Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 40
40 FÓKUS E rla Björnsdóttir er sál-fræðingur og doktor í líf- og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í rann- sóknum á svefni og meðferð- um gegn svefnleysi. Svefnfiðrildin Svefnfiðrildin er skemmtileg og falleg saga sem útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum. Í bókinni er einnig fróðleikur fyrir for- eldra varðandi svefn barna og svefndagbók sem hægt er að fylla út með börnum. „Mér hefur lengi fundist vanta gott fræðsluefni um svefn fyrir börn,“ segir Erla um ástæðu þess að hún ákvað að skrifa bókina. „Fræðsla um svefn er ekki hluti af námskrá í dag. Börn læra um næringu og hreyfingu í heimilisfræði og íþróttum, en læra sáralítið um svefn sem er mjög furðu- legt því þetta er ein mikil- vægasta grunnstoð heilsu. Sjálf á ég fjögur börn og hef mikið reynt að predika um góðan svefn við þau. Ég var einhvern tímann að tala við fimm ára son minn um svefn og var að útskýra fyrir honum af hverju svefninn skiptir máli og hvað væri að gerast inni í líkama og heila þegar við værum sofandi. Hann var svo áhugasamur og spurði mig svo margra skemmtilegra spurn- inga þannig að ég fór að búa til ævintýri til að segja honum. Þá rann það upp fyrir mér að það væri frábært að koma þessu í þetta form. Börn eru mjög móttækileg, áhugasöm og spyrja spurninga. Svefninn er mjög dularfullur og spenn- andi, það er ofboðslega margt sem er að gerast í svefni sem er áhugavert og gaman fyrir börn að vita.“ Svefninn jákvæður Erla vill að við förum að líta á svefninn með jákvæðari augum. „Mér hefur stundum fund- ist eins og við tölum neikvætt um svefninn. Leiðinlegt að fara að sofa, við „hæpum“ það svolítið að vaka, eins og börnum þykir spennandi um áramótin að fá að vaka og það er svo heillandi, en svo er eins og það sé neikvætt að fara í rúmið. Mig langaði líka að varpa jákvæðu ljósi á svefninn, hvað hann er góður fyrir okkur, spennandi, hvað er margt merkilegt að gerast í heilanum og líkamanum þeg- ar við sofum og hvað svefninn hefur áhrif á margt í lífinu, eins og hvernig okkur líður, hversu heilsuhraust við erum, hvernig árangur okkar er í skóla, íþróttum, tómstundum og svo framvegis.“ Erla segir fræðslu um svefn fyrir börn standa til bóta. „Landlæknisembættið hefur verið að vinna í þessum mál- um ásamt mér og fleirum,“ segir hún. „Ég vona svo sann- arlega að það verði breyting BEST AÐ BRJÓTA EKKI UPP RÚTÍNU YFIR HÁTÍÐARNAR Erla segir það vera margt sem gerist í svefni sem er áhugavert og gaman fyrir börn að vita. MYND/ANTON BRINK þarna á og ég hef fulla trú á því. Við erum alltaf að verða meðvitaðri um mikilvægi svefns. Það hlýtur að komast í námskrá á næstu árum,“ segir hún. „Þetta á að vera almenn skynsemi en er það ekki. Það er ótrúlega mikilvægt að fræða og auðvitað byrja snemma og beita forvörnum, þá er ekkert betra en að byrja þegar börnin eru ung.“ Fyrir alla Erla segir að bókin hafi upp- haflega verið stíluð á börn fjögurra til átta ára, en eftir að hafa fengið fjölda skilaboða frá foreldrum barna á öllum aldri segist hún vera viss um að bókin sé fyrir alla. „Bókin hefur verið að gagnast mun eldri börnum en ég reiknaði með, og líka börnum sem hafa til dæmis verið hrædd við að sofa ein, hrædd við myrkrið, með ein- hver svefnvandamál eða erf- itt að koma þeim í rúmið á kvöldin. Þetta er allt saman útskýrt í bókinni. Svo er líka heilmikill fróðleikur í þessari bók fyrir foreldra, ömmur og afa og fleiri. Þannig að hún getur í raun og veru hentað öllum aldri,“ segir hún. Foreldrar fyrirmyndir Í bókinni nefnir Erla að for- eldrar ættu að vera börnum sínum fyrirmyndir þegar kemur að heilbrigðum svefn- venjum. „Við ættum sjálf að vera að skapa góðar svefnvenjur, ekki vera að þamba orkudrykki, ekki vera í símanum fram á kvöld, heldur setja svefninn í forgang og allt þetta sem við erum að segja við þau, því þau auðvitað gera eins og þau sjá. Ég held að mikilvægasta forvörnin eigi sér stað inni á heimilinu,“ segir hún. Best að halda rútínu Svefninn á það til að fara úr skorðum yfir hátíðirnar og mælir Erla með að fólk haldi sem mest í rútínuna. „Það vill oft gerast í svona fríum að maður fer að sofa seinna og vakna seinna, og þetta getur oft skapað víta- hring sem verður erfitt að komast úr úr þegar nýja árið gengur í garð og fríið klárast. Börnum líður best í sínum ramma og þau fá bestan svefn ef þau fara að sofa á sínum eðlilegu tímum. Ég held að maður græði í raun og veru mjög lítið á að leyfa þeim að vaka fram eftir og vera kannski að vonast eftir því að þau sofi lengur. Mitt ráð er að reyna að halda rút- ínunni eins eðlilegri og hún er og frekar vera með eitt- hvað skemmtilegra að gera á morgnana þegar við vöknum snemma. Síðan ef rútínan fer í rugl og maður dettur í það að snúa sólarhringnum við þá er mjög mikilvægt að byrja að rétta sig af nokkrum dögum áður en maður mætir í skóla eða vinnu, það er ekki mjög sniðugt að mæta vansvefta til vinnu eða í skóla á nýju ári,“ segir hún. Jólasveinarnir hjálpa Erla segir að það geti hjálpað að setja á fót umbunarkerfi til að hjálpa til með svefninn. „Aftast í bókinni er fróð- leikur fyrir foreldra um svefn og svefndagbók sem er hægt að halda með börnum til að setja jákvæð markmið varðandi nætursvefn. Eins og að gefa límmiða ef þau fara að sofa á réttum tíma, eða sofa nóg. Þannig að það getur verið mjög sniðugt að nota svona umbunarkerfi. Til þess einmitt að gera svefninn jákvæðan og skemmtilegan,“ segir Erla og nefnir jólasvein- ana sem dæmi. „Þeir hjálpa mjög mikið til í desember. Þá vilja allir fara snemma að sofa og sofa vel, þá sér maður hversu vel svona umbunarkerfi virka fyrir börn.“ n Erla Björnsdóttir hefur lengi rannsakað svefn og gaf nýlega út bókina Svefnfiðrildin sem útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum á skemmtilegan hátt. Bókin geymir auk þess fróðleik fyrir foreldra. 18. DESEMBER 2020 DV Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Svefnfiðrildin er tilvalin bók fyrir börn sem og foreldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.