Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 14
KÖRFUBOLTI „Þetta er búinn að vera
mjög lærdómsríkur tími og það er
mjög gaman að búa í landi þar sem
áhuginn fyrir körfubolta er jafn
mikill og hann er hérna í Litháen.
Það hefur hins vegar verið nokkuð
mikið rót á leikmannahópi liðsins
sem hefur komið niður á úrslitun-
um,“ segir Elvar Már Friðriksson í
samtali við Fréttablaðið um fyrstu
mánuðina sína hjá Siauliai.
Þrátt fyrir að liðinu hafi ekki
gengið vel hefur Elvar Már staðið
fyrir sínu, en hann er þriðji stiga-
hæsti leikmaður litháísku úrvals-
deildarinnar með rúmlega 16 stig
að meðaltali í fyrstu tíu leikjum
vetrarins, sá stoðsendingahæsti
með rúmar sjö stoðsendingar og
framlagshæsti með tæplega 21
framlagspunkt.
„Leikmenn hafa komið og farið
frá okkur en við náðum að mynda
gott lið í nóvember og náðum að
vinna í þeim leikjum sem við spil-
uðum í þeim mánuði, tvo deildar-
leiki og einn bikarleik. Það hafa
reyndar orðið f leiri breytingar á
liðinu síðan þá en vonandi náum
við að stilla saman strengina eftir
áramót og klára tímabilið með
sóma,“ segir Elvar Már, sem var
valinn leikmaður nóvember-
mánaðarins í deildinni.
„Siauliai er lið sem er
vant því að vera í topp-
baráttu og það er krafa um
betri árangur en liðið
hefur verið að sýna.
Það er gott að vera í
þannig umhverfi að
ég finn vel fyrir því
að fólkið í kringum
félagið er ekki sátt við
árangurinn og leitar
leiða til þess að bæta
hann.
Þó svo að við séum
bara með tvo sigur-
leiki þá erum við bara
einum sigurleik frá
sæti sem veitir okkur
þátttökurétt í úrslita-
keppni deildarinnar.
Það er spiluð fjórföld
umferð hérna þannig
að það er nóg eftir.
Vonandi náum við
að rétta úr kútnum
þegar við byrjum
að spila aftur,“ segir
leikstjórnandinn, sem
er í sinni annarri sóttkví
á leiktíðinni eins og
sakir standa.
„Ég er kominn
með góða reynslu
af því að vera í
sóttkví þar sem
ég hef verið í
einangrun í 20 af
síðustu 30 dögum um
það bil. Það sem er verra
við þessa sóttkví er
að f jölskyldan er
farin heim þannig að þetta er mun
einmanalegra í þetta skiptið. Ég hef
ekki séð mikið af borginni hérna
en þekki íbúðina mína út og inn og
íþróttasalinn þar sem við æfum.
Það eru frekar strangar reglur
hérna í Litháen hvað sóttkvína
varðar og ég má til dæmis ekki fara
út með ruslið og það er nánast allt
lokað. Heimsendingarþjónustan
á nauðsynjavörum er hins vegar í
toppstandi þannig að ég er í fínum
málum,“ segir Njarðvíkingurinn
léttur.
„Fyrir utan það að hafa eytt full-
miklum tíma í sóttkví og gengi liðs-
ins, þá er ég sáttur við dvölina hérna
í Litháen. Þetta er mun sterkari deild
en í Svíþjóð og það er gaman að tak-
ast á við meiri áskorun. Fimm sterk-
ustu lið deildarinnar eru virkilega
sterk og þú þarft að vera á tánum í
öllum leikjum, annars er þér refsað.
Leikmannahóparnir eru mun
sterkari hjá liðunum þannig að það
eru fleiri sem leggja í púkkið þegar
kemur að stigaskorun og öðrum töl-
fræðiþáttum leiksins. Þetta er líka
öðruvísi körfubolti en ég er vanur.
Hér er spilaður hægari leikur og
taktískari leikur en í þeim deildum
þar sem ég hef spilað og margir
hávaxnir leikmenn og öflugir leik-
menn í hverju liði.
Ég hef þurft að aðlagast því, get
ekki sótt jafn mikið sjálfur að körf-
unni og ég hef áður gert og þarf að
finna aðrar leiðir til þess að skora.
