Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 52
52 SPORT 433 Arnór sést hér fagna eftir að hafa skorað fyrir CSKA Moskvu, liðið sem hann spilar nú fyrir. MYNDIR/GETTY H inn 21 árs gamli Arnór Sigurðsson er einn efnilegasti knatt- spyrnumaður Íslands. Hann fór aðeins 17 ára gamall frá ÍA á Akranesi, til sænska liðs- ins Norrköping, þar sem hann gat sér gott orð. Hann vakti seinna athygli hjá stærri lið- um í Evrópu, sem endaði með því að hann samdi við stærsta lið Rússlands, CSKA Moskvu. Fyrsta tímabil Arnórs hjá CSKA Moskvu gekk eins og í sögu. Hann var reglulegur byrjunarliðsmaður og átti frá- bæra frammistöðu með liðinu. Meðal annars gegn spænska stórliðinu Real Madrid í Meistaradeild Evrópu, þar sem hann skoraði og átti stoð- sendingu í fræknum sigri. Það hefur hins vegar aðeins hallað undan fæti á yfirstandandi tímabili og hefur Arnór þurft að sætta sig við meiri bekkjar- setu en hann er vanur. „Þegar hlutirnir gerast svona hratt og það gengur vel í byrjun, þá kemur auðvitað pressa með því og það eru gerðar væntingar til manns. Það er gott því þannig vill maður hafa það en tímabilið núna hefur ekki spilast alveg eins og maður hefði viljað. Það koma góðir tímar og slæmir tímar í þessu. Ég held að það sé eitthvað sem allir knatt- spyrnumenn ganga í gegnum.“ Hann er hins vegar með báða fætur á jörðinni og lætur mótlætið ekki sigra sig. „Ég hef verið svolítið inn og út úr liðinu á þessu tíma- bili en það hefur samt sem áður gengið vel þegar ég fæ tækifæri í byrjunarliðinu. Ég hef verið að skila mínu inni á vellinum. Það er að sjálfsögðu pirrandi að detta út úr byrj- unarliðinu þegar manni finnst maður ekki eiga það skilið, en svona er fótboltinn og maður verður að vera jafn mikið fókus eraður þegar það gengur illa hjá manni og þegar geng- ur vel. Ég vil gera betur og vil fá að spila meira og vinn að því á hverjum degi.“ Fékk traustið í Svíþjóð Arnór hóf sinn atvinnumanna- feril hjá sænska liðinu Norr- köping. Þar fékk hann að þróa sinn leik áfram í góðu umhverfi þar sem hann naut mikils trausts. „Þjálfari Norrköping var stór ástæða þeirra framfara sem ég tók á þessum tíma. Hann er frábær í því að vinna með ungum leikmönnum og tók mig snemma að sér og lét mig vita hvernig hann sæi mig fyrir sér í liðinu og til hvers hann ætlaðist af mér. Ég fékk traust og spiltíma hjá Norrköping og hlutirnir gengu upp hjá mér. Það varð til þess að ég gat síðan tekið næsta skref á ferlinum hjá CSKA Moskvu.“ Reynsla Norrköping af Ís- lendingum er góð. Arnór, sem er fæddur og uppalinn á Akranesi, sló í gegn þar og nú er annar Skagamaður að feta í hans fótspor hjá félag- inu. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson er fastamaður í sænska liðinu og það gleður Arnór að sjá hann blómstra undir sama þjálfara og hann hafði hjá Norrköping. „Ég og Ísak höfum þekkst síðan úr æsku. Hann er góð- ur vinur litla bróður míns og mig minnir meira að segja að ég hafi verið að þjálfa hann á einhverjum tímapunkti. Það er auðvitað mjög gaman að sjá hversu vel hann er að standa sig. Ég hef alltaf verið meðvitaður um að hann gæti náð langt og það er ótrúlega gaman að sjá hann standa sig svona vel hjá mínu gamla fé- lagi og ennþá skemmtilegra að hann sé að spila í sama treyju- númeri og ég hafði hjá félag- inu.“ Arnór segir að það sé margt líkt með vegferð hans og Ísaks Bergmanns. „Sagan er nánast að endur- taka sig núna með Ísak Berg- mann. Hann fékk traustið og hefur verið að spila vel. Þetta sýnir það bara svart á hvítu hversu miklu máli það skiptir að ungir og efnilegir leikmenn séu í rétta umhverfinu og með góða leiðsögn. Það gerir gæfu- muninn.“ Heiður að spila fyrir Ísland Arnór hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og á einnig að baki 11 A-landsleiki. Hann fyllist stolti í hvert ein- asta skipti sem hann er valinn í landsliðið. „Það er alltaf heiður að vera valinn í landsliðið og ég er mjög stoltur af því að fá tæki- færi til þess að leika fyrir Íslands hönd og með þessari gullkynslóð leikmanna sem allir þekkja. Það eru forrétt- indi að spila með þeim.“ Íslenska landsliðið hefur Það eru forrétt- indi að fá tæki- færi til þess að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið draumur minn frá því í barnæsku. UPPLIFIR ÆSKUDRAUMINN SEM ATVINNUMAÐUR Arnór Sigurðsson hefur vakið verðskuldaða athygli á knattspyrnu- vellinum. Hann spilar nú fyrir stærsta lið Rússlands, CSKA Moskva. Hann er afar metnaðarfullur og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. 18. DESEMBER 2020 DV Framhald á síðu 54 ➤ Aron Guðmundsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.