Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
anda fæðingarinnar: „Ég
hafði vissulega heyrt mis-
góðar fæðingarsögur á með-
göngunni og einhverjar konur
höfðu sagt mér að þetta væri
hellað dæmi. Ég kinkaði alltaf
kolli og virtist skilningsrík en
hugsaði með mér: Jájá, fæðing
er kannski erfið fyrir svona
venjulega snakkpokakonu
eins og þig sem hefur aldrei
fengið tíu í leikfimi í MR eða
drukkið tvo lítra af vatni á
tveimur mínútum án þess að
gubba. En ég mun hins vegar
fara létt með þetta. Ó, mikil
var heimska mín og hroki.“
Það er ekki hægt að lýsa
því hvað þetta er mikið álag
á líkamann, segir Saga, sem
var um tíma farin að efast um
að þetta væri eðlilegt. „Ég
trúði því bara ekki að fólk
væri bara að þessu. Ég skildi
alls ekki að þetta væri díll-
inn. Mér var sagt að þegar ég
væri komin í rembinginn væri
þetta kannski korter, tuttugu
mínútur í barnið. Ég rembdist
og öskraði í tvo klukkutíma.
Ég hélt tvisvar að ég væri
búin að örmagnast og gæti
alls ekki meir. Og þá fór ég
að hugsa: Hvað gerist þegar
ég get ekki meira? Klára þau
þetta fyrir mig? Eða vakna ég
eftir tvo tíma og þarf að byrja
upp á nýtt? Hvernig virkar
þetta eiginlega?“ segir Saga
og skellir upp úr.
„Snorri tók gítarinn sinn
með,“ bætir hún við og segir
að það hafi aldrei myndast
stemming fyrir því.
„Snorri er svo rólegur að
hann sýndi aldrei að hann
væri hræddur en við horfð-
umst í augu eftir að barnið
var komið og hugsuðum bæði:
Þetta var rosalegt!“
Saga viðurkennir að hafa
í kjölfarið lofað sjálfri sér
að gera þetta aldrei aftur en
í dag sé staðan önnur. „Það
er svo yndislegt að eiga lítið
barn sem vill láta knúsa sig
að núna er ég smá hrædd um
að ég verði að eignast barn á
þriggja ára fresti.“
Það að vera ólétt var hins
vegar gaman að hennar sögn.
„Fólk var svo glatt að ég væri
ólétt og gott við mig. Mér
fannst stundum eins og fólk
héldi að ég væri að ganga
með barnið þeirra. Áhuginn
og gleðin var svo einlæg.“
Ævintýri í lest
„Fyrir fjórum árum langaði
mig svo að flytja til útlanda,
fara í nám eða breyta eitt-
hvað til. Mér fannst ég vera
að gera það sama ár eftir
ár. Ég sá að það var verið að
kenna afbrotafræði í Kanada
og sagði við Snorra að það
væri kannski sniðugt. Hann
benti mér á að ég hefði engan
áhuga á því – sem ég hef ekki.
Mig langaði bara svo í eitt-
hvað nýtt,“ segir Saga sem sá
fyrir sér að það væri sniðugt
að geta sagst vera leikkona og
afbrotafræðingur.
Lífið tók hins vegar óvænta
stefnu svo útlönd þurftu að
bíða. „Svo varð ég ólétt. Þegar
Edda var að verða eins árs, þá
fórum við að ræða Interrail –
fara bara eitthvað í þrjá mán-
uði. Snorri kaupir svo miðana
og allt í einu var bara vika
í að við færum og við ekki
með neitt nema miðann. Við
flugum sum sé út og Interrail-
miðinn hljóðar upp á ákveðið
marga ferðadaga í lest. Það
er svo geðveikt að ferðast
með lest. Það var svo fallegt
að horfa á útsýnið í gegnum
gluggann, borða nesti; osta,
brauð og drekka rauðvín á
meðan barnið svaf í lestinni.
Þetta var stórkostlegt. Þetta
var eins og að vera í Harry
Potter-mynd/Villta vestrinu/
Chocolait – þarna 90‘s negl-
unni með Johnny Depp.
Sumar lestarferðirnar eru
ótrúlega eftirminnilegar. Við
vorum heldur ekki með neinn
sérstakan tilgang annan en að
„njóta“. Við fórum til dæmis
til Genova og fannst það frá-
bært og þá vorum við bara
lengur.“
Hún segir ferðina hafa
verið mjög afslappaða og að
stundum hafi þau ekki bókað
gistingu nema með tveggja
daga fyrirvara. „Við notuðum
Airbnb mikið og þetta var
aldrei vandamál – fyrir mig.
Snorri hamaðist í þessu.“
Saga segir eiginmanninn
vera duglegan að sjá um það
sem hún kallar flóknu hlutina.
„Áður en við kynntumst átti
ég ekki sjónvarp. Ég hringi
ennþá einu sinni í mánuði í
Snorra og spyr hann að því
hvernig ég kveiki á sjónvarp-
inu. Sjálf er ég ekki tækni-
vædd og er frekar áttavillt.
Á ferðalögum veit hann hvert
við erum að fara og hvað er
bókað. Ég segi honum hvað
mig langar að gera og hann
hjálpar því að verða að veru-
leika. Ef ég væri ekki með
honum þá væri ég að gera
færri hluti, gera þá verr og
væri örugglega villt.“
Jesús sem kona
Styrkur og sjálfstæði Sögu
liggur á öðrum sviðum og ekki
síst í því að leyfa sér að ein-
blína á styrkleika sína í stað
þess að gera allt sjálf.
„Ég fæddi barnið og ég fer
alltaf út með papparuslið.
Það er svona mitt hlutverk.
Hann eldar allan mat og hann
vill ganga frá ef hann eldar.
Ég svæfi svo oftast. Það er
ekki hægt að segja að það sé
mikið jafnvægi í þessu hjá
okkur. Snorri er frekar mikill
meistari. Ég hlýt að hafa eitt-
hvað. Bíddu, ég ætla aðeins að
hugsa. Ég held að það sé mjög
gaman að vera giftur mér.
Ég er til í allt og sting upp á
mörgu. Ég tek líka sokka upp
af gólfinu. Ég leyfi honum að
henda fötum á gólfið því hann
er svo góður í öllu hinu,“ segir
Saga sem hefur eldað einu
sinni á síðustu þremur árum.
„Ég gerði mjög góða lauk-
súpu. Ég kann alveg að elda
en hann vill gera það. Kannski
ætti ég að elda hana aftur
eftir svona tvö ár,“ segir Saga
sem setur það ekki fyrir sig
að vera móðir sem eldar ekki.
Hún hefur engan áhuga á hlut-
verkum sem staðalímyndir
vilja eigna konum. Þvert á
móti.
„Mér finnst kynhlutverk
mjög áhugaverð. Þegar ég var
lítil tók ég tímabil þar sem ég
vildi bara vera Emil í Kattholti
og klippti mig stutt og svar-
aði ekki öðru nafni. Ég var í
Landakotsskóla og þar var
kynjaskipt í smíði og handa-
vinnu og ég var sett í hóp með
strákunum. Mér fannst það
mjög gaman. Ekki að ég hafi
ekki tengt við stelpurnar en
mér fannst spennandi að fara
yfir þessa línu. Svo tekur mað-
ur eftir þessum línum víðar í
lífinu og kynhlutverk eru nátt-
úrulega hamlandi. Mér finnst
við verða að gera í því að ögra
þeim og má þau út. Auðvitað á
kirkjan að birta mynd af Jesú
sem konu. Það er bara mjög
þakklát tilbreyting og það
er líka ágætt að komast að
því að boðskapur kærleikans
breytist ekki sama hvort hann
kemur frá karli eða konu. Og
hvað vitum við líka um það
hvort Jesú hafi upplifað sig
sem konu en ekki meikað að
Saga er ekki búin að kaupa eina jólagjöf en er hvergi bangin því hún á kamínu. MYND/ANTON BRINK
18. DESEMBER 2020 DV
Fólk var svo glatt að ég væri
ólétt og gott við mig. Mér
fannst stundum eins og fólk
héldi að ég væri að ganga
með barnið þeirra. Áhuginn
og gleðin var svo einlæg.