Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 15
Enn ein Skötumessan á Þor- láksmessu á sumri tókst eins og best verður á kosið. Eftir mikla sprengingu í mætingu á síðast ári mættu nú tæplega 400 manns, gerðu sér glaðan dag og létu gott af sér leiða í orði og verki. Það er merkilegt að þegar allt er talið mættu tuttugu manns til að gera Skötumessuna mögulega. Undirbúningur, að elda og fram- reiða matinn, vaska upp og ganga frá var á höndum hóps sem gert hefur þetta saman í rúman áratug. Ómetanleg er okkur hjálpin frá stjórn Íþróttafélagsins Nes, félags fatlaðra íþróttamanna á Suður- nesjum, tíu manna hópur sem tímunum saman tekur þátt í und- irbúningi, framreiðslu, uppvaski og frágangi fram á nótt án þess að nokkur maður nefni nokkru sinni laun fyrir sína vinnu. Alls komu fram fimmtán listamenn á skemmtidagskrá Skötumess- unnar. Hópur þeirra kom langt að, enginn þeirra, ekki einn, tók krónu fyrir sitt framlag eða þáði greiðslu vegna kostnaðar sem sýnir ótrú- lega gott hjartalag og beittan vilja til að láta gott af sér leiða. Baldvin, Víkingur, Páll Rúnar, Andri Páll, Sölvi, Eiríkur, Sigurbjörn, Sigga Klingenberg, Örvar Þór, Lúðvík, Óskar, Davíð Þór, Antonína, Ásdís Rún, Björg og Ólafur Magnús gáfu okkur sína vinnu og einhverjir greiddu líka aðgangseyri fyrir að fá að skemmta. Við erum ótrúlega þakklát þessu fólki. Fyrir utan að- gangseyri styrktu einstaklingar og fyrirtæki Skötumessuna um 1,2 milljónir króna, fjöldi fólks og fyrirtæki úti í bæ lögðu okkur lið og hjálpsemi sem er ómetanleg við verkefnið. Nefni sérstaklega tólf manna hóp morgunhana sem hittast í Reynisbakarí í Kópavogi. Þeir gáfu 250.000 krónur auk að- gangseyris til styrktar fallegu mál- efni. Þeir gera meira en þeir tala. Þúsund þakkir frá okkur í for- svari Skötumessunnar, Ási, Sigga, Teddi, Jóna, Þórarinn, Ingunn og Gulli. ÞÚSUND ÞAKKIR FRÁ SKÖTUMESSUNNI STARFSMAÐUR Í BARNAVERND FJÖLSKYLDUSVIÐ SUÐURNESJABÆJAR AUGLÝSIR 100% STÖÐU Í BARNA- VERND. HELSTU VERKEFNI ERU MEÐFERÐ OG VINNSLA BARNAVERNDAR- MÁLA OG EFTIRFYLGNI ÞEIRRA. Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum þvert á stofnanir. Meðal verkefna eru: • Vinnsla barnaverndarmála • Ráðgjöf við foreldra og börn • Samtarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir er tengjast börnum • Sinna bakvöktum Hæfniskröfur: • MA í félagsráðgjöf eða starfsréttindanám • Reynsla af starfi barnaverndar æskileg • Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á OneSystem kostur • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Bílpróf er skilyrði • Hreint sakavottorð Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2020 Umsókn ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið afgreiðsla@sudurnesjabaer. is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rós Skúladóttir mariaros@sudurnesjabaer.is deildarstjóri félagsþjónustu eða Guðrún Björg Sigurðardóttir gudrun@sudurnesjabaer.is sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 425-3020. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.