Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 24
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Land Tíu ára vextir Land Tíu ára vextir Þýskaland -0,62% Slóvakía -0,55% Sviss -0,54% Holland -0,54% Danmörk -0,50% Austurríki -0,47% Finnland -0,43% Belgía -0,43% Frakkland -0,38% Írland -0,32% Slóvenía -0,24% Svíþjóð -0,05% Portúgal -0,04% Spánn 0,00% Japan 0,01% Litháen 0,07% Kýpur 0,11% Malta 0,21% Bretland 0,23% Taívan 0,28% Ítalía 0,51% Lettland 0,55% Grikkland 0,59% Kanada 0,74% Nýja-Sjáland 0,86% Ísrael 0,86% Noregur 0,87% Singapúr 0,91% Bandaríkin 0,92% Ástralía 0,98% Tékkland 1,26% Suður-Kórea 1,67% Ísland 3,29% ✿ Vextir á tíu ára ríkisskuldabréfum 8% 6% 4% 2% 0% -2% -4% -6% -8% -10% -12% 2021 2022 2023 2024 2025 n Ísland n Noregur n Danmörk n Svíþjóð n Finnland ✿ Halli/afgangur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu Hækkun langtíma-vaxta á markaði ve ldu r þv í að íslenska ríkið er verr í stakk búið til að rétta úr kútnum en ella, í samanburði við önnur vestræn ríki sem búa við betri vaxtakjör og sjá fram á hlutfalls- lega minni skuldasöfnun vegna kórónakreppunnar. „Það er ekki bara skuldahlutfallið sem við þurfum að huga að heldur einnig vaxtakjörin, sem eru lakari en í mörgum samanburðarríkjum. Aukning skulda leggst því þyngra á íslenska ríkið sem þarf meiri skatt- heimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í fram- tíðinni,“ segir Ingólfur Bender, aðal- hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. „Við þurfum að fara mjög varlega í þessu.“ Ávöxtunarkrafa lengri ríkis- skuldabréfa hefur hækkað verulega á síðustu mánuðum, meðal annars vegna söluþrýstings frá erlendum sjóðum, lítillar eftirspurnar lífeyris- sjóða eftir ríkisbréfum og mikillar óvissu um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna gífurlegan fjár- lagahalla á næstu árum. Til að mynda hefur ávöxtunar- krafa óverðtryggðra ríkisbréfa til 10 ára, sem stendur nú í 3,3 prósentum, hækkað um rúma prósentu frá því um miðjan ágúst. Krafan er nú á svipuðu reki og hún var um miðjan janúar þrátt fyrir að Seðlabanki Hagkerfið krafið um meiri fórnir Útlit er fyrir að vaxtabyrði ríkissjóðs verði mun hærri en í samanburðarríkjum vegna hækkunar langtímavaxta. Ríkið þarf hærri skatta, meiri niðurskurð eða meiri hagvöxt til að grynnka á skuldum. Pattstaða á skuldabréfamarkaði er sögð vera til trafala. Vaxtabyrði ríkissjóðs Íslands gæri orðið um 2,14 prósent af landsframleiðslu samanborið við tæplega eitt prósent hjá gríska ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslands hafi lækkað stýrivexti um 2,25 prósent á árinu og efnahags- horfur hafi snarversnað. „Flest ríki eru að auka við skuldir sínar í faraldrinum en við erum að sjá töluvert ýktari hreyfingar á inn- anlandsmarkaði heldur en erlendis. Ef við horfum á Norðurlöndin hefur ávöxtunarkrafan einungis hækkað á Íslandi og í Noregi á síðustu sex mánuðum og mest á Íslandi,“ segir Ingólfur Snorri Kristjánsson, for- stöðumaður skuldabréfastýringar hjá Íslandssjóðum. „Þetta gerist á sama tíma og við horfum fram á að lengri tíma taki fyrir90 hagkerfið að jafna sig af veirufaraldrinum en áður var talið.“ Fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar frá því í byrjun október gerir ráð fyrir að skuldir hins opinbera, það er bæði ríkis og sveitarfélaga, sem námu tæplega 28 prósentum af vergri landsframleiðslu í árslok 2019, geti hækkað upp í 65 prósent fyrir lok árs 2025. Síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis gert breyt- ingartillögu við fjárlagafrumvarp, sem hækkar fjárlög næsta árs um 55 milljarða króna miðað við fyrri áætlanir. Fjárlagahalli næsta árs verður því 320 milljarðar króna, eða um 10,4 prósent af landsfram- leiðslu. „Vaxtabyrðin verður óvíða þyngri þannig að ekki er hægt að benda á önnur ríki og þeirra skuldahlutfall, og tala um að við höfum nægt svig- rúm til aukinnar skuldsetningar,“ segir Anna Hrefna Ingimundar- dóttir, forstöðumaður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf í október út spá um þróun skulda- hlutfalls ríkja á næstu árum. Spáin varpar ljósi á að hallarekstur hins opinbera hér á landi verði mun meiri en í nágrannalöndum, svo sem Norðurlöndunum. Ef gert er ráð fyrir að skuldir rík- issjóðs árið 2025, um 65 prósent af landsframleiðslu samkvæmt fjár- málaáætlun, verði á þeim vöxtum sem ríkið fjármagnar sig á til tíu ára eins og staðan er í dag, um 3,3 prósent, þá verður vaxtabyrði rík- issjóðs 2,14 prósent af landsfram- leiðslu. Til samanburðar verður vaxta- byrði Grikklands um 0,98 prósent af landsframleiðslu, en Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir að skuldahlutfall hins opinbera í Grikklandi verði um 166 prósent Flest ríki eru að auka við skuldir sínar í faraldrinum en við erum að sjá töluvert ýktari hreyfingar á innanlands- markaði heldur en erlendis. Ingólfur Snorri Krist- jánsson, forstöðu- maður skulda- bréfastýringar hjá Íslandssjóðum 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.