Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 48

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 48
Þróttarar náðu góðu stigi gegn Kórdrengjum Þróttur Vogum sótti Kórdrengi, topplið 2. deildar karla, heim í áttundu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu, fyrir leikinn voru Þróttarar í sjötta sæti en Kórdrengir sátu í því efsta. Eftir góðan sigur á Selfossi í sjöttu umferð hafa Þróttarar gert tvö jafntefli, gegn Fjarðabyggð og Kór- drengjum. Kórdrengir hafa á að skipa mjög sterku liði og eru taldir líklegir til að vinna sig upp um eftir þetta tímabil, Þróttarar báru enga virðingu fyrir þeim þegar liðin mættust á heimaveilli Kórdrengja og hefðu hæglega getað staðið uppi sem sigurvegarar. Hiti í leikmönnum Það voru Kórdrengir sem byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér hættuleg færi snemma í leiknum. Kórdrengir vildu fá dæmt víti eftir um 25 mínútna leik en fengu ekki. Eitthvað virðist það hafa hlaupið í skapið á þeim og í kjölfarið fengu tveir leikmenn þeirra gul spjöld eftir harkalegar tæklingar. Einar Orri Einarsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, braut illa á leikmanni Þróttar á 41. mínútu upp við varamannabekk Þróttar og var stálheppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir brotið. Liðsstjóri Þróttar var alls ekki sáttur við niðurstöðuna og fékk að líta rautt í kjölfarið. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik þó bæði lið hafi fengið færi til þess og staðan því markalaus þegar gengið var til búningsklefa. Þróttur kemst yfir Ekki var langt liðið á seinni hálf- leik þegar Kórdrengir töpuðu bolt- anum klaufalega, Þróttarar nýttu sér mistökin og þökkuðu fyrir sig með marki, þar var að verki Viktor Smári Segatta (53'). Kórdrengir gáfust ekki upp og sköpuðu sér færi en inn vildi boltinn ekki, ekki fyrr en á 73. mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu upp við enda- mörk Þróttara. Aukaspyrnan kom inn í teiginn það sem leikmaður Kór- drengja náði að skalla í mark Þróttar og jafna leikinn. Staðan orðin 1:1 og stundarfjórðungur eftir. Liðin skiptust á að skapa sér dauðafæri það sem eftir lifði af þessum fjöruga leik og eiginlega ótrúlegt að fleiri mörk skuli ekki hafa verið skoruð en jafntefli nið- urstaðan. Hermann byrjar vel Fyrsti heimaleikur Hemma í Vogum Á Vogaídýfuvellinum mættu Þróttarar Selfossi í 2. deild karla í sjöttu umferð. Þróttur hefur verið á fínni siglingu í síðustu leikjum eftir smá gangtruflanir í byrjun Íslandsmótsins. Þetta var fyrsti heimaleikur Her- manns Hreiðarssonar eftir að hann tók við liðinu og það vakti athygli að fyrrum landsliðs- markvörður Englands, David James, var í þjálfarateymi Þróttar en hann og Hermann eru miklir mátar. Snemma í leiknum (20’) urðu Selfyssingar fyrir blóðtöku þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og fengu þeir að sjá þrjú gul spjöld til við- bótar fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 53. mínútu kom Andri Jónasson heimamönnum yfir. Leikurinn reyndist erfiður gestunum manni færri og þeir héldu áfram að safna spjöldum, fengu þrjú gul til viðbótar í seinni hálfleik. Á 70. mínútu skipti Hermann Erni Rúnari Magnússyni inn á fyrir Alexander Helgason en Örn átti eftir að stoppa stutt við, fékk að líta rautt spjald átta mín- útum eftir að hann kom inn á og því jafnt í liðum út leikinn. Ekki náðu Selfyssingar að nýta sér það og með góðum sigri hafði Þróttur sætaskipti við Selfoss, eru komnir í fjórða sæti með jafnmörg stig og Fjarðabyggð sem er í því þriðja. 2. deild karla: Viktor Smári Segatta skoraði mark Þróttar gegn Kórdrengjum, hér er hann við það að koma sér í færi gegn Kára í annari umferð. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. 48 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.