Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 39

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 39
garði hjá frændfólki. Maður þurfti nú að skvísa sig upp fyrir þá ferð og þegar fatapöntun úr Freemans- listanum kom í pósthúsið sama dag og við fórum til Eyja þá náttúrlega skellti maður þeim efst í töskuna þrátt fyrir mótmæli mömmu. Ég lenti svo í því að töskunni minni var stolið á bryggjunni í Vest- mannaeyjum. Ég fór á lögreglu- stöðina og kærði þjófnað og byrjaði að telja upp hvað var í töskunni en það er ekki hægt að segja annað en að lögreglan hafi verið hissa yfir magninu af fötum. Síðan spurði lögreglumaðurinn: „Var ekkert meira í töskunni?“ Ég svaraði: „Ekkert sem ég vil segja þér frá.“ Í rigningu á sunnudeginum var ég klædd í ruslapoka. Heimferðin var líka nokkuð skondin en þegar Herjólfur lagði að í Þorlákshöfn þá fór fullt af fólki í sjoppuna áður en farið var í rútuna heim á leið. Þegar ég og Una vinkona komum út úr sjopp- unni var rútan farin og vinkonur okkar líka. Það voru einnig tveir strákar úr Njarðvík sem misstu af rútunni þannig að við ákváðum að halda hópinn og fara saman á puttanum heim. Þegar við komum til Keflavíkur voru vinkonur okkar nýbúnar að átta sig á því að við vorum ekki með í rútunni en þær sátu aftarlega í rútunni og héldu að við tvær værum fremst. Ég endaði svo þessa verslunar- mannahelgi á því að fara í út- sölu í tískuverslunina Poseidon í Keflavík um leið og búðin opnaði á þriðjudeginum. – Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmanna- helgina? Mér finnst mikilvægt að hafa góðan félagsskap og hef í gegnum tíðina oftast farið eitthvað út úr bænum með fjölskyldunni eða góðum vinum. „Maður þurfti nú að skvísa sig upp fyrir þá ferð og þegar fatapöntun úr Freemans-listanum kom í pósthúsið sama dag og við fórum til Eyja þá náttúrlega skellti maður þeim efst í töskuna þrátt fyrir mótmæli mömmu.“ Dimmuborgir eru magnaðar. Finnur reynir sig á kajak. Anna og Ívar, maður hennar, í fríinu. Með fjölskyldunni á góðri stundu. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 39

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.