Það er bara jákvætt að kynnast
öðruvísi leikstílum,“ segir Elvar Már,
aðspurður um hvað hann hafi lært
á meðan hann hefur leikið í þessu
mikla körfuboltalandi.
hjorvaro@frettabladid.is
Þekki íbúðina mína út og inn
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, er að spila á sínu fyrsta keppnistímabili með Siauliai
í Litháen. Tímabilið hefur verið súrsætt þar sem honum hefur gengið vel en liðið hefur átt í vandræðum.
Þrátt fyrir erfiðleika hjá liði Elvars hefur Njarðvíkingurinn blómstrað á fyrsta ári sínu í Litháen. MYND/AÐSEND
FÓTBOLTI KSÍ tilkynnti í gær að
karlalandsliðið í knattspyrnu
myndi mæta því færeyska í æfinga-
leik þann 4. júní næstkomandi. Til-
efnið er opnun Þórsvallar, þjóðar-
leikvangs Færeyja eftir endurbætur
sem gera Færeyingum kleift að taka
á móti fimm þúsund manns.
Liðin áttu að mætast í æfingaleik
síðastliðið sumar í aðdraganda Evr-
ópumótsins en leiknum var aflýst
þegar landsleikjahléð í júní var fellt
niður. Þetta verður 26. viðureign
Íslands og Færeyja og hefur Ísland
unnið 23 leiki til þessa. Þá verður
þetta í fyrsta sinn í átján ár sem
liðin mætast í Færeyjum, en Ísland
hefur unnið átta af níu leikjum lið-
anna í Færeyjum til þessa. – kpt.
Mæta Færeyjum
í vígsluathöfn
Annar leikur Arons fyrir landsliðið
var gegn Færeyjum. MYND/ANTON
HANDBOLTI Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, þjálfari karlalands-
liðsins í handbolta, tilkynnti í gær
hvaða 21 leikmann hann hefði
valið í æfingahóp fyrir næstu leiki
í undankeppni EM og lokakeppni
HM.
Tæpur mánuður er í að Ísland
mæti Portúgal í fyrsta leik á HM, en
í aðdraganda mótsins mætast liðin
heima og heiman í undankeppni
EM. Íslenska liðið sem kemur
saman til æfinga á Íslandi þarf því
að ferðast til Portúgals, aftur til
Íslands og svo til Egyptalands til að
mæta sama liðinu á öllum stöðum.
Það eru tæplega ellefu þúsund
kílómetrar sem jafngildir f lugi til
Suðaustur-Asíu. Guðmundur lýsti
skiljanlega áhyggjum yfir ferða-
laginu á blaðamannafundi í gær.
„Þetta eru löng ferðalög og það er
mjög erfitt að komast frá landinu
og til landsins. Við höfum áhyggjur
af ferðalagi okkar aftur til Íslands
frá Portúgal. Það gæti reynst okkur
mjög erfitt að komast aftur til
landsins. Möguleiki er á því að við
þyrftum að gista aukanótt í Portú-
gal og þar með erum við búnir
að tapa mjög mikilvægum degi í
undirbúningi, bæði fyrir seinni
leikinn við Portúgal og samhliða
fyrir HM.“ – kpt
Áhyggjur af ferðalögunum
Frá æfingu landsliðsins í handbolta í aðdraganda EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
Hátíð
í bæ
FÓTBOLTI Jack Grealish, fyrirliði
Aston Villa og leikmaður enska
landsliðsins, var í gær dæmdur og
sviptur ökuréttindum í níu mán-
uði eftir að hafa gengist við að hafa
ekið undir áhrifum áfengis fyrr á
árinu. Þá var Grealish sektaður um
rúmlega áttatíu þúsund pund eða
tæplega fjórtán milljónir íslenskra
króna fyrir athæfið.
Lögreglan í Birmingham birti
myndband af brotum Grealish í gær,
sem reyndi að keyra heim undir
áhrifum áfengis úr samkvæmi
undir lok mars. Í myndbandinu sést
Grealish klessa á nærliggjandi bíla.
Miðjumaðurinn var aftur stöðvaður
af lögreglu í haust fyrir kæruleysis-
legt aksturslag yfir hámarkshraða
stutt frá æfingasvæði Villa. – kpt
Dæmdur fyrir
ölvunarakstur
1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT