Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 27
S tacey Ruth Castor var fædd Stacey Daniels og ólst upp í New York fylki. Hana dreymdi um að gerast lögfræðingur og hún þótti vera vel gefið barn. Ekkert varð þó úr slíkum áformum því Stacey varð kornung ástfangin af Mic- hael Wallace, þau giftust árið 1985 og eignuðust tvær dætur á næstu árum. Michael starfaði sem vél- virki en Stacey starfaði hjá sjúkrabílastöð. Hjónin voru í litlum efnum og Stacey kvartaði undan drykkju eig- inmannsins. Er leið að jólum árið 1999 veiktist Michael illa af ókunnum ástæðum. Hon- um versnaði og batnaði á víxl en gekk illa að hrista af sér veikindin. Um það leyti sem hann ætlaði að hafa samband við lækni andaðist Michael á stofusófanum á heimilinu. Það var 11. janúar árið 2000. Dánarorsökin var hjartaáfall. Það þótti sérkennilegur dauð- dagi hjá svo ungum manni með enga sjúkrasögu, en við þetta var látið sitja. Hryllilegur dauðdagi Árið 2003 giftist Stacey manni að nafni David Ca- stor og bar nafn hans upp frá því. Castor rak eigið fyrir- tæki sem sérhæfði sig í sölu, uppsetningu og viðgerðum á loftræstikerfum. Sambúðin súrnaði nokkuð fljótt. David átti sín eigin börn og hafði lít- inn áhuga á að sinna dætrum Stacey. Honum þótti yngri dóttirin hafa truflandi áhrif á sambandið. Árið 2005 lentu Stacey og David í löngu og heiftarlegu rifrildi. Ágrein- ingurinn snerist um að David vildi að þau tvö færu burtu saman í tveggja vikna frí en Stacey vildi ekki skilja dóttur sína eftir heima svo lengi. Fimm dögum eftir þetta rifrildi hringdi Stacey í neyðarlínuna og sagðist hafa áhyggjur af eiginmanni sín- um sem væri búinn að læsa sig inni í herbergi og færi ekki til vinnu. Er lögregla kom á staðinn svaraði David Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is ekki kalli og hurðin að her- berginu var brotin upp. David lá látinn í rúmi sínu. Í herberginu fundust leifar af frostlegi, í glasi á nátt- borðinu og brúsa undir borð- inu. Krufning leiddi í ljós að hann hafði innbyrt frostlög og látist af þeim sökum. Þetta er sársaukafullur og hryllilegur dauðdagi. Það þótti ótrúlegt að David hefði valið þessa leið til að binda endi á líf sitt, fyrir utan að margir sem þekktu til hans töldu fráleitt að hann hefði verið í sjálfs- vígshugleiðingum. Grunur fellur á Stacey Ekki fundust nein fingraför eftir David á glasinu eða brús- anum sem innihéldu frost- löginn. Hins vegar fundust fingraför Stacey á botni glass- ins. Þetta þótti afar grunsam- legt, því Stacey sagðist ekkert hafa farið inn í herbergið til hans undanfarna fimm daga. Lögreglan hafði Stacey nú undir sterkum grun og fékk heimild til að grafa upp lík fyrri eiginmannsins, Mic- haels Wallace. Krufning á líkamsleifum Michaels Wal- lace leiddi í ljós að hann hafði líka innbyrt frostlög. Íbúð Stacey var hleruð, sem og sími hennar, og fylgst var með ferðum hennar. Athygli lögreglu vakti að um margra vikna skeið fór hún aldrei að leiðum eiginmanna sinna, en þeir voru jarðsettir hlið við hlið í kirkjugarði í New York. Stacey varð mjög tauga- óstyrk vegna grunsemda lögreglunnar. Hún reyndi að sækja sér ró og huggun í fé- lagsskap eldri dóttur sinnar, Ashley, sem um þetta leyti SAKAMÁL var 19 ára. Þetta var árið 2007. Stacey bauð dóttur sinni drykk heima. Það kvöld reyndist afar örlagaríkt fyrir Stacey. Sjálfsmorðsbréfið ótrúlega Um morguninn hringdi Sta- cey í Neyðarlínuna og sagði að dóttir hennar hefði tekið inn töflur og væri meðvitund- arlaus. Farið var með Ashley á bráðadeild. Hún skildi eftir sig sjálfsmorðsbréf þar sem hún játaði á sig að hafa myrt bæði föður sinn og stjúpföður með því að byrla þeim frost- lög. Hefði hún nú ákveðið að binda enda á líf sitt vegna samviskubits. Ashley lifði veikindin hins vegar af og þegar hún komst til meðvitundar kannaðist hún ekki við að hafa skrifað sjálfsmorðsbréf. Það síðasta sem hún mundi var að hafa drukkið bragðvondan drykk sem móðir hennar hafði blandað og fært henni. Í tölvu Stacey fundust mörg uppköst að sjálfs- morðsbréfinu og því vaknaði sterkur grunur um að hún hefði skrifað bréfið en ekki Ashley. Fleira grunsamlegt fannst: Erfðaskrá Davids Ca- stor þar sem hann arfleiddi Stacey að öllum eigum sínum, en ekkert rann til barna hans. Enn fremur hafði komið fram að eftir dauða fyrri eigin- mannsins, Michaels Wallace, gat Stacey leyst út 50 þúsund dala líftryggingu hans. Enn fremur þótti ótrúlegt að As- hley hefði getað myrt föður sinn, Michael, því hún var aðeins 12 ára er hann lést. Stacey Castor var ákærð fyrir tvö morð, morðtilraun og fölsun á erfðaskrá. Rétt- arhöld í máli hennar hófust í janúar árið 2009 og stóðu í nokkrar vikur. Hún var fundin sek um alla ákæruliði. Kaldrifjaðir glæpir hennar þykja lýsa ótrúlegu kald- lyndi og siðleysi. Hún myrti tvo menn að því er virðist eingöngu í hagnaðarskyni og reyndi að myrða dóttur sína og klína glæpunum á hana. Stacey Castor var dæmd í 60 ára fangelsi. Hún lét lífið í fangelsi árið 2016 úr hjarta- slagi. Rannsókn leiddi hvorki í ljós sjálfsmorð né morð sem dánarorsök hennar. Hún var fædd árið 1967 og var á 49. ári er hún lést. n Hún skildi eftir sig sjálfsmorðs- bréf þar sem hún játaði á sig að hafa myrt bæði föður sinn og stjúpföður með því að byrla þeim frostlög. TVEIR LÁTNIR EIGINMENN OG ÓTRÚLEGT SJÁLFSMORÐSBRÉF Stacey Castor var tvígift og báðir eiginmenn hennar létust sviplega. Furðulegt sjálfsmorðsbréf dóttur hennar vakti mikla tortryggni og grunsemdir lögreglu. Stacey Castor á leið í réttar- sal. MYND/YOUTUBE- SKJÁSKOT Stacey og David, seinni maður hennar. MYND/YOUTUBE-SKJÁSKOT FÓKUS 27DV 18. DESEMBER 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.