Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 18
Skattar hafa farið hækkandi Þróun tekna hins opinbera. Milljarðar króna á föstu verðlagi 2019. 18 EYJAN Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is H ver veit nema sótt-varnalækni og heil-b r i g ð i s r á ð h e r r a þóknist að heimila starfsemi líkamsræktarstöðva einhvern tímann á nýja árinu. Þá munu margir vakna við vondan draum, þreklitlir og átta sig á því að þeir eru orðnir fram úr hófi feitir eftir ofát og kyrr- setur í farsóttinni. Dæmi af útþenslunni En fitan hleðst víðar en á maga og læri landsmanna. Fyrir hálfum mánuði gerði ég að umtalsefni hér á þessum vettvangi mikla útþenslu for- sætisráðuneytisins. Starfs- menn þess væru nú orðnir 54 talsins en hefðu verið 35 fyrir áratug – í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur – og aðeins fimmtán í forsætisráðherra- tíð Þorsteins Pálssonar. Fyrir einu og hálfu ári var stofnuð skrifstofa jafnréttismála í ráðuneytinu. Þar starfa sex – allt konur – og væntanlega að jafnréttismálum (þó lítið fari fyrir jafnréttinu í kynja- hlutföllum meðal starfsmanna skrifstofunnar). Skrifstofustjóri jafnréttis- skrifstofu forsætisráðuneytis er Steinunn Valdís Óskars- dóttir, sem var þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2007–2010. Þrír starfsmenn eru lögfræðingar, einn er titl- aður sérfræðingur og einn „aðstoðarmaður ríkisstjórn- arinnar í jafnréttismálum“. Kunnugir telja að rekstur þessarar skrifstofu kosti um 100 til 120 milljónir á ári en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 926,3 milljónum króna til reksturs aðalskrif- stofu forsætisráðuneytis. Skrifborð á skrifborð ofan Stofnun og starfsemi þess- arar skrifstofu í forsætisráðu- neytinu er fróðlegt að skoða í ljósi þess að starfandi er sér- stök ríkisstofnun sem nefnist Jafnréttisstofa og er staðsett á Akureyri. Þar eru átta starfs- menn, fimm eru titlaðir sér- fræðingar, einn lögfræðingur, einn rekstrarstjóri og einn framkvæmdastjóri. Á fjár- lögum næsta árs er gert ráð fyrir 162,3 milljónum til starf- rækslu Jafnréttisstofu. Eðlilegt er að skattgreið- endur spyrji sig hvers vegna þörf sé á sérstakri jafnréttis- skrifstofu í forsætisráðuneyt- inu þegar fyrir er ríkisstofnun sem eingöngu er helguð mála- flokknum. Getur ekki verið að óþarfa fitulag hafi hlaðist á ríkisreksturinn í góðæri undanfarinna ára? Aldrei skortir þó göfugan ásetning þegar báknið blæs út – enda er leiðin til ánauðar vörðuð fögrum fyrirheitum líkt og dæmin sanna. Gríðarlegur hallarekstur Jafnréttisskrifstofan var bara tekin sem dæmi um þenslu í opinberum rekstri en hvarvetna blasir við að útgjöld hafa stórhækkað og starfsmönnum fjölgað. Veiru- kreppan gerir það að verkum að skera þarf niður kostnað í einkageiranum og atvinnu- leysi mælist meira en nokkru sinni. Þrátt fyrir þetta er eng- inn hörgull á nýjum útgjalda- hugmyndum hins opinbera og meira að segja er komin fram sú hugmynd að ríkissjóður eigi að fjármagna hallarekst- ur sveitarfélaga sem þó hafa sína eigin tekjustofna. Samkvæmt fjármálaáætlun verður halli á rekstri ríkis- sjóðs fram til ársins 2025 og skuldir hins opinbera eru að tvöfaldast um þessar