Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 30
Friðrik Árnason er búinn að reka hótelið vel á annan áratug en það opnaði árið 1983. Friðrik hefur upplifað ýmislegt í hótelrekstri og ferðaþjónustu en ekkert í líkingu við afleiðingar kórónuveirunnar. „Eftir langt stopp vegna Covid-19 fór allt í gang seinni part júnímán- aðar þegar Íslendingarnir fóru að mæta og þeir hafa verið góðir við- skiptavinir í sumar. Það er mikill munur á íslenskum og erlendum ferðamönnum þegar þeir eru í fríi. Íslendingarnir velja sér til dæmis dýrari rétti á matseðli, gjarnan dýr- ustu steikina og fá sér gott rauðvín með á meðan útlendingurinn velur sér það ódýrasta á matseðli og fær sér sjaldan vín með matnum. Við höfum verið að selja jafn mikið af rauðvíni á einu kvöldi eins og við gerðum á þremur vikum þegar útlendingar voru að megninu til gestir á hótelinu,“ segir Friðrik. Aðbúnaður til fyrirmyndar á Bláfelli Eitthvað hefur verið um erlenda ferðamenn í sumar en þó í mjög litlum mæli og þegar Víkurfréttir litu við hjá Friðriki um miðjan júlí var von á svissneskum ferða- mönnum sem ætluðu að hertaka hótelið eina nótt. Njarðvíkingurinn segir að sumarið eigi eftir að verða fínt en mikil óvissa sé með haustið og veturinn. Á Hótel Bláfelli eru margar teg- undir herbergja í boði í hótelbygg- ingunni og í gömlu pósthúsi sem nú sinnir gistihlutverki á staðnum. Alls eru 39 vel búin herbergi í boði, standard herbergi, bjálkaherbergi, junior-svítur og fjölskylduher- bergi. Aðbúnaður á herbergjum er til fyrirmyndar. Þá er á hótelinu hugguleg setustofa með arni og bókasafni. Þar er líka finnskt sána og veitingastaður þar sem boðið er upp á ekta íslenska rétti, mat- reidda úr fersku, íslensku hráefni úr nærumhverfi hótelsins. Ástríðuverkefni „Þetta er skemmtilegur rekstur og það er gaman að vinna í ferðaþjón- ustu. Ísland er magnað land og það er gaman að skoða það og heim- sækja, Íslendingar og útlendingar eru sammála um það, en að reka hótel er svolítið ástríðuverkefni og tekur mikinn tíma ef maður vill gera það vel,“ segir Friðrik. Auk hefðbundins hótelsreksturs hefur Friðrik staðið fyrir ýmsum uppákomum á staðnum en á móti Hótel Bláfelli er hann með aðgang að stórum salarkynnum fyrir allt að 300 manns þar sem frysti- húsið á staðnum var áður með starfsemi. Þar er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundarhald og þá hafa verið haldnir þar margir tónleikar og fyrir jólin hefur hann fengið vini sína frá Suðurnesjum til að hjálpa sér með jólahlaðborð. Friðrik hefur verið útsjónarsamur í ýmsu sem hann hefur gert þarna eystra. Hann útbjó til dæmis stórar ljósakrónur í veislusalinn úr trampólínum. Friðrik hafði mikið fyrir því að fá Íslandskortið en það hafðist og hér stendur hann við það. Gamla frystihúsið er núna stór veislusalur. Hugguleg arinstofa er á Hótel Bláfelli. Trampólín-ljós voru útbúin í veislusalinn. Séð inn í eitt af herbergjum Hótels Bláfells. Páll Ketilsson pket@vf.is 30 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.