Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 44
Keflavík er lið og bær sem ætti að vera í efstu deild – Jæja Joey, tímabilið hefur farið vel af stað hjá þér. „Já, þetta er gott upphaf á tímabilinu. Ekki bara hjá mér einum heldur liðinu öllu. Við höfum örlítið misst taktinn á tímum en verið að taka framförum eftir því sem líður á deildina – sem er jákvætt því við erum ekki enn upp á okkar besta, við eigum meira inni. Metnaður okkar og markmið er að vinna okkur upp um deild og leika í efstu deild að ári. Af því sem ég hef kynnst á þeim tíma sem ég hef verið hér á Íslandi þá finnst mér Keflavík vera lið og bær sem ætti að vera í efstu deild og þar viljum við virkilega vera á næsta ári.“ – Nú ert þú markahæstur í Lengju- deildinni þó Gary Martin [ÍBV] hafi reyndar verið að jafna það með því að skora „hat-trick“ í kvöld. Ertu ekki í góðu standi? „Jú, ég lít reyndar á það þannig að mörkin eru afrakstur þeirrar „þjónustu“ sem ég fæ frá liðsfélögum mínum. Ég tek hlaupin og stóla á sendingar frá félögunum – og ég hef verið að fá góða aðstoð frá þeim. Ég vona að sú tenging sem við höfum náð haldi áfram. Ég meina, þetta er ein ástæða þess að ég elska að leika fótbolta. Þú skorar mörk sem lið, ég er bara sá sem sé um að setja boltann í netið.“ Metur sjálfan sig ekki út frá markaskorun „Ég held að það séu alls kyns týpur af sóknarmönnum til, ég sjálfur fæ mest út úr því að vinna vinnuna mína vel. Ég lít ekki á mitt hlutverk sé bara að skora mörk, að vera sóknarmaður snýst um svo margt annað. Sérstaklega þegar maður er í svona liði eins og Keflavík, það er mikil áhersla lögð á hvernig við pressum, hvernig við verjumst og stundum er það mitt verk að halda boltanum. Ég legg mikinn metnað í að vinna vinnuna mína vel, ekki bara að skora mörk því stundum spilar maður vel án þess að skora og stundum spilar maður illa en skorar. Þannig að mér finnst mikilvægt að meta ekki sjálfan sig eingöngu út frá marka- skorun.“ – Hvernig stóð á því að þú endaðir uppi á Íslandi af öllum stöðum? [Hlær] „Ég bjóst nú reyndar aldrei við að ég myndi leika á Íslandi, ég er reyndar ekki alveg viss hvernig stendur á því en býst við að Keflavík hafi sett sig í sam- band við fulltrúa minn eða öfugt. Um leið og ég hafði rætt við Sigga [Sigurð Garð- arsson, formann Keflavíkur] fannst mér það hljóma freistandi. Hann sagði mér frá sínum fyrirætlunum, hvernig þeir vildu leika og hverju þeir væru að leita eftir. Ég hafði séð eitthvað af Íslandi í sjónvarpinu og vissi að það væri falleg land svo ég hugsaði með mér: „Því ekki?,“ og sló til. Ég er mjög ánægður að hafa komið því ég hef notið þess að vera hérna, notið bæjarins og félagið hefur reynst mér mjög vel. Leikmennirnir hafa tekið mér vel og okkur hefur gengið vel að smella saman. Allt hefur gengið virkilega vel.“ – Hefurðu getað ferðast eitthvað um landið fyrir utan keppnisferðir? „Já, aðeins. Ekki eins mikið og ég hefði viljað því Covid setti einhvern veginn allt úr skorðum. Eftir á að hyggja hefði sá tími kannski verið upplagt tækifæri til þess Joey Gibbs hefur heldur betur leikið vel í Lengjudeildinni í sumar og reynst mikil- vægur hlekkur í liði Keflavíkur. Þessi knái Ástrali hefur fallið vel að leik Keflavíkurliðs- ins og bætt gæði sóknarleiks þess. Blaða- maður Víkurfrétta heyrði í Joey eftir leikinn gegn Vestra þar sem hann skoraði tvö mörk og er markahæstur í Lengjudeildinni eftir átta umferðir ásamt Gary Martin leikmanni ÍBV. Joey er samt hógværðin uppmáluð þegar talið berst að markaskorun og segir hana aðeins lokahlekkinn í langri keðju sem allt liðið stendur að baki í sameiningu. Þú skorar mörk sem lið – ég er bara sá sem sé um að koma boltanum í netið 44 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.