Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 25
Be lg ía Fr ak kl an d Þý sk al an d Au st ur rí ki H ol la nd Fi nn la nd Sl óv ak ía Sv is s D an m ör k Ír la nd Sl óv en ía Ja pa n Sv íþ jó ð Li th áe n Po rt úg al Sp án n Ta ív an M al ta Ký pu r Le tt la nd N or eg ur Br et la nd Té kk la nd N ýj a- Sj ál an d Ás tr al ía Ís ra el Ka na da Ít al ía Su ðu r- Kó re a Gr ik kl an d Ba nd ar ík in Si ng ap úr Ís la nd 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0,0% -0,5% -1,0% ✿ Vaxtabyrði miðað við skuldastöðu 2025 og núverandi 10 ára vexti - sem hlutfall af landsframleiðslu H EI M IL D :A G S Ekki sama hvernig lánsfénu er varið Í ljósi þess að hið opinbera horfir fram á meiri hallarekstur á verri lánskjörum en flest önnur samanburðarríki, er mikilvægt að verja fjármunum með skyn- samlegum hætti að sögn Ingólfs Bender. Hann segir Samtök iðnaðarins nokkuð ánægð með forgangsröðun sem birtist í fjár- lögum ríkissjóðs. „Forgangsröðunin hefur verið á þætti eins og nýsköpun, innviði, menntun og bætt starfsumhverfi fyrirtækja. Áherslan hefur verið á þessa þætti sem skipta mestu fyrir framleiðni og samkeppnis- hæfni. Við höfum verið ánægð með þessar áherslur þó svo að alltaf megi hnika einhverju til,“ segir Ingólfur. „Það skiptir máli hvernig peningunum er varið, það er að segja að þeim sé ekki sóað í verkefni sem engum eða litlum ávinningi skila, heldur varið í að skapa grundvöll fyrir aukinni verðmætasköpun og fjölgun starfa,“ bætir hann við. Hins vegar er ekki á vísan að róa með þátt sveitarfélaga. „Sveitarfélögin hafa mörg hver boðað aðgerðir sem hafa verið í anda þess sem ríkið hefur boðað. Til dæmis boðuðu mörg þeirra auknar innviðafjárfestingar sem mótvægisaðgerð við efnahags- áfalli faraldursins. Við eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða. Ég hef að vissu leyti áhyggjur af því að sveitarfélögin standi ekki öll við þessi loforð.“ Anna Hrefna hjá SA segir mikil- vægt að tryggja að þau fjárfest- ingaverkefni sem sveitarfélög ráðast í verði sannarlega arðbær. „Það er erfitt að sjá hvernig þau sveitarfélög, sem ekki hafa fjárhagslegt svigrúm, ætli að fjárfesta sig út úr kreppunni án þess að auka verulega við skuld- setningu sína og ógna þannig sjálfbærni fjármála sinna. Ef fjárfestingar þeirra skila ekki arði þurfa þær að vera fjármagnaðar úr rekstrinum en það lítur ekki út fyrir að mikið svigrúm verði til þess.“ Vaxtabyrði ríkissjóðs Íslands gæri orðið um 2,14 prósent af landsframleiðslu samanborið við tæplega eitt prósent hjá gríska ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN árið 2025. Þar sem tíu ára vextir eru neikvæðir, svo sem í Svíþjóð, Dan­ mörku og Finnlandi, verður vaxta­ byrðin einnig neikvæð. Anna Hrefna segir að aukin skuldsetning ríkissjóðs muni að öllum líkindum leiða til þess að hækka þurfi skatta til að standa undir óbreyttum útgjöldum. Nema hagvöxtur verði það kröftugur að skattstofnarnir breikki og skili verulega auknum tekjum án þess að skattprósentur séu hækkaðar. „Þó myndi taka langan tíma að vinna á skuldastabbanum með því að treysta alfarið á aukinn hag­ vöxt. Það er óábyrgt að treysta á slíkan hagvöxt og hafa þarf hugfast að sögulega lágt vaxtastig endur­ speglar einmitt dræmar hagvaxtar­ horfur,“ segir Anna Hrefna. Vannýtt úrræði Ingólfur Bender nefnir að skulda­ staða ríkissjóðs hafi verið góð fyrir og jákvætt sé að ríkissjóður sé að beita sér með virkum hætti til að vinna á móti niðursveiflunni. „Það má kannski líkja þessu við bólu­ setningu að því leyti að hækkun langtímavaxta hefur verið neikvæð hliðarverkun af jákvæðri aðgerð. Við þurfum þó að vinna gegn vaxta­ hækkunum að því marki sem hægt er og stjórnvöld hafa tækin til þess.