Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 51

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 51
3. deild karla: Reynismenn skoruðu sjö mörk Fóru illa með Sindra á Blue-vellinum og eru efstir Reynir Sandgerði hefur ekki tapað leik í þriðju deild karla í knattspyrnu í sumar. Í áttundu umferð tóku þeir á móti Sindra sem situr í fjórða sæti deildarinnar og fóru vægast sagt illa með þá. Sindramenn sáu aldrei til sólar Það var Hörður Sveinsson sem reið á vaðið á 15. mínútu þegar hann kom Reynismönnum yfir úr vítaspyrnu. Hann var hvergi hættur því áður en flautað var til leikhlés hafði hann náð þrennunni (23’ eftir vel útfærða hornspyrnu og 45’ víti) og Magnús Magnússon skoraði á 37. mínútu eftir hornspyrnu. Markvörður Sindra varði skalla eftir fyrirgjöfina en Magnús var fyrstur í frákastið og afgreiddi boltann í netið, staðan því 4:0 í hálfleik. Sindri gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og reyndu að klóra í bakkann en Reynismenn héldu áfram að stjórna leiknum. Þrátt fyrir það tókst Sindra að minnka muninn á 62. mínútu þegar þeir náðu góðri sókn sem endaði með glæsilegu skoti utan teigs í samskeytin. Ferskir fætur koma inn á og bæta við mörkum Reynir gerði einnig tvöfalda skiptingu á 56. mínútu þegar þeir Elton „Fufura“ Barros og Magnús Sverri Þorsteinsson mættu ferskir inn á. Fufura bætti við fimmta marki Reynis á 69. mínútu og á 76. mínútu skoraði Magnús sjötta markið. Magnús rak svo síðasta naglann í kistu Sindra á lokamínútu leiksins með glæsilegu skoti utan teigs, úrslit 7:1 fyrir Reyni sem stefna ótrauðir á sæti í 2. deild að ári. Leikir framundan: Lengjudeild karla: ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur þri. 4/8 kl. 18:00 Þri. 4. 8. 2020 Víkingur Ó. - Grindavík Ólafsvíkurvöllur þri. 4/8 kl. 19:15 Keflavík - Fram Nettóvöllurinn lau. 8/8 kl. 16:00 Grindavík - Leiknir R. Grindavíkurvöllur lau. 8/8 kl. 18:00 Lengjudeild kvenna: Grótta - Keflavík Vivaldivöllurinn fim. 6/8 kl. 19:15 2. deild karla: Völsungur - Víðir Vodafonevöllur Húsavík fim. 30/7 kl. 17:00 Þróttur - KF Vogaídýfuvöllur fös. 31/7 kl. 17:30 Njarðvík - Kári Rafholtsvöllurinn þri. 4/8 kl. 19:15 ÍR - Þróttur Hertz-völlurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Njarðvík - Fjarðabyggð Rafholtsvöllurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Víðir - Selfoss Nesfisk-völlurinn mán. 10/8 kl. 19:15 2. deild kvenna: Grindavík - HK Grindavíkurvöllur mið. 12/8 kl. 19:15 3. deild karla: Álftanes - Reynir Bessastaðavöllur fim. 30/7 kl. 19:00 Reynir - Tindastóll BLUE-völlurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Ægir - Reynir Þorlákshafnarvöllur mið. 12/8 kl. 19:0 vf isAllar nýjustu íþróttafréttirnar frá Suðurnesjum eru á Fufura Barros er skeinuhættur upp við mark andstæðinganna, hann kom inn á og skoraði eitt mark í stórsigri á Sindra. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 51

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.