Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 22
341 milljarði nemur aukning í erlendum eignum á árinu Lögum samkvæmt mega lífeyrissjóðir ekki vera með meira en 50 prósent af eignum sínum í erlendum gjaldmiðli. Fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf sem skráð eru í Kauphöll jókst um 50 prósent í 16.206 í nóvember við þátt-töku í hlutafjárútboði Icelandair. Ástæðuna má rekja til þess að mikill fjöldi þeirra sem tóku þátt í hlutafjárútboði Icelandair voru ekki þátttakendur á íslenska markaðnum fyrir. Þetta kemur fram í gögnum frá Kauphöllinni. Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eigu einstaklinga nam 74 millj- örðum króna í nóvember. Við útboð Icelandair fór eign einstaklinga í skráðum félögum sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöll- inni úr um það bil 4,5 prósentum í 5,5 prósent, samkvæmt gögnum frá Kauphöllinni sem er hluti af Nasdaq. Það stefnir í að það verði slegið met í desember í fjölda viðskipta með eitt hlutabréf í einum mánuði frá hruni. Um er að ræða Icelandair. „Það liggur ekki fyrir en kæmi mér ekki á óvart,“ segir Magnús Harðar- son, forstjóri Kauphallarinnar. Hann telur að stór hópur þessara rúmlega 16 þúsund einstaklinga sem eigi hlutabréf sem skráð séu í Kauphöllina sé venjulegt fólk hvað varðar eignastöðu. Þótt vissulega fjárfesti ýmsir sterkefnaðir í eigin nafni þá geri þeir það oft í gegnum einkahlutafélög. Gögnin hafi ekki verið rýnd með tilliti til þessa. Magnús segist vongóður um að kaf laskil séu nærri hvað varðar þátttöku einstaklinga og erlendra f járfesta á hlutabréfamarkaði. Styðja megi betur við efnahags- lífið með því að virkja betur ein- staklinga á hlutabréfamarkaði. „Við eigum þar töluvert inni,“ segir hann. Til að hlutfallið verði sambæri- legt og í nágrannalöndunum þurfi að tvöfalda eða þrefalda umfang þeirra. Þrennt muni „auka slagkraftinn“ hvað það varðar á næstunni, að mati Magnúsar. Vextir séu lágir, ávöxtun á bankabókum sé lítil og því muni fjármagn leita í auknum mæli á hlutabréfamarkað. Jafnframt auki frumvarp fjármálaráðherra áhuga fólks á hlutabréfakaupum. Frum- varpið snýr að því að frítekjumark einstaklinga nái til arðgreiðslna og söluhagnaðar skráðra hlutabréfa. Frítekjumarkið verði, samkvæmt frumvarpinu, hækkað í 300 þús- und krónur fyrir einstaklinga og í 600 þúsund fyrir hjón. Auk þess hafi hlutafjárútboð Icelandair fyrir skemmstu aukið áhuga einstaklinga á hlutabréfakaupum. Magnús rifjar upp að oft hafi verið sagt að einstaklingar væru áhættufælnir og því fjárfestu þeir lítið í hlutabréfum. „Fjárfestar stóðu ekki í þeirri trú að þeir væru að fara í áhættulausa fjárfestingu þegar keypt var í Icelandair; f lugfélag í miðju COVID-19,“ segir hann. Sú mýta hafi því verið lögð til hliðar. „Ef fyrirtæki hefur áhugaverða sögu að segja, eins og í tilviki Icelandair og fólk sér hagnaðar- tækifæri, held ég að áhugi frá ein- staklingum sé til staðar,“ segir hann. Icelandair hefur hækkað um 70 prósent frá hlutafjárútboði sem fram fór í september. Að sögn Magnúsar mun aukin þátttaka almennings á hlutabréfa- markaði auka líkur á því að vaxtar- fyrirtæki sæki frekara fé á hluta- bréfamarkað. „Það skiptir miklu máli fyrir atvinnusköpun,“ segir hann. „Hér er ég að tala um fyrir- tæki sem eru ekki að stíga sín fyrstu skref heldur komin á stökkpallinn en vantar rakettur til að komast almennilega á loft. Í þessu felast mikil tækifæri í að bæta í viðspyrn- una þegar birtir til eftir COVID-19 og fyrir hagvöxt til framtíðar.