“ Eins og kunnugt er boðaði Seðlabanki Íslands magnbundna íhlutun, það er að segja uppkaup á ríkisskuldabréfum með prentun peninga, í vor, til þess að tryggja að fjármagnsþörf ríkisins þrýsti ekki upp vöxtum. Bankinn, sem hefur kaupheimild upp á samanlagt 150 milljarða króna, hefur ekki beitt sér í miklum mæli en á fundi Við­ skiptaráðs um miðjan nóvember sagði Ásgeir Jónsson seðlabanka­ stjóri að árið 2021 yrði „ár peninga­ prentunar“. Annað tæki sem stjórnvöld geta beitt til að fá hagstæðari lánskjör og létta á þrýstingi á innlendum skuldabréfamarkaði er erlend lán­ taka. Samkvæmt fjáraukalögunum hefur ríkissjóður heimild til að taka lán að fjárhæð samtals 360 milljörðum króna í erlendri mynt á þessu ári en ekki hefur verið gefin út skýr stefna um áætlanir ríkissjóðs í þessum efnum. Síðasta erlenda f jármögnun ríkissjóðs var í maí þegar gefið var út skuldabréf að fjárhæð 500 millj­ ónum evra, jafnvirði um 76 millj­ arða króna á þáverandi gengi. Nam eftirspurnin nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Tryggja þarf aðkomu sjóða Þrátt fyrir erlenda lántöku, sem felur í sér gjaldeyrisáhættu, og magnbundna íhlutun Seðlabank­ ans, sem er takmörkuð við 150 milljarða króna, er fjármagnsþörf ríkisins af þeirri stærðargráðu að mikilvægt er að tryggja þátttöku lífeyrissjóðanna, stærstu innlendu stofnanaf járfestanna, að sögn Ingólfs Snorra hjá Íslandssjóðum. Hann bendir á að framan af ári hafi ríkissjóði gengið vel að fjármagna sig með útgáfu styttri skuldabréfa sem keypt voru að miklu leyti af bönkum. „En það verður að segjast að það hefur gengið erfiðlega að fá lífeyris­ sjóðina til að fjármagna ríkissjóð á lengri endanum í því magni sem ríkið hefur þörf fyrir. Það er ákveð­ in pattstaða í gangi á skuldabréfa­ markaðinum í dag,“ segir Ingólfur Snorri. Á stuttum tíma hefur framboð ríkisskuldabréfa stóraukist en á sama tíma hefur eftirspurnin ekki verið að aukast að sama skapi. Ing­ ólfur Snorri bendir á að útgáfuáætl­ un ársins hafi breyst úr því að vera neikvæð um 20 milljarða í ríf lega 100 milljarða aukningu og erlendir aðilar hafi selt fyrir um 30 milljarða frá júnílokum. „Þegar eftirspurnarhliðin stækkar ekki að sama skapi þá skilar það sér í hærri ávöxtunarkröfu eins og við Það er óábyrgt að treysta á slíkan hagvöxt og hafa þarf hugfast að sögulega lágt vaxtastig endurspeglar einmitt dræmar hagvaxtar- horfur. Anna Hrefna Ingi- mundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins Aukning skulda leggst því þyngra á íslenska ríkið sem þarf meiri skattheimtu, niður- skurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í fram- tíðinni. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins Lífeyrissjóðirnir eru ekki hagstjórn- artæki sem ríkið grípur til þegar gefur á bátinn. Guðrún Hafsteins- dóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða höfum séð að undanförnu. Til að fá betra jafnvægi þyrfti að sjá meiri endurkaup af hálfu Seðlabank­ ans, nýtt innf læði, til dæmis frá erlendum aðilum eða minnka fram­ boðið innanlands með því að gefa út erlendis,“ segir Ingólfur Snorri. Eru ekki hagstjórnartæki Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við Markaðinn í nóv­ ember að hann hefði áhyggjur af því að lífeyrissjóðirnir væru að mestu fjarverandi þegar kemur að því að fjármagna bankakerfið og eins rík­ issjóð, með kaupum á ríkisskulda­ bréfum á markaði. Eignarhald lífeyrissjóða á ríkis­ skuldabréfum, sem hlutfall af heildarmagni, hefur lækkað úr 40 prósentum niður í 37 prósent frá áramótum. Uppfærðar fjárfest­ ingastefnur sjóðanna, sem þeim ber að skila árlega til fjármálaeftir­ lits Seðlabanka