Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 16
16 EYJAN RÍKISSJÓÐUR HELDUR ÖLLUM STJÓRNMÁLAFLOKKUNUM UPPI Ársreikningar stjórnmálaflokka hafa í fyrsta sinn verið birtir opinberlega í heild sinni. Hér er stiklað á stóru úr ársreikningum flokka sem eiga mann á þingi. 18. DESEMBER 2020 DV 24 0. 95 5. 94 2 kr . 63 .7 52 .4 93 k r. 82 .2 97 .3 09 k r. 54 .8 91 .2 60 k r. 20 5. 96 0. 91 6 kr . 21 .7 53 .7 64 k r. 65 .5 65 .2 14 k r. 2. 55 9. 85 9 kr . n Samfylkingin n Vinstri græn n Sjálfstæðisflokkurinn n Miðflokkurinn n Píratar n Framsóknarflokkurinn n Viðreisn n Flokkur fólksins 80 70 60 50 40 30 20 10 0 1000 800 600 400 200 0 Milljónir króna Milljónir króna Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is R íkisendurskoðun hefur í fyrsta skipti birt í heild sinni ársreikn- inga allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á þingi. Þetta er í samræmi við lög um fjár- mál stjórnmálasamtaka sem voru samþykkt í árslok 2018. Þar var tiltekið að frá og með 2020 skyldu flokkarnir skila fullárituðum ársreikningum síðasta árs til ríkisendur- skoðanda og í stað þess að útdráttur úr þeim yrði síðan birtur opinberlega yrðu árs- reikningarnir birtir í heild sinni. Vantaði fjölda reikninga Stjórnmálaflokkunum ber að skila ársreikningum til ríkisendurskoðanda fyrir 1. nóvember. Sex af átta flokk- um sem eiga mann á þingi skiluðu ársreikningunum á réttum tíma með fullri áritun. Tveir flokkar skiluðu síðar, ársreikningur Flokks fólksins var ekki birtur á vef ríkisendurskoðanda fyrr en 7. desember og ársreikningur Pírata þann 12. desember. Athygli hefur vakið að skoð- unarmenn Pírata gera ýmsar athugasemdir vegna ársreikn- ingsins. Í fyrsta lagi vegna þess að það vantar reikninga fyrir samtals 1,3 milljónum bókfærðra gjalda, þó talið sé ljóst hvað liggi að baki upp- hæðunum. Þá láta þeir í ljós það álit sitt að rekstur flokks- ins hafi „verið helst til kostn- aðarsamur eigi það markmið að nást að flokkurinn eigi nægilegan sjóð til þess að standa straum af kosninga- baráttu á komandi ári“. Einn- ig er lagt til að ársreikninga- gerð verði héðan í frá lokið fyrr á árinu. Launaupplýsingar nýr liður Ný lög um fjármál stjórn- málasamtaka voru samþykkt á Alþingi í desember 2018. Auk breytinga á lögum um stjórnmálasamtök, frambjóð- endur og upplýsingaskyldu þeirra er í lögunum einnig fjallað um aukið gagnsæi, breytingar á framlögum og ársreikninga. Meðal nýmæla er að ítar- legri upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka eru aðgengi- leg almenningi. Nú er til að mynda í fyrsta skipti hægt að sjá hversu hárri upphæð hver flokkur ver í laun og launa- tengd gjöld. Eins og sjá má á kökuritun- um hér til hliðar ver Miðflokk- urinn hlutfallslega minnstu af rekstrarfé ársins 2019 í laun og launatengd gjöld en Píratar hlutfallslega mestu. Þá eru tekjur sundurlið- aðar eftir uppruna þannig að greint er á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögaðilum, fé- lagsgjalda og framlaga frá einstaklingum. Mismunandi er hvort aðalfélag eða undirfé- lög rukka félagsgjöld, og hvort þau eru valkvæð eða nauðsyn- leg til að vera virkur félagi. Undirfélög með tekjur undir 500 þúsund krónum eru und- anþegin því að vera útlistuð í ársreikningum stjórnmála- flokka. Meirihluti tekna allra flokka á þingi kemur úr ríkissjóði og nánast allar tekjur sumra þeirra. MYND/SAMSETT AFKOMA ÁRSINS 2019 EIGNIR Í ÁRSLOK 2019 ÚTSKÝRINGAR Eins og sést á súluriti eru eignir Sjálfstæðisflokksins mun meiri en annarra flokka. Mestu munar þar um fast- eignir og lóðir í eigu flokksins en fasteignamat þeirra, sem og eigna undirfélaga, nam árið 2019 samtals 805 millj- ónum. Þá komu inn rúmar 58 milljónir sem leigutekjur af þessum fasteignum. Sjálfstæðisflokkurinn með dreifðustu tekjuleiðirnar Töluverðar breytingar urðu á samsetningu tekna margra stjórnmálaflokka frá árinu 2018 en það var fyrsta árið í rekstri þeirra eftir að fjár- framlög úr ríkisjóði voru hækkuð um 127 prósent. Hækkunin kom til eftir að fulltrúar sex flokka á Al- þingi lögðu fram beiðni þess efnis til fjárlaganefndar, allra nema Flokks fólksins og Pírata. Í beiðninni var hækk- unin sögð nauðsynleg þar sem framlög ríkisins hefðu lækkað frá því lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi árið 2007, og margir flokkar næðu varla endum saman til að sinna grunnrekstri og það væri ógn við lýðræðið að stjórnmálaflokkar gætu ekki rækt hlutverk sitt. Samkvæmt lögum skal út- 71 .4 89 .3 99 k r. 38 .3 54 .4 59 k r. 67 .0 26 .9 74 k r. 84 7. 50 8. 32 1 kr . 66 .7 94 .2 48 k r. 36 .9 14 .5 77 k r. 23 .8 24 .7 14 k r. 42 .8 74 .1 87 k r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.