Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 28
28 FÓKUS
Jólagjafir
fyrir fólkið
sem á allt
Sælla er að gefa en þiggja, segir
máltækið, en hvað gefur maður
þeim sem ekki hefur skilað inn
óskalista? Hér koma nokkrar
skotheldar hugmyndir sem gætu
slegið í gegn hjá „allt“ fólkinu.
Það er að segja fólki sem á allt
– eða segist ekki vanta neitt.
Nú eða lufsaðist ekki til þess að
skila inn óskalista.
18. DESEMBER 2020 DV
BOTNLAUS BRÖNS
Public House er með botnlausan
bröns föstudaga til sunnudaga.
Allur matur sem þú getur í þig látið
í tvær klukkustundir.
Þú getur keypt gjafabréf án
drykkja fyrir 4.990 krónur eða
með drykkjum á 5.990 krónur.
KAFFIKLÚBBUR
Hver elskar ekki gott kaffi og hvað
er betra en að fá nýtt og spenn-
andi kaffi í hverjum mánuði til að
smakka?
Gefðu vini þínum áskrift að
Kaffiklúbbnum, þú getur keypt
gjafabréf á kaffiklubburinn.is og
valið um þriggja mánaða áskrift
á 8.890 krónur, sex mánaða
áskrift á 16.990 krónur og eins
árs áskrift á 33.990 krónur.
GRÍNVERK
Hvernig væri að styðja við íslenskt handverk og gefa
gott grín um leið? Hannyrðasnillingurinn Dóra Lind Vig-
fúsdóttir selur handsaumaðar myndir í Jólaþorpinu í
Hafnarfirði auk þess sem hægt er að panta í gegnum
síðu hennar á Instagram – Dóra blessi heimilið. Það er
aldrei til of mikið grín!
Verð: 5.500 krónur.
ILMKERTI OG BLÓMAPOTTUR
Ef þú vilt gera vel við vin þinn og umhverfið eru þessi
ilmkerti frábær lausn. Þegar kertið er brunnið upp er
hægt að nota ílátið sem blómapott. Það er gat í botn-
inum, þú tekur bara límmiðann af, setur lokið undir og
þá ertu komin með fallegan pott. Kertin fást í Mjöll,
fallegri íslenskri verslun í Hamraborg og á mjoll.is.
Minni kertin eru á 3.800 krónur
og stærri kertin kosta 6.800 krónur.
MYND/KAFFIKLUBBURINN.IS
MYND/MJOLL.IS
MYND/PUBLIC HOUSE
MYND/AÐSEND