Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 31
ADHD-JÓL
Jólin eru tími ljóss og friðar, sam-
verustunda og notalegheita. Þau
geta samt verið streituvaldandi
og einkum hjá fólki með ADHD
sem á oft erfitt með rútínuleysið.
D r. Drífa Björk Guð-mundsdóttir sálfræð-ingur ræddi við DV
um hátíðirnar og ADHD, en
hún hélt nýlega fyrirlestur
um það efni hjá ADHD-sam-
tökunum. Drífa segir jólin
geta reynst mörgum erfið, en
það séu þó til leiðir til að létta
á streitunni.
Erill og streita
Þó að jólin séu yfirleitt álitin
tími fyrir notalegheit, kúr og
samverustundir þá er að ýmsu
að huga í aðdraganda jóla og
fyrir fólk með ADHD, sem
gjarnan á erfitt með að skipu-
leggja sig, geta jólin valdið
álagi og streitu.
„Um jólin er mikill almenn-
ur erill og streita sem fer ekki
vel í fólk með ADHD því það á
oft erfitt með að útiloka áreiti
sem við hin getum alla jafna
síað burt. Því geta hátíðirnar
verið svolítið yfirþyrmandi og
valdið streitu sem ADHD-fólk
á erfiðara með að tækla.“
Fjölskylduboð, jólagjafaleið-
angrar, matseld, jólasveinar
og margt annað getur leitt til
þess að ADHD-fólk oförvist.
Eins er dagleg rútínan sett
í uppnám þar sem reglu og
festu er kastað fyrir róða fyrir
hina og þessa jólahefðina.
„Fyrir þá sem eru með
ADHD er best að hlutir séu
í sem föstustu skorðum. Það
auðveldar þeim lífið að vita
svona nokkurn veginn hvað
er að fara að gerast, hvar, hve-
nær, hvernig, með hverjum og
hvers vegna.“
Jólin riðla þó öllu og verk-
efnin geta hlaðist upp en er
gjarnan frestað, en frestun
er eitthvað sem margir með
ADHD kannast vel við.
„Í öllum erlinum sem fylgir
jólunum geta hlutir farið að
virka óyfirstíganlegir,“ segir
Drífa.
ADHD-jól í ár
Drífa segir að jólin í ár gætu
endað með að verða ADHD-
jólin miklu. Vegna kórónu-
veiru faraldurs hafa lands-
menn verið beðnir um að velja
sér tíu aðstandendur í jólakúlu
og forðast að hitta aðra en þá
sem í kúlunni eru. Það hefur
sett strik í reikninginn gagn-
Öll spennan í
kringum jólin
getur valdið
oförvun hjá
ADHD-fólki.
MYND/GETTY
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
vart hefðbundnum og fjöl-
mennum fjölskylduboðum.
Fyrir ADHD-fólk getur þetta
leitt til minna áreitis og meiri
afslöppunar. „Rútínan fer oft
úr skorðum á jólunum. Jóla-
veislur eru haldnar seint sem
ruglar svefninn hjá krökk-
unum og setur allt á haus. Það
verður minna um þetta núna.“
Jafnvel jólaverslunin er
með breyttu sniði en fleiri og
fleiri nýta sér netið til að ljúka
jólainnkaupunum. Eins birtist
stöðugt áminning um að jólin í
ár verði óhefðbundin og öðru-
vísi. ADHD-fólki, sem þrífist
gjarnan best í fyrirsjáanleika
og skipulagi, henti það sérlega
vel.
„Þetta er kannski stöðug
áminning um að það þurfi
að hugsa fram í tímann og
kannski meiri hvatning fyrir
fólk með ADHD til að setja sig
í þau spor.“
Sjónrænt skipulag
„Svona eru jólin,“ sungu Eyj-
ólfur Kristjánsson og Björgvin
Halldórsson forðum. En lagið
á ekki við núna enda verða
jólin í ár vonandi þau einu
sem kórónaveiran hefur áhrif
á. Tíðindi um bóluefni sem er
á næsta leiti gefa fullt tilefni
til bjartsýni og því má fastlega
reikna með því að jólin að ári
verði öllu hefðbundnari.
Drífa segir ýmislegt fært til
að gera ADHD-jól auðveldari.
„Helst er hægt að gera það
með því að reyna að skapa
fyrirfram yfirsýn yfir jóla-
mánuðinn og hvað það er sem
þarf að gera að hverju sinni.
Það má til dæmis gera með
því að verða sér úti um stórt
dagatal, hengja upp á vegg og
skrá þar allt það helsta sem
muna þarf eftir og gera. Til
dæmis ef það er jólapeysu-
dagur, jólavinadagur eða álíka
í skólum barna sem á það til að
gleymast hjá fólki með ADHD.
Dagatöl og allar sjónrænar
ábendingar eru af hinu góða.
Þá er gott að fara með börn-
unum yfir dagatalið kvölds
og morgna og eins er hægt að
benda börnunum á dagatalið
ef þau eru orðin óþreyjufull,
stressuð eða kvíðin.“
Það er þó mikilvægt að hafa
dagskrána ekki of þétta. „Það
er mikilvægt að hafa pláss
í dagatalinu til að slaka á og
njóta og til að draga úr áreiti.“
Eins bendir Drífa á að það sé
hægt að hugsa út fyrir ramm-
ann og finna auðveldar leiðir
til að minnka álag. „Ekki fara
í búðir á háannatímum þegar
áreitið er sem verst. Jafnvel
væri gott að reyna að versla
á netinu, þó svo kórónaveiran
sé ekki lengur til staðar. Eins
er hægt að dreifa verkefnum
á lengri tíma. Svo er hægt að
reyna að halda daglegri rútínu
og víkja ekki of mikið frá hefð-
bundnum háttatíma. Því þeg-
ar svefntími, fullorðinna og
barna, fer úr skorðum þá tekur
það tíma að aðlaga hann aftur
rútínunni, það tekur líkamann
tíma að jafna sig.“
Sveigjanlegir jólasveinar
Jólasveinarnir þrettán geta
líka orðið streituvaldur meðal
ADHD-barna. Eftirvæntingin
og spennan getur verið svo
mikil að þau missa úr svefn
og hreinlega ráða ekki við sig.
Drífa segir mikilvægt fyrir
jólasveina að horfa á hegðun
ADHD-barna í heild. Ekki
láta einn atburð skemma ann-
ars góðan dag hjá barninu. Ef
barn hegðar sér vel meirihluta
dags, þá skiptir það kannski
ekki öllu máli þó að það bregði
aðeins út af um kvöldið þegar
barnið er orðið þreytt og óró-
legt.
„Við myndum aldrei gera
svo að hrósa bara börnunum
okkar ef þau eru góð í öllu.
Það er nú þannig að ef börnin
okkar standa sig vel í flestu
þá erum við yfirleitt mjög
jákvæði í þeirra garð. Það er
alveg eins með jólasveininn.“
Fyrir þau börn sem eiga
erfitt með að sofa þegar von
er á jólasveini bendir Drífa
á nokkuð sem gæti komið að
gagni.
„Jólasveinar eru ekki bara
vakandi á nóttunni. Við sjáum
þá oft á daginn úti á götum
eða á hinum og þessum við-
burðum. Foreldrar gætu því
samið við jólasveininn um
að koma við þegar barnið er
í skólanum, frístund eða á
æfingu.“ n
Jólasveinar eru
ekki bara vak-
andi á nóttunni.
FÓKUS 31DV 18. DESEMBER 2020