Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 43
Sölt karamellusósa að hættu Evu – fullkomin sem gjöf Þetta er sósan sem þið verðið að prófa. Hún passar vel með kökum og eftirréttum, og í raun gæti ég borðað hana eina og sér. Það er meðal annars mjög sniðugt að gefa sælkeranum í fjölskyldunni þessa sósu í gjöf. Sósan geymist í ísskáp í tvær vikur. Það er ágætt að hita hana aðeins upp áður en þið berið hana fram. Ég þori að lofa ykkur því að þið kaupið ekki aftur tilbúna sósu þegar þið hafið útbúið ykkar eigin. 200 g sykur 2 msk. smjör ½ – 1 dl rjómi ½ tsk. salt Sjávarsalt er best að mínu mati Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Það er líka afskaplega gott að rista hnetur og bæta út í sósuna. MATUR 43DV 18. DESEMBER 2020 flestu. „Rjómi og smjör… það reddar öllu.“ Ofnalögnin sprakk Í upptökum á sjónvarpsþætti í miðjum jólaundirbúningi með tvö börn gengur á ýmsu. „Það gengur alltaf mikið á í tökum, ég er heppin að vinna með svo skemmtilegu fólki og það er hlegið frá því að töku- liðið mætir eldsnemma og þar til allir fara heim að kvöldi. Þetta eru langir vinnudagar og þá er nauðsynlegt að vinna með skemmtilegu fólki. En þetta er auðvitað tekið upp heima hjá mér, og stelpurnar mínar mæta bara heim til sín eftir leikskóla og skóla og stundum vilja þær vera með í tökum og bara mæta inn í eld- hús og eru með en stundum vilja þær alls ekki vera með. Þá þarf Haddi minn að múta þeim með viðeigandi hætti svo það séu ekki mikil hljóð í tökunum og hann reynir líka að svæfa þær á meðan ég tek upp og þetta er mjög heimilis- legt. Haddi á skilið orðu. Það sprakk líka ofnalögn heima hjá okkur korter í tökur sem þýddi heilmiklar aðgerðir og þetta var bara já… mjög mikið stuð!“ Eva undirbýr sig nú fyrir „the grand finale“ lokaþátt- inn í Jólaboðinu á Stöð 2 sem verður í beinni útsendingu 20. desember. „Kannski það eigi bara eftir að borga sig að vera með svuntu í lokaþætt- inum sem verður í beinni út- sendingu. Fyrstu þrír þætt- irnir voru teknir upp en sá fjórði og jafnframt sá síðasti verður í beinni útsendingu, héðan úr eldhúsinu mínu á Akranesi. Ég er mjög spennt og get lofað mjög hátíðlegum og skemmtilegum þætti með óvæntum uppákomum. Vona samt að ég sulli ekki á mig í beinni, það væri hneisa. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég stýri eigin þætti í beinni út- sendingu og ég hlakka mikið til. Þetta verður allavega eitt- hvað,“ segir Eva Laufey jóla- leg í flaueli með smjör í ann- arri og rjóma í hinni. n GIRNILEGT Ris a la mande er í miklu uppáhaldi hjá Evu og meðal viðfangsefna þáttarins JÓLAKJÓLLINN Rauði fallegi jólakjóllinn er nokk- urra ára gamall en í miklu uppá- haldi. VÆN OG GRÆN Eva elskar kjóla í kvenlegum sniðum. Maðurinn með grímuna tengist fréttinni ekki beint. SVUNTU- LAUS Eva og sam- star fsmenn h e n n a r í eldhúsinu á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.