Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 18
Skattar hafa farið hækkandi Þróun tekna hins opinbera. Milljarðar króna á föstu verðlagi 2019. 18 EYJAN Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is H ver veit nema sótt-varnalækni og heil-b r i g ð i s r á ð h e r r a þóknist að heimila starfsemi líkamsræktarstöðva einhvern tímann á nýja árinu. Þá munu margir vakna við vondan draum, þreklitlir og átta sig á því að þeir eru orðnir fram úr hófi feitir eftir ofát og kyrr- setur í farsóttinni. Dæmi af útþenslunni En fitan hleðst víðar en á maga og læri landsmanna. Fyrir hálfum mánuði gerði ég að umtalsefni hér á þessum vettvangi mikla útþenslu for- sætisráðuneytisins. Starfs- menn þess væru nú orðnir 54 talsins en hefðu verið 35 fyrir áratug – í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur – og aðeins fimmtán í forsætisráðherra- tíð Þorsteins Pálssonar. Fyrir einu og hálfu ári var stofnuð skrifstofa jafnréttismála í ráðuneytinu. Þar starfa sex – allt konur – og væntanlega að jafnréttismálum (þó lítið fari fyrir jafnréttinu í kynja- hlutföllum meðal starfsmanna skrifstofunnar). Skrifstofustjóri jafnréttis- skrifstofu forsætisráðuneytis er Steinunn Valdís Óskars- dóttir, sem var þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2007–2010. Þrír starfsmenn eru lögfræðingar, einn er titl- aður sérfræðingur og einn „aðstoðarmaður ríkisstjórn- arinnar í jafnréttismálum“. Kunnugir telja að rekstur þessarar skrifstofu kosti um 100 til 120 milljónir á ári en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 926,3 milljónum króna til reksturs aðalskrif- stofu forsætisráðuneytis. Skrifborð á skrifborð ofan Stofnun og starfsemi þess- arar skrifstofu í forsætisráðu- neytinu er fróðlegt að skoða í ljósi þess að starfandi er sér- stök ríkisstofnun sem nefnist Jafnréttisstofa og er staðsett á Akureyri. Þar eru átta starfs- menn, fimm eru titlaðir sér- fræðingar, einn lögfræðingur, einn rekstrarstjóri og einn framkvæmdastjóri. Á fjár- lögum næsta árs er gert ráð fyrir 162,3 milljónum til starf- rækslu Jafnréttisstofu. Eðlilegt er að skattgreið- endur spyrji sig hvers vegna þörf sé á sérstakri jafnréttis- skrifstofu í forsætisráðuneyt- inu þegar fyrir er ríkisstofnun sem eingöngu er helguð mála- flokknum. Getur ekki verið að óþarfa fitulag hafi hlaðist á ríkisreksturinn í góðæri undanfarinna ára? Aldrei skortir þó göfugan ásetning þegar báknið blæs út – enda er leiðin til ánauðar vörðuð fögrum fyrirheitum líkt og dæmin sanna. Gríðarlegur hallarekstur Jafnréttisskrifstofan var bara tekin sem dæmi um þenslu í opinberum rekstri en hvarvetna blasir við að útgjöld hafa stórhækkað og starfsmönnum fjölgað. Veiru- kreppan gerir það að verkum að skera þarf niður kostnað í einkageiranum og atvinnu- leysi mælist meira en nokkru sinni. Þrátt fyrir þetta er eng- inn hörgull á nýjum útgjalda- hugmyndum hins opinbera og meira að segja er komin fram sú hugmynd að ríkissjóður eigi að fjármagna hallarekst- ur sveitarfélaga sem þó hafa sína eigin tekjustofna. Samkvæmt fjármálaáætlun verður halli á rekstri ríkis- sjóðs fram til ársins 2025 og skuldir hins opinbera eru að tvöfaldast um þessar