Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 21
Missti tímaskynið aleinn í heiminum að Fjallabaki Myndavélin og kaffið alltaf með Ellerti Grétarssyni, ljósmyndara sem hefur farið víða í sumar „Sumarið hefur leikið ákaflega vel við mig. Hef verið mikið á ferðinni um allt land að taka myndir, heimsótt marga fallega og áhugaverða staði og upplifað íslenskrar sumarnætur eins og þær gerast bestar. Þetta verður ekkert betra,“ segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hvaða staðir hafa heillað þig? „Þeir eru svo margir, staðirnir sem hafa heillað mig í sumar. Ég átti til dæmis alveg himneskt sumarkvöld við sólsetur í Kálfshamarsvík í al- gjöru logni og kyrrð þar sem ég var eina mann- eskjan á svæðinu og ekki einu sinni einn bíll uppi á vegi. Ekkert sem truflaði og einu hljóðin voru í fuglunum og öldugjálfrið í fjöruborðinu. Kálfshamarsvík er magnaður staður. Einnig átti ég yndislega einveru að Fjallabaki í byrjun júlí þar sem ég ók ýmsa hliðarslóða af Landmanna- leið til að skoða og ljósmynda fornar eldstöðvar. Hitti ekki eina manneskju í tvo daga og var bara aleinn í heiminum. Ekkert stress, ekkert áreiti og maður missir tímaskynið. Hvað ætlar þú að gera um Verslunar- mannahelgina? „Ég hef verið mikið á ferðinni í sumar og nánast ekkert heima hjá mér síðustu vikurnar þannig að um Verslunarmannahelgina ætla ég að vera rólegheitum heima hjá mér. Enda er veðurútlitið heldur ekki gott. Ég er ekki mikið gefinn fyrir mannmergð og mannmót, hef t.d. aldrei farið á Þjóðhátíð og forðast slíka viðburði. Þannig að um Verslunarmannahelgar hef ég annað hvort verið heima hjá mér eða leitað á staði þar sem fáir eru á ferli, t.d. á hálendinu.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmanna- helgin þín? Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin mín var árið 2012. Þá fór ég í fjögurra daga göngu- ferð með allt bakinu frá Núpsstaðarskógum yfir Skeiðarárjökull og Skaftafellsfjöllin, alveg niður í Skaftafell í hrikalegu og ólýsanlega fal- legu landslagi. Þessi ferð var mikil upplifun.“ Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina? „Mikilvægastu hlutirnir sem ég tek alltaf með í ferðalög, hvort sem það er Verslunarmanna- helgi eða ekki, eru myndavélin, kaffið og prím- usinn til að hita vatnið í kaffið.“ Ellert er með tjald á toppi bílsins þar sem hann leggur sig á völdum myndatökustöðum meðan hann bíður eftir sólarupprás og réttu birtunni. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.