Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 5
Reykjanesbær fékk tvö þúsund andlitsgrímur að gjöf frá Kína Jin Zhijian, sendiherra Kína, afhenti Kjartani Má Kjartanssyni, bæjar- stjóra í Reykjanesbæ, tvö þúsund andlitsgrímur í heimsókn bæjar- stjórans í kínverska sendiráðið 22. júlí síðastliðinn. Tilefni heimsóknar- innar var m.a. að endurgjalda heimsókn Jin í ráðhús Reykjanesbæjar í apríl í fyrra en einnig til að ræða með hvaða hætti væri hægt að efla vinabæjarsamstarf milli Reykjanesbæjar og Xianyang-borgar. Reykja- nesbær og Xianyang hófu formlegt vinabæjarsamstarf árið 2014 og hefur verið vilji til að efla tengslin. Borgaryfirvöld í Xianyang vildu gefa Reykjanesbæ andlitsgrím- urnar til að styðja við mikil- vægar sóttvarnir í baráttu við kórónuveiruna. Grímurnar verða nýttar í viðkvæmum stofnunum og starfsstöðvum Reykjanesbæjar fyrir bæði starfsmenn og aðra íbúa bæjarins sem heimsækja þær. Margrét Elín ráðin sem yfirkennari Flugakademíu Íslands Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands. Skólinn var nýlega sameinaður úr Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands og er nú stærsti flug- skóli landsins. Margrét Elín býr yfir umtalsverðri reynslu úr flugheiminum og hefur meðal annars starfað sem flugmaður hjá Icelandair síðan 2014 og þar áður sem flugumferðarstjóri hjá Isavia. Auk þess hefur Margrét starfað til fjölda ára sem bók- og verklegur flugkennari hjá Flugakademíu Keilis. „Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum. Stærsta verkefnið til að byrja með er að innleiða upp- færða samevrópska námsskrá. Það er líka vert að minnast á það að þrátt fyrir að flug sé í lágmarki núna vegna veirufaraldurs þá hefur sagan sýnt okkur að besti tíminn til að læra flug sé í kreppu. Það kemur á endanum uppsveifla í fluginu aftur og þá er um að gera að vera tilbúinn,“ segir Margrét Elín, nýráðinn yfirkennari Flug- akademíu Íslands. Skólinn er sá eini sinnar teg- undar sem býður upp á nám til atvinnuflugmanns á Íslandi og er jafnframt einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum. Þann 14. júní síðastliðinn útskrifuðust 78 at- vinnuflugnemar sem er stærsta einstaka brautskráning atvinnu- flugmanna á Íslandi frá upphafi. Nú þegar er orðið fullt í einn bekk á haustönn og búið að opna fyrir umsóknir í annan bekk. Umsókn- arfresturinn rennur út 15. ágúst. „Við bjóðum Margréti hjartan- lega velkomna til starfa. Það er magnað að fá svona öflugan og faglegan kennara til liðs við okkur og við hlökkum mikið til að starfa með henni,“ segir Björn Ingi Knútsson, forstöðumaður og rekstrarstjóri flugakademíunnar. Nám í Flugakademíu Íslands er kennt sem staðnám frá Keflavík og Hafnarfirði. Einnig býðst nem- endum að taka hluta af náminu í fjarnámi. Flogið er frá bæði Kefla- víkur- og Reykjavíkurflugvelli en Flugakademía Íslands er eini flug- skóli landsins sem býður upp á flug frá alþjóðaflugvelli. Kjartan Már og Jin Zhijian, sendiherra Kína. Fjölbreytt ferskt Fiskbúð Reykjaness þar sem ferðalag bragðlaukanna hefst Tökum á móti ykkur með bros á vör ... hjartanlega velkomin! Brekkustíg 40 // Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá 10:00 til 19:00, föstudaga frá 10:00 til 18:00 Þjónustum fyrirtæki, mötuneyti og veitingastaði Fyrirspurnir berist í bæði síma 7839821 og tölvupóst fiskbudreykjanes@gmail.com Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.