Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.07.2020, Blaðsíða 6
Lausir hundar plága í Sandgerði „Það var fyrir tilviljun að tveir vinir mínir hér í ná- grenninu sáu þegar hundurinn réðist á lambið. Þeir héldu fyrst að tvö lömb væru að leika sér en tóku upp kíki og sáu hvað var í gangi og fóru á staðinn og náðu að stöðva hundinn. Hann var búinn að særa lambið að aftan og bíta af rófunni,“ segir Jón Sigurðsson, frístundabóndi í Sandgerði um óskemmtilegt atvik þegar laus hundur réðist á lamb í hans eigu í vikunni. Jón og félagi hans eru með sex kindur og fimmtán lömb á túninu að Bæjarskerjum í Sandgerði og hafa stundað frístundabúskap í all nokkur ár. Krakkar úr Sand- gerði voru með hundinn með sér á gangi á túninu án þess að vera með hann í ól þegar hann réðist á lambið. Jón segir að það sé ekki útilokað að hundurinn hafi verið búinn að ráðast á fleiri lömb þegar félagar hans sáu hvað gerðist. Þeir komu strax á staðinn og stöðvuðu hundinn. Þeir náðu að festa það á myndband þegar hundurinn réðist aftur á lambið, líklega í anað sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn sem fékk myndbandið og tók skýrslu. Jón gaf út kæru á eiganda hundsins með bótakröfu og ljóst að eigandi hundsins situr uppi með kostnað vegna málsins. Það fer einnig inn á borð Matvælastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort hundurinn fær að lifa eða ekki. Ragnar Guð- leifsson, meindýraeyðir á Suður- nesjum segir að það sé litið alvar- legum augum þegar hundar ráðist á önnur dýr eða búfénað. Þá séu þeir orðnir dýrbýtar. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona gerist hérna. Það er mikið af því að hundar gangi lausir í Sandgerði og dæmi eru um nokkur atvik, sum mjög ljót, þar sem hundur hefur ráðist á lömb. Þetta er að verða alger plága og það er alveg ljóst að komi þetta fyrir aftur verður ekki gefinn neinn griður ef við grípum hund aftur sem fer í féð,“ segir Jón. Víkurfréttir hittu Jón sem fór með lambið til dýralæknis sem gerði að sárum þess. Jón fór svo með lambið aftur á Bæjarsker þar sem urðu fagnaðarfundir ef svo má segja, eins og sjá má á myndunum og myndbandinu. Hundur réðist á lamb í Sandgerði. Málið kært til lögreglu. Óvíst um hvort hundurinn fái að lifa. Myndskeið náðist af því þegar hundurinn er að ráðast á lambið, líklega í annað sinn, en félagar Jóns komu að árásinni og komu í veg fyrir að dýrbýturinn næði að skaða lambið frekar. Á næstu síðu má sjá þetta myndskeið og síðan þegar Jón frístundabóndi fer með lambið aftur á túnið í Bæjarskeri. Á myndinni hér til hliðar er Jón brosmildur með lifandi lambið en hann er mjög ásáttur hvað margir hundar ganga lausir í Sandgerði. Hér má sjá áverkana á lambinu. Rófan er aðeins hálf eftir árásina. 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.