Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 22
ÞETTA KOSTA JÓLIN Í ÁR Er líða fer að jólum er ekkert sem dregur meira úr hátíðarskapi fólks en stress og áhyggjur. Það sem eykur hvað mest á streitu og van- líðan eru oft fjárhagsáhyggjur en kostnaðurinn við jólin er töluverður. B laðamaður DV þræddi verslanir í leit að verð-miða á jólin fyrir meðal fjögurra manna fjölskyldu. Þessi meðalfjölskylda heldur ágætlega fast utan um budd- una, passar sig að eyða ekki of miklu í eitt en spreðar án þess að hugsa um það í annað. Meðalfjölskyldan saman- stendur af tveimur foreldrum sem eru löngu hættir að njóta jólanna og tveimur börnum sem elska jólin af öllu hjarta því þau þurfa ekki að standa í öllu veseninu. Jólagjafir Það er misjafnt hvað fólk eyðir í gjafir handa sínum nánustu, meðalfjölskyldan okkar tók stöðuna á fólkinu í kringum sig og náði að útbúa lista með áætluðum útgjöldum í gjafirnar. Foreldrarnir gefa hvort öðru gjöf sem kostar um það bil 15 þúsund krónur. Þá gefa foreldrarnir báðum börn- unum gjafir á svipuðu verði. Systkini foreldranna, sam- tals 4, fá gjafir sem kosta um 7.000 krónur hver. Börn systkinanna eru 8 talsins og fá gjafir fyrir um 4.000 krón- ur. Annað foreldrið gefur for- eldrum sínum gjöf sem kostar 7.000 krónur en hitt foreldrið hefur ekki talað við sína for- eldra í fjögur ár svo þau fá enga gjöf. Kannski símtal en ekkert endilega. Börnin gefa bæði einum vini sínum gjöf, kostnaður- inn við þessar tvær gjafir er samtals 6.000 krónur. Þá koma jólasveinarnir til byggða og rukka foreldrana 500 krónur fyrir hverja heim- sókn. Kertasníkir er aðeins veglegri og heimtar 3.000 krónur frá foreldrunum. Þegar allt þetta er tekið saman eyðir fjölskyldan sam- tals um 142 þúsund krónum í jólagjafir. Jólamaturinn Meðalfjölskyldan okkar borð- ar heima hjá sér um jólin. Hún hefur ákveðið að bjóða engum gestum, ekki vegna heimsfaraldursins heldur einfaldlega því þau nenna því ekki. Fjölskyldan skellti sér í Bónus og keypti það sem þeim fannst vera ómissandi yfir hátíðirnar. Þau fá sér hamborgarhrygg á aðfanga- dag og innbakaða nautalund á jóladag. Þau kaupa meðlæti með kjötinu, kartöflur, baunir og rauðkál, rjóma í sósuna og síðan kaupa þau eftirrétt, ís- tertu og konfekt. Þá kaupa þau líka ýmsa hluti sem þeim finnst vera ómissandi yfir hátíðirnar eins og Mackintosh dollu, malt og appelsín, piparkökur, jóla- tertu, laufabrauð, Cocoa Puffs og gott kaffi í hátíðlegum um- búðum. „Það gera þá 28.632 krón- ur,“ segir starfsmaðurinn og foreldrarnir draga upp vesk- ið. Þá muna foreldrarnir að þau verða líka að fá fullorð- Hvað kosta jólin á þínu heimili ? MYND/GETTY Máni Snær Þorláksson manisnaer@dv.is ins-djúsinn sinn til að halda sönsum um jólin svo þau gera sér ferð í ríkið. Þar kaupa þau sér rútu af Tuborg Julebryg, eina ódýra rauðvínsflösku og 2 dýra jólabjóra til að gera vel við sig. Fyrir þetta borga þau 7.968 krónur. Jólafötin „Þau stækka allt of hratt,“ hugsa foreldrarnir með sér og bölva kynlífinu sem þau stunduðu fyrir 9 og 6 árum síðan. Þau elska börnin sín heitt, það fer bara í taugarnar á þeim að þau geti ekki notað sömu fötin lengur en í eitt ár. Annað barnið vill vera í skyrtu og buxum um jólin en hitt kýs að vera í kjól. Fjöl- skyldan ákveður að kaupa jólafötin í Lindex, þar fá þau fínan kjól á 5.999 krónur en skyrtan og buxurnar kosta samtals 7.198. Jólatréð Foreldrarnir í fjölskyldunni hafa sterkar skoðanir á gervi- jólatrjám. Í stuttu máli má einfaldlega segja að það kem- ur ekki til greina að vera ekki með lifandi jólatré í stofunni. Ilmurinn af greninu er ómiss- andi og plássið í geymslunni fyrir meira drasl sem er notað einu sinni á ári er ekkert. Fjölskyldan fer því í leið- angur sem endar í Garðheim- um. Eftir að hafa grandskoðað hvert eitt og einasta tré í búð- inni komast þau loksins að niðurstöðu og velja 175 sentí- metra háan Normannsþin. Fyrir tréð borga þau 7.350 krónur. Þau versla síðan eina langa ljósaseríu sem kostar 8.950 krónur því húsmóðirin henti hinni óvart með trénu í fyrra í hreingerningaræði. Heildarkostnaðurinn Áður en heildarkostnaðurinn er tekinn saman þarf að gera ráð fyrir að eitthvað sé að gleymast. Vantar eina gjöf fyrir vin barnanna eða eru birgðirnar af jólapappír síðan í fyrra að klárast? Kannski vantar fínni servíettur eða nýjan hátalara til að hlusta á jólatónlistina. Fjölskyldan gerir að minnsta kosti ráð fyrir því að eitthvað vanti svo þau setja 15.000 krónur til hliðar sem getur verið notað í að redda því sem kemur upp á. Þegar allt þetta er síðan tekið saman, gjafirnar, mat- urinn, fötin, tréð og eitthvað sem gleymist, er heildar- kostnaðurinn við jólin í ár 223.097 krónur fyrir meðal- fjölskylduna okkar. Þetta er stór biti fyrir foreldrana að kyngja en þau ná þó að kyngja honum með dýrari jólabjórn- um og kreditkortum. Langstærsti hluti jólakostn- aðarins snýr að gjöfunum eða um 64% af heildarkostnaðin- um. Fjölskyldan gæti því gert jólin sín mun ódýrari með því að eyða minni peningum í gjafir. Annað foreldrið hugsar að á næsta ári gefi þau eitt- hvað fallegt og skemmtilegt sem þau búa til, frekar en að eyða svona miklum peningum í eitthvað sem verður hvort eð er líklegast skilað. n „Þau stækka allt- of hratt,“ hugsa foreldrarnir með sér og bölva kyn- lífinu sem þau stunduðu fyrir 9 og 6 árum síðan. Sundurliðun Jólagjafir 142.0000 kr. Jólamaturinn 36.600 kr. Jólafötin 13.197 kr. Jólatréð 16.300 kr. Annað 15.000 kr. Heildarkostnaðurinn 223.097 kr. 22 FÓKUS 18. DESEMBER 2020 DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.