Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 51
3. deild karla: Reynismenn skoruðu sjö mörk Fóru illa með Sindra á Blue-vellinum og eru efstir Reynir Sandgerði hefur ekki tapað leik í þriðju deild karla í knattspyrnu í sumar. Í áttundu umferð tóku þeir á móti Sindra sem situr í fjórða sæti deildarinnar og fóru vægast sagt illa með þá. Sindramenn sáu aldrei til sólar Það var Hörður Sveinsson sem reið á vaðið á 15. mínútu þegar hann kom Reynismönnum yfir úr vítaspyrnu. Hann var hvergi hættur því áður en flautað var til leikhlés hafði hann náð þrennunni (23’ eftir vel útfærða hornspyrnu og 45’ víti) og Magnús Magnússon skoraði á 37. mínútu eftir hornspyrnu. Markvörður Sindra varði skalla eftir fyrirgjöfina en Magnús var fyrstur í frákastið og afgreiddi boltann í netið, staðan því 4:0 í hálfleik. Sindri gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og reyndu að klóra í bakkann en Reynismenn héldu áfram að stjórna leiknum. Þrátt fyrir það tókst Sindra að minnka muninn á 62. mínútu þegar þeir náðu góðri sókn sem endaði með glæsilegu skoti utan teigs í samskeytin. Ferskir fætur koma inn á og bæta við mörkum Reynir gerði einnig tvöfalda skiptingu á 56. mínútu þegar þeir Elton „Fufura“ Barros og Magnús Sverri Þorsteinsson mættu ferskir inn á. Fufura bætti við fimmta marki Reynis á 69. mínútu og á 76. mínútu skoraði Magnús sjötta markið. Magnús rak svo síðasta naglann í kistu Sindra á lokamínútu leiksins með glæsilegu skoti utan teigs, úrslit 7:1 fyrir Reyni sem stefna ótrauðir á sæti í 2. deild að ári. Leikir framundan: Lengjudeild karla: ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur þri. 4/8 kl. 18:00 Þri. 4. 8. 2020 Víkingur Ó. - Grindavík Ólafsvíkurvöllur þri. 4/8 kl. 19:15 Keflavík - Fram Nettóvöllurinn lau. 8/8 kl. 16:00 Grindavík - Leiknir R. Grindavíkurvöllur lau. 8/8 kl. 18:00 Lengjudeild kvenna: Grótta - Keflavík Vivaldivöllurinn fim. 6/8 kl. 19:15 2. deild karla: Völsungur - Víðir Vodafonevöllur Húsavík fim. 30/7 kl. 17:00 Þróttur - KF Vogaídýfuvöllur fös. 31/7 kl. 17:30 Njarðvík - Kári Rafholtsvöllurinn þri. 4/8 kl. 19:15 ÍR - Þróttur Hertz-völlurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Njarðvík - Fjarðabyggð Rafholtsvöllurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Víðir - Selfoss Nesfisk-völlurinn mán. 10/8 kl. 19:15 2. deild kvenna: Grindavík - HK Grindavíkurvöllur mið. 12/8 kl. 19:15 3. deild karla: Álftanes - Reynir Bessastaðavöllur fim. 30/7 kl. 19:00 Reynir - Tindastóll BLUE-völlurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Ægir - Reynir Þorlákshafnarvöllur mið. 12/8 kl. 19:0 vf isAllar nýjustu íþróttafréttirnar frá Suðurnesjum eru á Fufura Barros er skeinuhættur upp við mark andstæðinganna, hann kom inn á og skoraði eitt mark í stórsigri á Sindra. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.