Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 44
Uppáhaldssósan hans Alberts
Albert Eiríksson, matarbloggari og
sósuséní, segir að þessi sósa sé í
uppáhaldi hjá sér. Koníak, sveppir
og rjómi hljóta að skapa einhverja
snilld. „Það er kveikt í koníakinu til
að losna við áfengið úr víninu, já, ég
veit: Illa farið með gott vín… Það
þarf að fara varlega þegar sveppir
eru flamberaðir. Sveppir eru steiktir
á vel heitri pönnu, koníaki hellt yfir
og loks kveikt í. Æfingin skapar
meistarann, best er að byrja með
mjög lítið af koníaki og smá auka
það,“ segir Albert.
1 askja sveppir, skornir í bita
2 msk. góð olía eða smjör
2-3 msk. koníak
½ l rjómi
1 askja rjómaostur
með svörtum pipar – 125 g
1 msk. hunang
kjötkraftur
Smá sósulitur
Salt ef þarf
Hitið olíuna á pönnu og steikið
sveppina, hellið koníaki yfir og
kveikið í.
Bætið við rjóma, smurosti, hunangi,
kjötkrafti, sósulit og salti.
Sjóðið í nokkrar mínútur og smakkið
til.
Sósuna má þykkja með maisena-
mjöli ef ykkur finnst hún enn þá of
þunn.
Pakkasósuredding sem enginn mun gruna þig um
Hamborgarhryggssósa
Berglind Hreiðarsdóttir matar-
bloggari á gotteri.is er ekki hrædd
við að stytta sér leið, hvað þá
þegar útkoman er dásamlega góð.
2 skalottlaukar
2 msk. smjör
1 pk. Toro Brun Saus
1 pk. Toro Saus til Steg
500 ml rjómi
350 ml vatn
1 msk. fljótandi svínakraftur
1 tsk. rifsberjasulta
Saxið laukinn smátt og steikið upp
úr smjöri við miðlungshita þar til
laukurinn mýkist.
Hellið vatni og rjóma út í pottinn og
pískið duftið úr báðum sósupökk-
unum saman við.
Hitið að suðu og hrærið reglulega í
allan tímann.
Bætið krafti og sultu saman við
og leyfið sósunni að malla þar til
annað er tilbúið og hrærið reglu-
lega í á meðan.
Kalkúnasósan hans Sigga Hall
Sigurður Hall matreiðslumeistari
hefur löngum verið talinn sósu-
kóngur Íslands. Siggi er ekki óvan-
ur því að fá símtöl frá ókunnugum
á aðfangadag þar sem hann er
spurður út í eldamennsku sem hann
svarar samviskusamlega. Siggi gaf
út bókina Jólaréttirnir að hætti
Sigga Hall árið 2012 þar sem þessa
gersemi er að finna.
150 g ferskir blandaðir villisveppir
3-5 skalottlaukar, fínt saxaðir
2 greinar timjan
2 lárviðarlauf
2 dl hvítvín
7 dl kalkúnasoð
Heimagert eða keypt gæðasoð
2½ dl rjómi
Salt og hvítur pipar úr kvörn
1 glas púrtvín eða sérrí
Skerið sveppina í jafna bita. Bræðið
smjörið í djúpum potti og þegar það
byrjar að freyða léttsteikið þá svepp-
ina þar í ásamt skarlottlauknum,
tim janinu og lárviðarlaufunum. Létt-
steikið allt án þess að brúna.
Hellið hvítvíninu yfir og látið sjóða
aðeins saman. Bætið soðinu út í og
látið sjóða vel saman. Bætið rjóm-
anum út í og þykkið ef vill.
Látið suðuna koma upp.
Saltið og piprið efti smekk og bætið
víninu út í að lokum.
44 MATUR 18. DESEMBER 2020 DV
Fimm fáránlega
góðar sósur
Rétta sósan setur svo sannarlega punktinn yfir
i-ið þegar góða veislu gjöra skal. Hér koma stór-
kostlegar sósur sem redda nánast hvaða mat sem
er. Leyfðu þér að gera ríflega af sósunni – jólin
eru nú bara einu sinni á ári og ef það er afgangur
af matnum er hann lítið spennandi án sósu.
MYND/AÐSEND
MYND/AÐSEND
MYND/AÐSEND