaeldsneyti og ljóst að
það er ekki sjálf bært. Orkuþörf
eykst jafnframt hratt vegna gríðar-
legrar fólksfjölgunar, vaxandi milli-
stéttar fjölmennra ríkja og aukinnar
rafvæðingar í þróunarríkjum. Það
skiptir miklu að auka hlutfall end-
urnýjanlegrar orku strax og mæta
vaxandi orkuþörf á sjálfbæran máta.
Á sviði orkuskipta til rafmagns-
framleiðslu og húshitunar hafa
Íslendingar miðlað reynslu sinni
erlendis með ráðgjöf og þátttöku í
verkefnum út um allan heim. Frekari
útflutningur slíkra grænna lausna er
jákvæður fyrir Ísland og heiminn.
Grænvangur og Íslandsstofa munu
nota vörumerkið Green by Iceland til
markaðssetningar íslenskra, grænna
lausna erlendis.
Meginmarkmið Green by Iceland
er að Ísland verði þekkt fyrir grænar
lausnir og sjálf bæra nýtingu auð-
linda. Til þess að ná meginmarkmiði
sínu ætlar Green by Iceland að vinna
að þremur undirmarkmiðum:
n Að Ísland verði þekkt fyrir sjálf-
bæra nýtingu endurnýjanlegra
orkuauðlinda.
n Að Ísland verði þekkt fyrir mark-
mið sitt um að verða kolefnishlut-
laust fyrir 2040.
n Að auka vitund um sérfræði-
þekkingu Íslendinga í að minnka
kolefnislosun með nýtingu
endurnýjanlegrar orku og hring-
rásarlausna.
Hringrásarlausnir nýta auðlindir
betur en tíðkast almennt. Íslending-
ar standa framarlega í fullnýtingu
sjávarafurða og fjölnýtingu jarð-
varma.
Lögð verður áhersla á að kynna
sérfræðiþekkingu Íslendinga á fjór-
um sviðum til útflutnings: Í nýtingu
jarðvarma og vatnsafls, uppsetningu
raforkumannvirkja og nýsköpun á
sviði bindingar, nýtingar og förg-
unar kolefnis. Ísland hefur skapað
sér gott orðspor á þessum sviðum.
Á morgun, fimmtudag, kynnir
Grænvangur vörumerkið á streymis-
viðburðinum Green by Iceland og
tækifærin fram undan, íslenskar,
grænar lausnir geta skipt sköpum í
baráttunni við loftslagsvána.
Ný vefsíða lítur dagsins ljós með
leitarvél sem heldur utan um íslensk-
ar grænar lausnir til útf lutnings,
upplýsingar um íslenska orkuþekk-
ingu og nýsköpun, auk hringrásar-
sagna úr atvinnulífi og umfjöllun
um metnaðarfullt markmið Íslands
um Kolefnishlutleysi 2040.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra, f lytur ávarp og opnar nýjan
vef Green by Iceland. Sigurður
Hannesson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins og stjórnarfor-
maður Grænvangs, og Eggert Bene-
dikt Guðmundsson, forstöðumaður
Grænvangs, f lytja einnig erindi. Þá
verður vefurinn kynntur ásamt inn-
slögum frá Orkuklasanum, Carbfix,
Landsvirkjun og sendiráðum Íslands
í Kína, Japan, Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis
Kamma
Thordarson
verkefnastjóri
kynninga hjá
Grænvangi
Forystusæti
Það kemur ekki
eins og þruma úr
heiðskíru lofti að
Kristrún Frosta-
dóttir, aðalhag-
fræðingur Kviku,
hafi ákveðið að
gefa kost á sér fyrir upp-
stillingu Samfylkingarinnar fyrir
Alþingiskosningarnar. Hún hefur
látið að sér kveða í umræðunni
um fjármál hins opinbera og mál-
flutningurinn rímað vel við áherslur
Samfylkingarfólks. Kristrún er sögð
njóta stuðnings Loga formanns til
að taka forystusæti í öðru hvoru
Reykjavíkurkjördæmanna, sem yrði
að líkindum á kostnað Ágústs Ólafs
Ágústssonar. Hann gæti kannski
fyllt í skarð Kristrúnar sem hag-
fræðingur Kviku.
Billegt
Oddný Harðar-
dóttir sagði á
Twitter í vikunni
að faraldurinn
sýndi mikilvægi
opinbers rekstrar
í heilbrigðisþjón-
ustu, þar sem lönd með
slíkt kerfi hefðu komið betur út en
lönd með einkavætt heilbrigðis-
kerfi. Bretland (4. sæti), Spánn (6.
sæti) og Ítalía (3. sæti) raða sér öll
mjög ofarlega á lista yfir lönd með
hæstu dánartíðnina á heimsvísu.
Öll lönd státa af svo gott sem
gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi fjár-
mögnuðu af ríkinu. Óháð því hvaða
rekstrarform er æskilegast, þá er
billegt hjá Oddnýju að nýta sér hina
afleitu stöðu sem COVID-19 hefur
skapað til að fella dóma sem þessa.
Í Kauphöllina
Lífvænleg
fyrirtæki í ferða-
þjónustu þurfa
að leiða saman
hesta sína til að
skapa arðvæn-
legan rekstur-
eftir faraldurinn.
Vonandi munu forsvarsmenn
þeirra sem eygja möguleika á að
lifa af heimsfaraldurinn horfa til
skráningar í Kauphöll. Heimilin
studdu vel við bakið á Icelandair og
munu fagna fleiri nýskráningum.
Ekki síst ef frumvarp Bjarna Bene-
diktssonar um allt að 600 þúsund
króna skattaafslátt fyrir hjón af
arði og söluhagnaði af skráðum
félögum, nær fram að ganga.
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN