Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 47

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 47
2. deild kvenna: Grindavík í baráttunni Grindavík í ágætri stöðu eftir fimm leiki Grindavíkurstelpur mættu Sindra á Hornafirði í sjöttu umferð 2. deildar kvenna í knattspyrnu. Grindavík hefur leikið fimm leiki en þar sem einungis eru níu liði í deildinni situr ávallt eitt lið hjá í hverri umferð, Grindavík hvíldi í fimmtu umferði og stelpurnar hafa því fengið góða hvíld eftir 6:0 stór- sigur á Álftanesi í fjórðu umferð. Aðeins eitt mark skorað Leikurinn gegn Sindra, sem hefur tapað öllum sínum leikjum nema einum, fór alveg eftir bókinni. Grindavík stóð uppi sem sigur- vegari, þó aðeins með einu marki sem Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði á 50. mínútu. Eftir fimm leiki situr Grindavík í öðru sæti deildarinnar með jafn- mörg stig og Álftanes og sam- einað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis sem á leik til góða. Marka- tala Grindvíkinga er talsvert betri en bæði Álftaness og liðs Fjarða- byggðar, Hattar og Leiknis, eða með þrettán mörk skoruð og hafa fengið á sig sex. Grindvíkingar hafa haft ærin tækifæri til að fagna í sumar enda skorað þrettán mörk. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 47

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.