Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 43
Grindavík með einn eitt jafnteflið í Lengjudeildinni: Grindvíkingar fyrsta liðið til að tapa stigi gegn botnliðinu Grindvíkingar léku á Grenivík í áttundu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu þar sem þeir mættu botnliði Magna. Fyrir leikinn hafði Magni tapað öllum sínum leikjum og aðeins skorað þrjú mörk. Lánlausir Grindvíkingar Grindavík hefur gert jafntefli í síðustu fimm umferðum Lengjudeilarinnar. Í síðustu tveimur leikjum hafa Grindvíkingar fengið jöfnunarmark á sig í uppbótartíma. Stóra spurningin er hvort hlutirnir fari ekki að detta fyrir Grindvíkinga og hvort það sé orðið of seint. Leikurinn gegn Magna Í fyrri hálfleik tókst hvorugu liði að ná yfir- ráðum í leiknum, hann einkenndist af baráttu beggja liða á miðjunni en öðru hvoru komu hættulegar skyndisóknir sem vantaði að klára. Skyndisóknir Grindvíkinga voru þó heldur betur útfærðar og öllu hættulegri en heima- manna. Eftir því sem leið á hálfleikinn færðist meiri þungi í sókn Grindvíkinga og loks á 37. mínútu fengu þeir hornspyrnu sem Magnamenn áttu í miklum vandræðum með. Sindri Björnsson reyndi skot sem hrökk af leikmanni Magna fyrir Guðmund Magnússon sem átti hörku- skot í stöng. Það var svo Josip Zeba sem náði til boltans og afgreiddi viðsöðulaust í netið, Grindavík búið að brjóta ísinn og komið í for- ystu. Skömmu fyrir leikhlé átti Elias Tamborini góða sendingu fyrir markið sem rataði beint á skallann á Guðmundi sem náði góðum skalla rétt framhjá nærstönginni, stórhættulegt færi sem hæglega hefði getað endað í marki. Fjörugur seinni hálfleikur Grindvíkingar mættu öflugir til leiks eftir hlé og settu strax mikla pressu á heimamenn. Á 52. mínútu sóttu þeir gulu og komu boltanum fyrir markið þar sem Guðmundur var aleinn á fjærstöng fyrir opnu marki og bætti við öðru marki, 2:0 fyrir Grindavík. Áfram hélt Grindavík að hafa yfirhöndina en á 64. mínútu náðu Magnamenn góðri skyndisókn sem skilaði marki, 2:1 fyrir Grindavík. Eitthvað hresstust Magnamenn við markið og komust aðeins betur inn í leikinn sem hafði verið í höndum Grindvíkingar fram að þessu. Magni gerði tvöfalda skiptingu og fimm mín- útum síðar áttu þeir hættulega sókn sem var bjargað í horn en Grindvíkingar voru lánsamir að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu. Úr horn- spyrnunni barst boltinn út úr teignum þar sem Magnamaður tók viðstöðulausa spyrnu í sam- skeytin, óverjandi fyrir Vladan. Magnað mark og staðan orðin jöfn. Grindvíkingar missa mann af velli Skömmu eftir að hafa misst leikinn niður í jafnt- efli átti Magni aðra skyndisókn þar sem sending komst inn fyrir vörn Grindvíkinga á framherja Magna sem var við það að komast í gott færi en Sindri renndi sér aftan í hann og fékk að launum beint rautt spjald. Grindvíkingar þurftu að leika manni færri síðasta korterið en þrátt fyrir það náðu þeir að skora þriðja markið skömmu fyrir leikslok. Grindavík náði að stöðva skyndisókn Magna og bruna sjálfir upp völlinn þar sem Guðmundur Magnússon kom góðri sendingu á fjærstöng og þar mætti Oddur Ingi Bjarnason og afgreiddi boltann í netið. Heimamenn gáfust ekki upp og lögðu allt undir, pressuðu stíft og þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fengu þeir horn- spyrnu. Allt lið Magna mætti í sóknina og fyrir- gjöfin barst inn á markteig þar sem Magni náði að koma honum í netið. Þetta varð síðasta sókn leiksins því um leið og Grindvíkingar tóku miðju blés dómarinn leikinn af. Grindvíkingar sitja nú í sjötta sæti Lengju- deildarinnar og draumurinn um sæti í efstu deild að ári verður sífellt fjarlægari. Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindvíkinga, hlýtur að vera vonsvikinn með gengi sinna manna í sumar. Josip Zeba skoraði bæði í jafnteflinu gegn Magna og Keflavík. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.