mundir. Gert er ráð fyrir því að rekstr- arhalli ríkissjóðs á þessu ári muni nema 269,2 milljörðum króna og nálega sömu upphæð á næsta ári, eða 264,2 millj- örðum. Þessi gríðarlegi halla- rekstur er fjármagnaður með lántökum. Stjórnmálamenn hafa kosið að horfast ekki í augu við vandann – þeir ætla að velta honum alfarið yfir á skattgreiðendur framtíðarinn- ar. Hér ræður án efa miklu að aðeins tæpir níu mánuðir eru til alþingiskosninga og stjórn- málamenn vita sem er að það er til muna auðveldara að afla atkvæða með því að útdeila peningum annarra en koma fram með hugmyndir um ráð- deild og sparnað. En aðhald er þó óumflýjanlegt. Í reynd er bara verið að fresta vand- anum. Auka má framleiðni hjá hinu opinbera Í áliti Viðskiptaráðs við fjár- lagafrumvarpið og fjármála- áætlun er bent á að svigrúm til útgjaldaaukningar verði í öllu falli lítið sem ekkert á næstu árum og því sé nauðsynlegt að „koma auga á alla þá útgjalda- liði sem má umbreyta og auka þar með getu hagstjórnar- innar til að brúa gatið sem er að myndast í opinberum fjár- málum,“ eins og það er orðað. Stjórnmála- menn sýna lítinn sem engan vilja til sparnaðar – enda kosn- ingar á næsta leiti. MYND/ SIGTRYGGUR ARI SKOÐANAPISTILL 18. DESEMBER 2020 DV SPIKIÐ HRIST AF RÍKISREKSTRINUM Gríðarlegur hallarekstur ríkissjóðs fjármagnaður með lántökum. Útgjöld margra stofn- ana hafa stóraukist. Sex starfsmenn eru á nýrri jafnréttisskrifstofu forsætisráðuneytis. Viðskiptaráð hefur skorað á stjórnvöld að horfa til tæki- færa til að auka framleiðni í opinberum rekstri og for- gangsraða verkefnum. Ráðið bendir á að óraunhæft sé „að hið opinbera takist á við þær áskoranir sem framundan eru með því að hækka skatta enda eru skattar hér með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkjum“. Að mati Viðskiptaráðs þarf að skilgreina betur hlutverk hins opinbera í samfélag- inu. Í nýlegri skýrslu ráðsins sem ber nafnið „Hið opin- bera: Meira fyrir minna“ er meðal annars bent á að skatt- greiðslur hafi aukist umtals- vert síðustu fimm árin sem eðli máls samkvæmt hefur letjandi áhrif á einkaframtak og dregur úr hagvexti og þar með lífsgæðum borgaranna. Tækifæri fyrir stjórnmálamenn Í reynd þarf að innleiða nýja hugsun í opinberum rekstri; leita leiða til sparnaðar og stuðla að aukinni virðingu fyr- ir fjármunum skattgreiðenda. Stjórnmálin eru bersýnilega lent í ógöngum hér landi þeg- ar við blasir að ekki á að vinda ofan af skuldum ríkissjóðs í fyrirsjáanlegri framtíð. Til- lögur Viðskiptaráðs eru ágætt leiðarljós í þessum efnum og tímabær áminning. Hugvits- samir stjórnmálamenn og hliðhollir atvinnulífi ættu að taka tillögum Viðskiptaráðs fagnandi. Það er nefnilega vel hægt að afla atkvæða hjá þeim hluta þjóðarinnar sem ofbýður bruðlið – eða skulum við segja spikið sem óhjá- kvæmilega þarf að hrista af ríkisrekstrinum. n Tollar Neyslu- og leyfisskattar Eignarskattar Vörugjöld Gjöld á launa- greiðendur Annað Skattar á vöru og þjónustu Skattar á tekjur og hagnað HEIMILD: VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS 53 0 41 7 53 0 41 7 53 0 41 7 53 0 41 7 68626348 201445 n 2015 n 2019

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.