Íslands, benda til þess að hlutfallið geti minnkað enn frekar á næstu misserum. Samtryggingadeild Almenna lífeyrissjóðsins mun til að mynda lækka hlutfall ríkistryggðra skulda­ bréfa af eignasafni sínu úr tæplega 22 prósentum niður í 10 prósent. Aðrir stórir sjóðir á borð við Gildi og LSR hyggjast einnig minnka vægi ríkisbréfanna. „Innan lífeyriskerfisins ríkir skilningur á fjárþörf ríkisins en líf­ eyrissjóðirnir eru hins vegar ekki hagstjórnartæki sem ríkið grípur til þegar gefur á bátinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Lands­ samtaka lífeyrissjóða. Hún leggur auk þess áherslu á að lífeyrissjóð­ irnir séu ekki ein heild heldur sjálf­ stæðir, mismunandi að gerð og með mismunandi áherslur. Þegar lífeyrissjóðirnir stóðu frammi fyrir ákvörðun um að fjár­ festa í hlutafjárútboði Icelandair, var ein röksemdin fyrir þátttöku sjóðanna sú að þeir þyrftu að horfa á málið í víðu samhengi. Íslenskt efnahagslíf, og þar með eigna­ söfn lífeyrissjóðanna, ætti mikið undir því að tryggja f lugrekstur Icelandair. Eru líkindi á milli hlutafjárútboðs Icelandair og skuldabréfaútboðs ríkisins að því leyti að efnahagslífið, og þar með eignasöfn sjóðanna, á mikið undir þátttöku sjóðanna? „Okkur er skylt að hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi við allar fjárfestingaákvarðanir og því þarf að taka samfélagslega ábyrgð með í reikninginn,“ segir Guðrún en sem stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzl­ unarmanna greiddi hún atkvæði með þátttöku sjóðsins í útboðinu, einkum með vísan til þeirra víð­ tæku hagsmuna sem voru í húfi. „Lífeyrissjóðirnir geta ekki látið undan þrýstingi um að fjármagna ríkisskuldir. Þeir geta ekki hvikað frá ábyrgð gagnvart sjóðfélögum,“ segir Guðrún. Hún tekur fram að lífeyrissjóðir hafi sýnt samfélags­ lega ábyrgð í verki með því að styðja kröftuglega við íslenskt atvinnulíf í gegnum árin. Vill ekki rjúka upp til handa og fóta vegna lágvaxtaumhverfis Lítill áhugi lífeyrissjóða á ríkis­ skuldabréfum hefur vakið upp spurningar um lögbundna 3,5 prósenta uppgjörskröfu sjóðanna – einnig kölluð ávöxtunarviðmið – og hún sögð mögulega vera of há, miðað við núverandi lágvaxta­ umhverfi. Í nýlegri umfjöllun Markaðarins sagði Daníel Svavarsson, forstöðu­ maður hagfræðideildar Landsbank­ ans, að lágvaxtaumhverfið varpaði ljósi á hversu „úrelt“ þetta viðmið væri orðið. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, sagði að heppilegra hefði verið að gera breytingu á viðmiðinu fyrir nokkrum árum heldur en nú, þegar ríkissjóður þarf á miklu fjár­ magni að halda. Breytingar af slík­ um ástæðum gætu „grafið undan trúverðugleika kerfisins“. Guðrún bendir á að uppgjörs­ krafan sé notuð til að núvirða eignasöfn lífeyrissjóða í heild sinni en ekki einstakar fjárfestingar við tilteknar markaðsaðstæður. „Lífeyrissjóðir hafa sýnt og sann­ að að þeir hafa fjárfest undir þessu viðmiði, til dæmis í skuldabréfa­ útboði Haga þar sem sem ávöxt­ unarkrafan fór undir 3,5 prósent. Einnig má nefna nýlegar skulda­ bréfaútgáfur fasteignafélaganna sem eru allar vel undir 3,5 prósenta ávöxtunarkröfu, lífeyrissjóðir hafa verið áberandi kaupendur þessara bréfa. Það er því ljóst að þetta við­ mið hefur ekki hamlað lífeyris­ sjóðum,“ segir Guðrún og ítrekar að lífeyrissjóðir séu langtímafjár­ festar. „Uppgjörskrafa upp á 3,5 pró­ sent er alls ekki fráleitt viðmið fyrir lífeyrissjóði sem hafa í gegnum árin sýnt að þeir geti náð þessari ávöxtun. Ég sé ekki ástæðu til að rjúka upp til handa og fóta þó svo að vextir hafi verið lágir í tvö ár eða svo. Við þurfum að horfa áratugi fram í tímann.“ MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.