Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 81

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 81
Fimm uppáhaldsplötur Guðjóns Inga Guðjónssonar Sumar á Sýrlandi – StuðmennÞetta var fyrsta poppplatan sem ég féll fyrir, enda ekki annað hægt. Það var einhver nýr tónn sem sleginn var með þessari plötu Stuð-manna „and the rest is history“ eins og sagt er. Á meðan nálin flutti mér þessa stórkost-legu tóna af þessari eðalskífu grandskoðaði ég plötuumslagið en á bakhlið þess var teikni-myndasaga sem gerði upplifunina enn ánægju-legri. Snilld frá Stuðmönnum. Greatest Hits – The Cure The Cure er sannarlega ein mín uppáhalds- hljómsveit og hefur verið lengi. Ég gæti sett nokkrar plötur með þeim sem mínar uppáhalds en kýs að setja bara safnplötuna þeirra frá 2001, sem ber hið frumlega nafn Greatest Hits, því hún inniheldur mörg þeirra bestu laga. Ég hef hlustað mikið á þessa plötu og diskurinn hefur verið í spilar- anum í bílnum mínum í mörg ár. Piano Man – Billy Joel Þegar ég var þrettán ára ga mall unglingur á Akureyri kom út platan „The Stranger“ með Billy Joel, plata sem er frá bær og er talin ein hans allra besta . Ég gerði mér far í bæinn ti l þess að kaupa plötuna en hún va r hvorki til í Vöruhúsi KEA né í Sport og Hljóð, sem voru þe ir staðir sem hægt var að ka upa plötur á Akureyri á þessum tíma. En tómhentur vildi é g ekki fara og keypti því aðra plöt u með Billy Joel (og reynda r einu plötuna sem var í boði með honum í búðinni), „Piano M an“. Við fyrstu spilun varð ég fy rir nokkrum vonbrigðum, h ún var sannarlega ekki með þeim vinsælu smellum sem voru á „The Stranger“ og ekki hægt að s egja að textarnir hafi almen nt verið mjög upplífgandi en e ftir nokkra hlustun fannst mér hún virkilega góð – það eitt að lagið Piano Man, sem er enn í dag eitt af mínum uppáhald slögum, sé á plötunni setur hana í flokk með mínum uppáhald splötum. Mellon Collie and the Infinite Sadness – The Smashing Pumkins Þessi tvöfalda plata The Smashing Pumkins sýnir hversu miklir snillingar eru þarna á ferð, ein plata dugði þeim ekki en hvor um sig hefði náð að slá í gegn. Klárlega ein allra besta útgáfa tíunda ára-tugarins sem ég þreytist ekki á að spila. Tunnel Of Love – Bruce Springsteen Bruce Springsteen, sá mikli meistari, hafði komið með marga smelli og gefið út góðar plötur þegar hann, árið 1987, gaf út plötunva „The Tunnel of Love“ en þar finnst mér hann hafa toppað sig. Ég hlustaði á þessa plötu hvenær sem færi gafst á þessum tíma og hlusta á hana enn í dag. Persónulega finnst mér ekki veikur blettur á þessari plötu, algjört meistaraverk. Ég er í raun alæta á tónlist, ef lagið er grípandi og mér finnst það gott skiptir ekki máli hvort það flokkast sem diskó, pönk eða hvað sem er þar á milli. Ég hef gjarnan tekið ástfóstri við ákveðin lög án þess endi- lega að annað sem frá viðkomandi tónlistarmanni hafi komið hafi snert mig mikið. Ég hef því í gegnum tíðina ekki átt marga hillumetra af plötum eins og sumir en það eru ákveðnar plötur sem ég hef átt sem ég hef hlustað á meira en aðrar og eru þessar hér hluti af þeim. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.