Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 38

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 38
„Sumarið hefur verið mjög gott hjá okkur fjölskyldunni. Við keyptum húsbíl í vor og tókum viku í að skoða Vestfirðina og svo í beinu framhaldi fórum við hringinn. Það eru nokkur ár síðan við höfum ferðast að ráði um landið okkar en það var algjörlega magnað,“ segir Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Deloitte í Reykjanesbæ. – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Vestfirðirnir eru stórkostlegir með sín háu fjöll og firði en við fórum síðast í ferðalag á Vestfirðina fyrir átján árum síðan. Við vorum heppinn með veður í sumar en fyrir átján árum flúðum við frá Tálknafirði og heim eftir að hafa verið í rigningu í nokkra daga sem endaði með hellidembu og við gáf- umst upp og keyrðum heim. Það er dásamlegt að vera ferðamaður í eigin landi og njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Það sem stendur mest upp úr er samferðafólkið, Dynjandi, kajak- sigling í Tálknafirði, fiskihlaðborð í Tjöruhúsinu Ísafirði, Mývatn, Dettifoss, heimsókn á æskuslóðir föður míns í Böðvarsdal og VÖK á Egilsstöðum. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Stórfjölskyldan fer saman í bústað foreldra minna í Grímsnesi og við sem eigum ferðavagna nýtum þá svo fleiri komist að. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Eftirirminnilegasta verslunar- mannahelgin er án efa Þjóðhátíð 1986 en við vinkonurnar fórum nokkrar saman og höfðum fengið leyfi foreldra okkar til þess að fara með því skilyrði að við gistum í Það er dásamlegt að vera ferðamaður í eigin landi Anna Birgitta Geirfinnsdóttir og fjölskylda fóru hringinn á húsbíl: Dettifoss myndaður í glæsilegum regnboga. 38 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.