mundir. Gert er ráð fyrir því að rekstr- arhalli ríkissjóðs á þessu ári muni nema 269,2 milljörðum króna og nálega sömu upphæð á næsta ári, eða 264,2 millj- örðum. Þessi gríðarlegi halla- rekstur er fjármagnaður með lántökum. Stjórnmálamenn hafa kosið að horfast ekki í augu við vandann – þeir ætla að velta honum alfarið yfir á skattgreiðendur framtíðarinn- ar. Hér ræður án efa miklu að aðeins tæpir níu mánuðir eru til alþingiskosninga og stjórn- málamenn vita sem er að það er til muna auðveldara að afla atkvæða með því að útdeila peningum annarra en koma fram með hugmyndir um ráð- deild og sparnað. En aðhald er þó óumflýjanlegt. Í reynd er bara verið að fresta vand- anum. Auka má framleiðni hjá hinu opinbera Í áliti Viðskiptaráðs við fjár- lagafrumvarpið og fjármála- áætlun er bent á að svigrúm til útgjaldaaukningar verði í öllu falli lítið sem ekkert á næstu árum og því sé nauðsynlegt að „koma auga á alla þá útgjalda- liði sem má umbreyta og auka þar með getu hagstjórnar- innar til að brúa gatið sem er að myndast í opinberum fjár- málum,“ eins og það er orðað. Stjórnmála- menn sýna lítinn sem engan vilja til sparnaðar – enda kosn- ingar á næsta leiti. MYND/ SIGTRYGGUR ARI SKOÐANAPISTILL 18. DESEMBER 2020 DV SPIKIÐ HRIST AF RÍKISREKSTRINUM Gríðarlegur hallarekstur ríkissjóðs fjármagnaður með lántökum. Útgjöld margra stofn- ana hafa stóraukist. Sex starfsmenn eru á nýrri jafnréttisskrifstofu forsætisráðuneytis. Viðskiptaráð hefur skorað á stjórnvöld að horfa til tæki- færa til að auka framleiðni í opinberum rekstri og for- gangsraða verkefnum. Ráðið bendir á að óraunhæft sé „að hið opinbera takist á við þær áskoranir sem framundan eru með því að hækka skatta enda eru skattar hér með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum“. Að mati Viðskiptaráðs þarf að skilgreina betur hlutverk hins opinbera í samfélag- inu. Í nýlegri skýrslu ráðsins sem ber nafnið „Hið opin- bera: Meira fyrir minna“ er meðal annars bent á að skatt- greiðslur hafi aukist umtals- vert síðustu fimm árin sem eðli máls samkvæmt hefur letjandi áhrif á einkaframtak og dregur úr hagvexti og þar með lífsgæðum borgaranna. Tækifæri fyrir stjórnmálamenn Í reynd þarf að innleiða nýja hugsun í opinberum rekstri; leita leiða til sparnaðar og stuðla að aukinni virðingu fyr- ir fjármunum skattgreiðenda. Stjórnmálin eru bersýnilega lent í ógöngum hér landi þeg- ar við blasir að ekki á að vinda ofan af skuldum ríkissjóðs í fyrirsjáanlegri framtíð. Til- lögur Viðskiptaráðs eru ágætt leiðarljós í þessum efnum og tímabær áminning. Hugvits- samir stjórnmálamenn og hliðhollir atvinnulífi ættu að taka tillögum Viðskiptaráðs fagnandi. Það er nefnilega vel hægt að afla atkvæða hjá þeim hluta þjóðarinnar sem ofbýður bruðlið – eða skulum við segja spikið sem óhjá- kvæmilega þarf að hrista af ríkisrekstrinum. n Tollar Neyslu- og leyfisskattar Eignarskattar Vörugjöld Gjöld á launa- greiðendur Annað Skattar á vöru og þjónustu Skattar á tekjur og hagnað HEIMILD: VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS 53 0 41 7 53 0 41 7 53 0 41 7 53 0 41 7 68626348 201445 n 2015 n 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.