“ Hann nefnir sömuleiðis að fyrir skemmstu hafi verið gerð sú breyt- ing að fyrirtæki sem séu að sækja minna en átta milljónir evra, jafn- virði 1,2 milljarða króna, þurfi ekki að birta skráningarlýsingu. „Við erum í dauðafæri að stórauka þátttöku erlendra fjárfesta á mark- aðnum,“ segir Magnús og byggir það meðal annars á samtölum við þá og fulltrúa þeirra. Miklu skipti að Verðbréfamið- stöðin hafi fyrir skemmstu innleitt alþjóðlegt verðbréfauppgjörskerfi og íslenski markaðurinn verði tek- inn inn í vísitölumengi MSCI næsta vor. Eins er Magnús bjartsýnn á að Seðlabankinn muni f ljótlega, ef ekki afnema, þá einfalda tilkynn- ingarskyldu um nýfjárfestingar útlendinga. „Seðlabankinn er að kalla eftir nákvæmari upplýsingum en hann þarf á að halda. Það veldur fjárfestum óþægindum. Þeir finna mikið fyrir þessu,“ segir hann. Betra væri, ef hún sé fyrir hendi, að til- kynningarskyldan væri á herðum fjármálafyrirtækjanna sem hafi milligöngu um viðskiptin. Magnús nefnir til viðbótar að það liggi fyrir mikilvægt frumvarp um að taka hugtakið um aflandskrónur úr umferð. „Eftir standi ein tegund af krónu,“ segir hann. Því fylgi f lækjustig fyrir þá sem þjónusta erlenda fjárfesta að halda utan um krónu eins og um tvo gjaldmiðla væri að ræða. „Það er illmögulegt og hefur staðið í þeim. Ég er bjartsýnn á að frumvarpið verði samþykkt eftir áramót.“ Aðspurður hvort staða krónu og hagkerfisins skipti ekki sköpum varðandi erlenda fjárfesta hérlendis segir hann að krónan sé ekki há í sölulegu samhengi. Jafnframt geri óvissa í heimshagkerfinu það að verkum að erlendir fjárfestar fjár- festi fremur í stórum gjaldmiðlum á borð við Bandaríkjadal og stærri hagkerfum. Íslenska hagkerfið sé þó alveg eins líklegt til að vaxa hratt á næstu árum og til dæmis það banda- ríska. „Um leið og það birtir til tel ég að íslenska hagkerfið eigi inni aukna erlenda fjárfestingu,“ segir hann. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Ferðaþjónusta eigi erindi í Kauphöll „Nýlegt hlutafjárútboð Icelandair sýnir hversu miklir möguleikar eru fyrir leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu í við- spyrnu á hlutabréfamarkaði,“ segir Magnús. Hann telur líklegt að það verði til stærri og sterk- ari einingar í ferðaþjónustu eftir COVID-19 en áður hafi verið. Þau eigi „gríðarlega góða möguleika“ á hlutabréfamark- aði byggt á reynslu Icelandair. „Það eru tækifæri fyrir þau fyrirtæki til að nýta markaðinn við sameiningar og yfirtöku,“ bendir hann á. Fjöldi nýskráninga í erlendum kauphöllum Ný fyrirtæki hafa ekki verið skráð á hlutabréfamarkað í ár. Magnús segir að á hinum Nas- daq-mörkuðunum á Norður- löndum hafi fjöldi skráninga verið fleiri í ár en í fyrra þrátt fyrir COVID-19. „Lágvaxtaum- hverfið styður við að fjárfestar fari inn á hlutabréfamarkað- inn,“ segir hann. Mikil aukning almennings Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eigu einstaklinga nam 74 milljörðum króna í nóvember. Fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf var 16.200. Gæti stutt vel við vaxtarfyrirtæki og atvinnusköpun. „Við erum í dauðafæri að stórauka þátttöku erlendra fjárfesta á markaðnum,“ segir Magnús. MYND/AÐSEND Íslensk fyrirtæki í byggingariðn-aði vörðu um tíu sinnum minna í rannsóknir og þróun en fyrir- tæki í Danmörku, Noregi og Finn- landi, mælt í evrum á hvern lands- mann, á árunum 2014-2017. Þetta kemur fram í samantekt um áherslur Byggingavettvangsins varðandi nýsköpun, rannsóknir og þróun. Byggingavettvangurinn er samráðsvettvangur hagaðila í bygg- inga- og mannvirkjagerð. Á árunum 2014-2017 var 128 milljörðum varið í rannsóknir og þróun í íslensku atvinnulífi. Þar af runnu um 153 milljónir til rann- sókna í byggingariðnaði eða um 0,1 prósent. „Áherslur á nýsköpun í byggingariðnaði á Íslandi hafa því verið afar litlar,“ segir í samantekt- inni. Til samanburðar lagði bygg- ingariðnaðurinn til um 7,3 prósent af landsframleiðslu og veitti um 6,5 prósentum vinnandi fólks vinnu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur gert samkomulag við Byggingavett- vanginn um útfærslu á tillögum um langtímaáætlun um fyrirkomulag rannsókna, þróunar og nýsköpunar í byggingariðnaði, þar sem nú liggur fyrir að leggja