Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 24
24 FÓKUS JÓLAGJAFIR TIL MÓTHERJA Jólin eru hátíð ljóss og friðar sem þýðir að þeir sem að jafnaði eru mótherjar geta slíðrað sverðin um stund og tekist í hendur. DV leitaði til nokkurra aðila sem að jafnaði teljast mótherjar – eða sem DV gat ímyndað sér að væru mótherjar og spurði þá hvað þeir gætu hugsað sér að gefa mótherja sínum í jólagjöf. 18. DESEMBER 2020 DV BÆJARSTJÓRARNIR LÖGREGLUÞJÓNARNIR BÍÓ-ARNIR Löngum hefur sú saga gengið manna á milli að það andi köldu á milli sveitarfélaganna Árborgar og Ölfuss. Því hafði DV samband við bæjarstjórana. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hrakti þó flökkusöguna og sagði sveitarfélögin mikla samherja. Þó svo að Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson hjá al- mannavarnadeild ríkislögreglustjóra séu nú álitnir samherjar þá vissi DV betur. Rögnvaldur væri örugglega að reyna að steypa Víði af stóli og taka stöðu hans í þríeykinu. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bíó Paradísar, og Árni Samú- elsson, forstjóri Sambíóanna, eru í samkeppni þó svo að framboð kvik- myndahúsanna sé ólíkt. ELLIÐI VIGNISSON, BÆJARSTJÓRI ÖLFUSS „Ef ég ætti að gefa Gísla Hall- dóri vini mínum jólagjöf þá myndi ég kaupa handa honum ævisögu Einars Ben. sem lauk sínu magn- aða lífi, saddur lífdaga, í Herdísar- vík hér í Ölfusi.Ég myndi síðan fá sameiginlegan vin okkar, Gunnar Egilsson oddvita minnihlutans í Árborg, til að fara í jólasveina- búning og færa Gísla gjöfina. Við það tækifæri myndi hann leiklesa ljóðið „Brim“ með þeim hætti sem hann einn getur.“ RÖGNVALDUR ÓLAFSSON „Ég gæfi honum líklega „kósí- galla“, gott teppi og góðan kakó- bolla svo hann geti vanist því enn betur að horfa á mig í sjónvarpinu á upplýsingafundum almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis, með Þórólfi og Ölmu.” HRÖNN SVEINSDÓTTIR „Ég myndi vilja sjá til þess að Árni vinur minn hefði það örugglega toppnæs yfir hátíðarnar og myndi því gefa honum fótanuddtæki sem er líka hægt að poppa í, allt Bad Boys safnið eins og það leggur sig á Blu-ray og kippu af pepsí max.” GÍSLI HALLDÓR HALLDÓRSSON, BÆJARSTJÓRI ÁRBORGAR „Helst af öllu vildi ég gefa honum eins og tvo milljarða í uppbygg- ingu hafnarmannvirkja í Þorláks- höfn til að skapa höfninni þann sess sem henni ber, sem inn- og útflutningshöfn og þannig að betur megi taka á móti farþega- skipum.” VÍÐIR REYNISSON „Ég myndi gefa honum flíspeysu því hann á bara stutterma löggu- skyrtur og það er svo kalt í fjöl- miðlaaðstöðunni. Síðan myndi ég bæta við fallegri húfu því hárið gæti farið að þynnast við allar hárreytingarnar af álagi.” ÁRNI SAMÚELSSON Ekki fengust svör frá Árna áður en blaðið fór í prent. En reikna má fastlega með að Árni geri vel við Hrönn og færi henni gjafabréf fyrir tvo í V.I.P salinn í Álfabakka og stóran popp. MYND/ÁRBORG MYND/ERNIR MYND/ALMANNAVARNIR MYND/ÖLFUS MYND/DV MYND/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.