Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 49

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 49
2. deild karla: Vonbrigði Njarðvíkinga norðan heiða Náðu aðeins jafntefli gegn Dalvík/Reyni Njarðvíkingar léku í áttundu umferð 2. deildar karla á Dalvíkurvelli gegn Dalvík/Reyni sem situr í fall sæti ásamt Völsungi. Fyrifram var búist við öruggum sigri Njarðvíkur en ekkert er öruggt í fótboltanum. Bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik í svekkjandi jafntefli Það var Dalvík/Reynir sem byrjaði betur og komst yfir á 11. mínútu leiksins. Kári Daníel Alexandersson jafnaði fyrir Njarðvík skömmu fyrir leikhlé og þar við sat. Svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Hafa sett stefnuna á Lengjudeildina Njarðvík er eitt þeirra liða sem hafa sett stefnuna á sæti í Lengjudeildinni að ári. Fyrir leikinn gegn Dalvík/Reyni voru Njarðvíkingar í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Haukum, en með jafntefli hafa þeir misst Fjarðabyggð upp fyrir sig og eru nú fjórum stigum á eftir Haukum sem verma efsta sætið. Jafntefli og sigur Í sjöttu umferði mættu Njarðvíkingar ÍR í Breiðholti og lyktaði þeim leik með 1:1 jafntefli. Njarðvíkingar hins vegar tóku á móti Víðismönnum í sjöundu umferð og gerðu það sem þurfti í fyrri hálf- leik. Það voru þeir Atli Freyr Ottesen Pálsson (10’), Marc McAusland (31’ úr víti) og Kenneth Hogg (41’) sem skoruðu mörkin, úrslit 3:0 fyrir Njarðvík. Fjölbreytt ferskt Fiskbúð Reykjaness þar sem ferðalag bragðlaukanna hefst Tökum á móti ykkur með bros á vör ... hjartanlega velkomin! Brekkustíg 40 // Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá 10:00 til 19:00, föstudaga frá 10:00 til 18:00 Þjónustum fyrirtæki, mötuneyti og veitingastaði Fyrirspurnir berist í bæði síma 7839821 og tölvupóst fiskbudreykjanes@gmail.com Kenneth Hogg hefur skorað þrjú mörk fyrir Njarðvík í sumar, hann skoraði þriðja markið gegn Víði. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 49

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.