Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 52

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 52
Sunnudaginn 19. júlí var haldið glæsilegt golfmót í Leirunni á Suðurnesjum en mótið var styrktarmót fyrir Special Olympics á Íslandi. Lögreglumenn- irnir Guðmundur Sigurðson og Daði Þorkelsson sem eru fulltrúar LETR á Íslandi ásamt Karen Ástu Friðjónsdóttur, í stjórn Special Olympics, sáu al- farið um undirbúning og framkvæmd í samstarfi við Golfklúbb Suðurnesja og Víkurfréttir. Allir teigar voru fullskipaðir og biðlisti í mótið sem tókst framar björtustu vonum og fór fram í blíð- skaparveðri. Keppt var eftir Texas Scramble-fyrirkomulagi þar sem tveir voru í liði. Auk þátttökugjalda voru fjölmargir aðilar sem styrktu mótið og heildarinnkoma var um 800.000 krónur. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Ís- landi þakka LETR á Íslandi fyrir þetta frábæra framtak og mikil- vægan stuðning. Golfklúbbur Suðurnesja, Víkurfréttir og allir þeir sem styrktu mótið eða lögðu lið fá einnig innilegar þakkir. Sigur- vegarar mótsins var ManUtd með Friðrik Kristján Jónsson og Atla Má Halldórsson innanborðs. Í 2. sæti voru Pink and beautiful eða Victor Ingvi Jacobsen og Sigurður Helgi Ágústsson og í 3. sæti var TAKK! Glæsilegt golfmót LETR á Íslandi til styrktar Special Olympics Lögreglumenn og -konur úr öllum heiminum hafa tekið þátt í LETR (Law Enforcement Torch Run) sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni lögreglunnar og Special Olympics samtakanna ... Eins og sést var mótið vel sótt og komust færri að en vildu. 52 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.