Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 32
32 FÓKUS Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is María Birta, leikkona, fyrirsæta og athafna-kona með meiru, býr í Las Vegas ásamt eiginmanni sínum listamanninum Ella Egilssyni. Áður en kórónuveirufar- aldurinn skall á fór hún með hlutverk nunnu í sýningunni Atomic Saloon sem naut mik- illa vinsælda. Einn pakki á dag María Birta og Elli ætla að verja jólunum í Vegas. „Við höfum ekki alveg ákveðið hvernig jólin verða. Við höfum varla rætt það,“ segir María Birta. „Hver einustu jól hérna í Vegas eru vanalega haldin heima hjá einum yfirmanni mínum. Hún býður öllum listamönnunum heim til sín, yfir fimmtíu manns, sem taka fjölskyldurnar sínar með og úr verður alveg mega skemmti- leg veisla.“ María Birta og Elli fóru í veisluna í fyrra. „En því miður verður það ekki í ár af augljósum ástæðum,“ segir hún. María Birta er vel gift og segir að Elli sé mun betri í að skipuleggja svona daga heldur en hún. „Hann er lærður mat- reiðslumaður svo ég veit alla- vega að vegan jólamaturinn okkar verður eitthvert svaða- legt gúmmelaði. Ég á líka mjög erfitt með að bíða með að gefa gjafir svo ég hef verið að gefa Ella einn pakka á dag síðan í nóvember.“ María Birta gaf Ella af- mælisgjöf í byrjun desember, þó að hann eigi ekki afmæli fyrr en í apríl. Elli mun fagna fertugsafmæli á næsta ári og vildi bara eitt í afmælis- gjöf; vintage Cadillac. María Birta fann hinn fullkomna bíl, þó nokkrum mánuðum of snemma. Tölurnar sexfölduðust Fyrir um mánuði voru sótt- varnareglur hertar í Vegas. „Þá fóru samkomubann úr 250 manns í aðeins 50 manns. Þetta hefur haft mikil áhrif á mig og mína vinnu, en annars engin önnur áhrif á okkur. Við höfum verið í einangrun hérna úti og aðeins hitt þrjár manneskjur síðan í mars. Við Elli sér um eldamennskuna í ár. María Birta og Elli verða í Vegas um jólin. María Birta og Elli hafa verið gift síðan í júlí 2014. MYNDIR/AÐSENDAR 18. DESEMBER 2020 DV Vilja frekar skreyta pálma- tré en búa til snjókarl María Birta Bjarnadóttir verður í Las Vegas yfir hátíðarnar með eiginmanni sínum, listmálaranum Ella Egilssyni. Hjónin taka faraldurinn mjög alvarlega og kvarta ekki undan snjóleysinu í desember, enda mikið hrifnari af hitanum en íslenska frostinu. tökum þetta mjög alvarlega og erum að gera okkar besta til að smitast ekki,“ segir María Birta og bætir við að íbúar í Vegas skiptist í tvo hópa. „Annaðhvort tekur það þessu alvarlega eða er alveg búið að gefast upp. Hér er allt opið og er búið að vera það í marga mánuði þrátt fyrir að Covid-tölurnar hafi sexfaldast í nóvember,“ segir hún. „Við sjáum hvað gerist. Ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Ég reyni að vera eins jákvæð og ég get, því ég get allavega ekki gert neitt meira sjálf til að stoppa þetta. Það væri bara óskandi að fleiri myndu halda sig meira heima hjá sér.“ Einn dagur í einu María Birta segist ekki hafa hugmynd um hvenær hún kemur næst til Íslands. „Ég gæti verið kölluð aftur til vinnu með sólarhrings fyrir- vara. Svo veit ég að um leið og ég er byrjuð aftur að vinna þá fæ ég áreiðanlega ekkert frí í heilt ár. Ég lifi bara frá degi til dags núna, þetta kemur allt í ljós,“ segir hún. Það er óhætt að segja að veð- urfarið í Vegas sé ólíkt veður- farinu á köldu eyjunni okkar. Það er mjög sjaldgæft að það snjói og meðalhitinn er á bilinu þrjár til fimmtán gráður. En það getur verið heitara, eins og á mánudaginn spáir átján gráðu hita. Aðspurð hvort það sé skrýtið að fagna jólunum í svona miklum hita segist Mar- ía Birta vera orðin vön því. „Við Elli vorum eiginlega búin að gera það að okkar jóla- haldi að vera alltaf í Taílandi um jólin ef við vorum ekki í Los Angeles. Við fílum hita mun betur en snjó svo við njótum þess miklu betur að skreyta pálmatrén úti í garði en að búa til snjókarl,“ segir hún. n Við höfum verið í ein- angrun hérna úti og aðeins hitt þrjár manneskjur síðan í mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.