Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 6

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 6
Lausir hundar plága í Sandgerði „Það var fyrir tilviljun að tveir vinir mínir hér í ná- grenninu sáu þegar hundurinn réðist á lambið. Þeir héldu fyrst að tvö lömb væru að leika sér en tóku upp kíki og sáu hvað var í gangi og fóru á staðinn og náðu að stöðva hundinn. Hann var búinn að særa lambið að aftan og bíta af rófunni,“ segir Jón Sigurðsson, frístundabóndi í Sandgerði um óskemmtilegt atvik þegar laus hundur réðist á lamb í hans eigu í vikunni. Jón og félagi hans eru með sex kindur og fimmtán lömb á túninu að Bæjarskerjum í Sandgerði og hafa stundað frístundabúskap í all nokkur ár. Krakkar úr Sand- gerði voru með hundinn með sér á gangi á túninu án þess að vera með hann í ól þegar hann réðist á lambið. Jón segir að það sé ekki útilokað að hundurinn hafi verið búinn að ráðast á fleiri lömb þegar félagar hans sáu hvað gerðist. Þeir komu strax á staðinn og stöðvuðu hundinn. Þeir náðu að festa það á myndband þegar hundurinn réðist aftur á lambið, líklega í anað sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn sem fékk myndbandið og tók skýrslu. Jón gaf út kæru á eiganda hundsins með bótakröfu og ljóst að eigandi hundsins situr uppi með kostnað vegna málsins. Það fer einnig inn á borð Matvælastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort hundurinn fær að lifa eða ekki. Ragnar Guð- leifsson, meindýraeyðir á Suður- nesjum segir að það sé litið alvar- legum augum þegar hundar ráðist á önnur dýr eða búfénað. Þá séu þeir orðnir dýrbýtar. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona gerist hérna. Það er mikið af því að hundar gangi lausir í Sandgerði og dæmi eru um nokkur atvik, sum mjög ljót, þar sem hundur hefur ráðist á lömb. Þetta er að verða alger plága og það er alveg ljóst að komi þetta fyrir aftur verður ekki gefinn neinn griður ef við grípum hund aftur sem fer í féð,“ segir Jón. Víkurfréttir hittu Jón sem fór með lambið til dýralæknis sem gerði að sárum þess. Jón fór svo með lambið aftur á Bæjarsker þar sem urðu fagnaðarfundir ef svo má segja, eins og sjá má á myndunum og myndbandinu. Hundur réðist á lamb í Sandgerði. Málið kært til lögreglu. Óvíst um hvort hundurinn fái að lifa. Myndskeið náðist af því þegar hundurinn er að ráðast á lambið, líklega í annað sinn, en félagar Jóns komu að árásinni og komu í veg fyrir að dýrbýturinn næði að skaða lambið frekar. Á næstu síðu má sjá þetta myndskeið og síðan þegar Jón frístundabóndi fer með lambið aftur á túnið í Bæjarskeri. Á myndinni hér til hliðar er Jón brosmildur með lifandi lambið en hann er mjög ásáttur hvað margir hundar ganga lausir í Sandgerði. Hér má sjá áverkana á lambinu. Rófan er aðeins hálf eftir árásina. 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.