Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 24

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 24
„Þetta er búið að ganga frábærlega og við viljum þakka kærlega fyrir við- tökur fólks sem hafa verið mjög góðar. Starfið í hópnum hefur gengið mjög vel og markmiðið gengið eftir en það var að lífga upp á bæinn,“ segir Hildur Hlíf Hilmarsdóttir, annar tveggja verkefnisstjóra hópsins Hughrif í bæ í Reykjanesbæ. Hinn var Krummi Laxdal, myndlistarmaður, og saman hafa þau verið í nýju verkefni fyrir ungt fólk í sumar. Málað og skapað um allan bæ Hópurinn saman stóð af fimmtán ungmennum á aldrinum 17 til 27 ára sem öll höfðu hugmyndir og koma úr skapandi greinum. Í sumar hefur hópurinn staðið að hinum ýmsu skemmtilegu verkefnum í Reykjanesbæ. Við greindum frá því í síðasta tölu- blaði Víkurfrétta þegar hópurinn málaði hluta Tjarnargötunnar fyrir framan ráðhús Reykjanesbæjar í öllum regnbogans litum á tákn- rænan hátt. Þá varð til þessi flotta skessa á gafli Svarta pakkhússins sem snýr að Hafnargötunni en þar er hún með tvo hægri fætur. Hópurinn gerði fleiri skemmtileg verkefni við Svarta pakkhúsið og Fishershúsið. Síðustu verkefni sem hópurinn hefur klárað eru m.a. „Takk“ veggur og þá voru glæsileg vegg- listaverk máluð á veggi Háaleitis- skóla á Ásbrú, píanógangbraut við Krossmóa og síðast en ekki síst smíðuðu meðlimir hópsins útsýnis smáhýsi á Bakkalág, stóra túninu milli Hafnargötu og Ægisgötu. Sæluhús og útilistaverk um allan Reykjanesbæ Hughrif í bæ er hópur 17 til 27 ára ungmenna sem hafa unnið að skapandi verkefnum í sumar. 24 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.