á Nýsköpunarmið- stöð Íslands niður. „Næstu ár verða tími breytinga í byggingariðnaði og þörfin á bætt- um og vel skilgreindum áherslum í nýsköpun, rannsóknum og þróun í greininni hefur því aldrei verið meiri. Tækifærin eru fjölmörg og iðnaðurinn, opinberir aðilar og menntakerfið eiga að grípa þau með auknum áherslum á að ef la frjóa hugsun og tækifæri sem liggja í tækninýjungum, sjálfvirknivæð- ingu og þróun efna,“ segir Þórdís Kolbrún í tilkynningu. Stjórn Byggingavettvangsins fagnar nýsköpunarstefnu ríkis- stjórnarinnar sem gefin var út 2019. Hún telur þó að bygginga- og mann- virkjagerð hafi setið eftir og kallar nú eftir því að sett verði markviss áætlun og stefna með mælanlegum markmiðum til framtíðar fyrir greinina, að því er fram kemur í samantektinni. – hvj Eftirbátur í rannsóknum og þróun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hlutfall erlendra eigna í sam-tryggingardeildum þriggja stærstu lífeyrissjóða lands- ins er komið yfir 40 prósent. Þetta má lesa úr nýjum tölum fjármála- eftirlits Seðlabanka Íslands um flokkun á eignum lífeyrissjóðanna sem ná til loka september. Hlutfall erlendra eigna í sam- tryggingardeildum lífeyrissjóða er komið yfir 38 prósent og hefur hækkað um meira en 4 prósentustig frá áramótum. Aukning í heildar- eignum lífeyrissjóða frá áramótum nemur um 463 milljörðum króna og þar af nemur aukning erlendra eigna 341 milljarði. Ef tíu stærstu lífeyrissjóðirnir eru teknir sérstaklega fyrir voru þrír stærstu sjóðirnir – Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Líf- eyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) og Gildi lífeyrissjóður – með hæstu hlutföll erlendra eigna. Hlutfall erlendra eigna hjá LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður lands- ins með heildareignir upp á tæplega 1.100 milljarða króna, nam rúmlega 43 prósentum í lok september. Hlut- fall Lífeyrissjóðs verslunarmanna, næststærsta sjóðsins, nam tæplega 43 prósentum og hjá Gildi lífeyris- sjóði var það komið upp í 40 pró- sent. Lægst var hlutfallið hjá Brú – Lífeyrissjóði sveitarfélaga, en það nam rúmlega 26 prósentum í lok september. Næst kemur Frjálsi líf- eyrissjóðurinn með 29 prósent og síðan Stapi með 35 prósent. Lögum samkvæmt þurfa lífeyris- sjóðir að takmarka gjaldmiðla- áhættu sína með því að tryggja að minnst 50 prósent af heildar- eignum þeirra séu í sama gjald- miðli og skuldbindingarnar. Hlut- fall erlendra eigna má því ekki fara yfir þetta hámark. Tölur fjármálaeftirlitsins sýna að eignir lífeyrissjóða í ríkistryggðum skuldabréfum í íslenskum krónum hafa lítið breyst frá ársbyrjun. Ríkisbréfin námu tæplega 994 milljörðum króna í lok september samanborið við 990 milljarða í árs- byrjun en sem hlutfall af heildar- eignum hafa bréfin lækkað úr 22,6 prósentum niður í 20,6 prósent. Hlutfall innlendra hlutabréfa af innlendum eignum nam 16,8 pró- sentum samanborið við 18,2 pró- sent í ársbyrjun. Ef innlend hluta- bréf eru skoðuð í samhengi við heildareignir lækkaði hlutfallið úr 17,1 prósenti niður í 15,4 prósent. Þá hækkuðu innlán í íslenskum krónum úr 65 milljörðum króna upp í 101 milljarð króna á tímabil- inu. Eignir í sértryggðum skulda- bréfum jukust úr 196 milljörðum í 223 milljarða, en sem hlutfall af heildareignum var breytingin óveruleg. Eins og greint var frá í Markað- inum er nú unnið að því innan stjórnkerfisins að skoða mögulegar breytingar á uppgjörskröfunni, sem er einnig kölluð ávöxtunarviðmið, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, Uppgjörskrafan er sögð of há miðað við núverandi vaxtaum- hverfi. sem kemur sér meðal ann- ars illa fyrir ríkissjóð sem áformar frekari útgáfu ríkisskuldabréfa á næstu misserum til að fjármagna gífurlegan fjárlagahalla. – þfh Þrír stærstu sjóðirnir með yfir 40 prósent í erlendum eignum 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.