Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 30
Opinbert fé er takmarkað, öfugt við það sem sumir virðast halda. Það sem til ráðstöfunar er byggist í grunninn eingöngu á verðmætasköpun lands- manna til lengri tíma. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra   11.12.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 16. desember 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þórður Gunnarsson SKOÐUN sérverslun með vandaðar gjafavörur Kringlan · Sími 568 1400 · kunigund.is Allir fá eitthvað fallegt, úr Kúnígúnd Stútfullur jólabæklingur af fallegum og vönduðum gjafahugmyndum. Kíktu á www.kunigund.is og kynntu þér úrvalið. Verslaðu jólagjafirnar heima! Frí heimsending á öllum netpöntunum yfir 10.000 kr. Fyrir Alþingi liggur nú stjórn­arfrumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Eflaust munu mest átök snúa að því hvern­ ig fara skuli með orkunýtingar­ kosti innan fyrirhugaðs þjóðgarðs. Hins vegar vekur líka athygli að frumvarpið, eins og það lítur út núna, skapar í besta falli óljósan ramma utan um þær hömlur sem settar verða á nýtingu landsvæðis þjóðgarðsins. Öll raunveruleg útfærsla verður í höndum ráðherra og því hætta á að langtímastefnu­ mótun um orkunýtingu og aðrar framkvæmdir verði fyrir bí. Einnig verður komið á fót nýrri stétt embættismanna, þjóðgarðs­ varða, sem munu hafa miklar heimildir til valdbeitingar. Í 28. grein frumvarpsins segir að þjóð­ garðsvörðum og landvörðum sé heimilt að stöðva för fólks og farartækja um Hálendisþjóðgarð ef það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot á ákvæðum laga. Í 18. grein laganna segir svo að gestum Hálendisþjóðgarðs sé skylt að hlíta fyrirmælum þjóðgarðsvarða. Grundvöllur valdbeitingarheim­ ilda þjóðgarðsvarða verður svo útfærður í reglugerð af ráðherra. Meðal annars sem verður útfært af ráðherra verður umferð gangandi vegfarenda um þjóðgarðinn og ráðherra mun einnig ákveða í reglugerð á hvaða vegum er heimilt að aka. Sem þýðir að allur akstur um hálendið er bannaður, nema þar sem hann er sérstaklega leyfður. 25. grein frumvarpsins er svohljóðandi: „Þjóðgarðsverði er heimilt að loka Hálendisþjóð­ garði eða einstökum svæðum hans fyrirvaralaust telji hann að dvöl manna eða umferð geti spillt lífríki, jarðmyndunum, landslagi eða menningarminjum, ef hættuástand skapast í þjóð­ garðinum vegna náttúruvár eða ef lokun er nauðsynleg af öðrum ástæðum til að tryggja öryggi gesta.“ Hér yrði einni manneskju gert kleift að loka hálendinu í heild sinni, nánast af hvaða ástæðu sem viðkomandi dettur í hug. En hvað gerist ef ferðalangar eða aðrir sinna ekki tilmælum þjóðgarð­ svarðar? 30. grein frumvarpsins svarar þeirri spurningu – óhlýðni við fyrirskipanir þjóðgarðsvarðar, sama á hversu veikum grunni þær eru byggðar, varðar allt að tveggja ára fangelsi. Verndun hálendisins er mikil­ vægt og gott mál. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá hugmynd að setja á fót stormsveit þjóðgarðsvarða sem hafa lögreglu­ vald gagnvart þeim sem stíga fæti inn í þjóðgarðinn, til dæmis með því að geta gert allar mannaferðir óheimilar án fyrirvara. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að höfundar frumvarpsins hafi sótt innblástur í nýlegar reglugerðir um sóttvarnir. Stormsveitir hálendisins Verðmat Jakobsson Capital á Sím­anum jókst um 1,4 milljarða króna við sölu á upplýsingatæknifyrir­ tækinu Sensa. Samkvæmt verðmatinu er Síminn metinn á 61,8 milljarða króna eða 7,3 krónur á hlut. Gengi félagsins var 7,98 við lok markaðar í gær. Arðsemi Sensa, sem býður meðal annars upp á skýjalausnir, hefur verið lág. Hlut­ fall rekstrarhagnaðar Sensa var um þrjú til fjögur prósent á árunum 2018 og 2019. Við söluna eykst framlegðarhlutfall Símans „umtalsvert“. Aftur á móti felast meiri tækifæri til vaxtar hjá Sensa en í grunn­ rekstri Símans. Tekjur fyrirtækisins juk­ ust um tíu prósent á milli áranna 2019 og 2020, að því er segir í verðmatinu. Heildarvirði Sensa, það er samanlagt virði hlutafjár og skulda, var 3,3 milljarðar króna í sölu til Crayon Group Holding. – hvj Salan eykur virði um 1,4 milljarða Orri Hauks- son, forstjóri Símans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.